blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 40

blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 40
40 I DÆGRADVÖL LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 blaöÍA Klappaðu hvuttanum Nýjasta œð- ið í hinum stóra heimi Tölvugæludýrið sem tröllreið öllu fyrir um áratug hefur þrosk- ast og er orðið raunverulegra en það var þá. Nintendo hefur gefið út leikinn Nintendogs fyrir DS lófatölvuna sína. Hann gefur leikmönnum kost á að þjálfa og hugsa um hund með því að nota snertiskjá og hljóðnema Nin- tendo DS tölvunnar. Leikurinn hefur vægast sagt hlotið góðar viðtökur og sem dæmi má nefna að útgáfuhelg- ina seldust yfir 160 þúsund ein- tök af honum í Evrópu. Vestan- hafs flaug leikurinn úr hillum verslana og náði metsölu á einni helgi. Aldrei hefur leikur fyrir farleikjatölvu selst jafnhratt og þá. Eins og við er að búast er Nin- tendogs þegar orðinn að menn- ingarlegu æði í Japan. Vaktaðu heim- ilið sjálí/ur -með hjálp PlayStation Nýjasti leikurinn sem nýtir sér EyeToy myndavélina fyrir PlaySt- ation 2 er ætlaður næsta James Bond þessa lands. SpyToy er eft- irlitskerfi og fylgir pakkanum æsispennandi njósnaleikur þar sem leikmenn þurfa að nota EyeToy tæknina til að elta uppi alþjóðleg glæpasamtök og þurfa leikmenn að bera kennsl á and- lit, leysa dulmál, opna lása og fleira. Eins og annað sem nýtir sér EyeToy tæknina er allt gert með hreyfingum leikmanna. I SpyToy er einnig fullkomið eftir- litskerfi þar sem leikmenn geta vaktað herbergi sitt og fylgst með hverjir fara þar inn og út og jafnvel sent á þá myndskilaboð. SU DOKU talnaþraut nr. 72 Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir i hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþþ eru gefnar. 4 3 9 8 7 1 3 1 6 2 5 9 5 2 4 3 5 2 4 5 3 2 4 6 3 6 2 5 9 7 Lausn á 53. þraut veiöui að finna í blaöinu á moigun Lausn á 71. gátu 9 6 5 7 8 3 4 2 1 8 3 4 1 2 9 6 4 5 2 1 7 5 6 4 8 9 3 7 9 8 6 4 1 5 3 2 4 5 1 3 7 2 9 6 8 3 2 6 8 9 5 7 1 4 5 4 9 2 1 6 3 8 7 1 7 3 9 5 8 2 4 6 6 8 2 4 3 7 1 5 9 Hvítagullið „Jæja, þá er sumarið að baki og Bláfjöllin orðin alhvít yfir að líta. Skíðasvæðið er þó lokað því aðeins er hér þunn snjóföl. Undirbúningsvinna fyrir vetr- arvertíðina er hafin af fullum krafti og upplýsingar um fram- vindu mála verða færðar inn eftir þörfum." Af heimasíðu skíðasvæðanna: www.skidasvaedi.is Banksy má skoða betur á www.banksy.co.uk Hjá sérverslun Parka að Dalvegi 18 i Kópavogi bjóðum við upp á mjög mikið úrval af gegnheilu og fljótandi parketi ásamt parketvörum frá heimsþekktum framleiðendum. Dalvegi 18 Fax: 564 3501 201 Kópavogur Netfang: parkiOparki.is Sími: 564 3500 www.parki.is Rokkhljómsveitin Sign hefur afsannað að Reykjavík sé eini staðurinn á íslandi til að rokka. Sveitin er nýkomin úr hljómleikaferð um landið sem gekk framar vonum með- lima. Góð mæting var á öllum stöðunum og greinilegt að rokk á upp á pallborðið. Á Akur- eyri var uppselt þar sem 280 rokkþyrstir Akureyringar sprengdu tónleikastaðinn Húsið utan af sér. Tónleikahaldarar nyrðra segja að aldrei áður hafi svo margir mætt á tónieika í Húsinu. I næstu viku gefst íbúum höfuðborgarsvæðisins tækifæri til þess að berja Sign augum á tvennum tónleikum. Annars vegar á tónleikum allra félagsmiðstöðva f Hafnar- firði á mánudag og svo á Kerrang! kvöldinu á lceland Airwaves á fimmtudag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.