blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 20

blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 20
20 I LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 blaði6 BlaÖiÖ/Steinar Hugi Egill Helgason er umsjónar- maður Silfurs Egils, um- ræðuþáttar um stjórnmál og þjóðfélagsmál, sem nú er á skján- um sjöunda árið í röð og þykir lang- ur tími í sjónvarpi. „Eg er frjáls- lyndur miðjumoðari, einhvers konar krati,“ segir Egill aðspurður um stjórnmálaskoðanir sínar. „Ég er hrifinn af evrópska velferðar- módelinu og tel að það verði að varðveita því það er fjarskalega dýr- mætt. Ég var alþýðuflokksmaður í gamla daga en sá flokkur er dáinn og eftir það hef ég ekki fylgt stjórn- málaflokki að málum. Ég dröslast á kjörstað, lít á það sem skyldu mína og kýs það sem andinn býður mér hverju sinni. Ég sveiflast nokk- uð frá hægri og vinstri. Nú er ég til dæmis í nettri hægri sveiflu. Fyrir svona þremur árum var ég hins veg- ar í vinstri sveiflu. Ég lít stundum á hausinn á mér sem eins konar tilraunastöð fyrir hugmyndir þannig að ég á til að skipta um skoðun í málum og vera ósamkvæmur sjálfum mér. En að þessu leyti er ég bara eins og almenningur. Almenningur veit stundum ekki sitt rjúkandi ráð og ég veit það stundum ekki heldur." Þú ert einstaka sinnum sakaður um að vera ofvœgur við viðmœlend- ur þína, eins og til dœmis Kjartan Gunnarsson á dögunum. Hvað seg- irðu við því? „Ég er ekki alltof trúaður á þá aðferð að maður eigi að djöflast í viðmælendum sínum. Maður á að sýna þeim virðingu og skilning. Það er reyndar öðruvísi með kjörna fulltrúa sem eru sífellt í viðtölum. Kjartan er ekki kjörinn fulltrúi og birtist sjaldan í fjölmiðlum. Mig langaði til að sýna manninn eins og hann er og hvað honum finnst en ekki dvelja lengi við að reka of- an í hann einhver smáatriði, sem mér myndi sennilega ekki takast, bara til að geta síðan hreykt mér 99...................... „Ég sveiflast nokkuð frá hægrí og vinstrí. Nú er ég til dæmis í nettri hægri sveiflu. Fyrir svona þremur árum var ég hins vegar í vinstri sveiflu." eins og hani á hól og sagt: Sjáið þið hvernig ég tók hann drengir!" Lélegur leikmaður i liði Hver er þín draumaríkisstjórn? „í pistli eftir þýsku kosningarnar setti ég fram kenningu um það að ef stór samsteypustjórn yrði mynd- uð í Þýskalandi þá myndi það að vissu leyti vera fyrirmynd fyrir pól- itíkina hér á landi um að mynda stjórn Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks. Ef Framsókn heldur áfram að vera í vandræðum þá þarf Sjálf- stæðisflokkurinn að leita sér að samstarfsflokki og hlýtur að horfa til Samfylkingarinnar. Sjálfstæðis- flokkurinn er í sterkri stöðu eftir landsfundinn. Davíð var orðinn fylgisfæla en ég hef hins vegar ekki heyrt nokkurn mann tala illa um Geir Haarde. Ég held að hann muni höfða mjög grimmt inn á miðjuna og taka fylgi frá Samfylkingunni. Eftir uppstokkun er ráðherralið Sjálfstæðisflokksins vel skipað. Þorgerður Katrín hefur mikinn kjörþokka og Einar Guðfinnsson og Árni Mathiesen eru vænstu menn og öfgalausir. Á meðan hef- ur Samfylkingin ekki náð sér upp á því að hafa kosið nýjan formann i vor. Stefna flokksins er óljós og mannskapur þeirra í þinginu er ekki nógu góður.“ Hvað segirðu um Baugsmálið og kenningar um að það sé eitt stórt pólitískt samsæri? „Vandinn er sá að umræðan hef- ur farið mjög marga hringi. Við höfum engar sannanir. Við höfum tengingar og það sem heitir „circ- umstancial evidence“ og meðan svo er þá er lítið byggjandi á sam- særiskenningum. Það getur vel verið að menn hafi verið að þrýsta á ríkislögreglustjóra að koma mál- inu áfram en við vitum það ekki fyrir víst. Mér finnst umræðan vera gengin sér til húðar og orðin ansi ljót. Menn eru að tala um að það sé vond lykt af andstæðingum sínum og jafnvel að þeir séu lýs. Ég er í þeirri einkennilegu að- stöðu að vinna á Baugsmiðlunum en þeir eiga mig ekki. Mér finnst mikilvægt að taka sjálfstæða af- stöðu. Ég er lélegur leikmaður i liði. Er aldrei í klúbbum eða klíkum. Ég er einfari.” Bolirnir til styrktar brjóstakrabbameinsrannsóknum eru komnir ......... qounq 1 I ___ O 1 C.'m.: A ■ Laugavegur 83 Sími 562 3244

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.