blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 46
46 I FÓLK LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER blaöiö SMÁ borgarinn BLAÐAMENN!!! Smáborgarinn er á því að blaðamenn séu ein sérkennilegasta stétt landsins. (þessa stétt hafa raðast í gegnum tíð- ina menn sem ættu að einbeita sér ein- hverju allt öðru en frjálsri og óháðri fjöl- j miðlun. Enda eru þeir langt í frá frjálsir og óháðir þó þeir sjálfir virðist standa í þeirri villutrú. Mjálmandi angurværð Smáborgaranum var algerlega nóg boðið þegar tveir .þekktir álitsgjafar* úr stéttinni voru fengnir til þess í Kast- Ijósinu á fimmtudaginn að gefa álit á innihaldi og tækninni í ræðu Davíðs. Alþekktir þólitískir flokkshundar munu ekki segja neitt annað en það sem áhorfandinn getur fullkomlega gef- ið sér. Það kom líka á daginn. Ólafur Teitur Guðnason mjálmaði angurvær um yndisleik Davíðs sem ræðumanns með hefðbundnum áherslum á hví- líku heljartaki karlinn hefði nú lyft í ís- lensku þjóðlífi en eftir hann ku liggja slíkur afrekalisti að annað eins hefur ekki heyrst síðan Grettir sterki var og hét. Smáborgarinn kímdi yfir mollu- legum ofleiknum og hugsaði með sér að ÓlafurTeitur hefði alltént verið það skynsamur að fara ekki í leiklistina. Upphrópanir og yfirkeyrsla Ekki tók betra við þegar Karl Th. Birgis- . son hóf upp sína yfirdrifnu varnarraust og dró augað í pung til að leggja áherslu á andstyggð sína. Vissulega eru leikhæfileikar Karls meiri ef litið er j til þjóðlegra áherslna, eins og pung- . dráttar, en köflótta skyrtan a la Bónus 1 var fullkomlega yfir strikið og í hróp- ; andi andstöðu við málflutninginn. Eft- ir áralanga reynslu af stjórnmálavafstri ætti Karli að vera Ijóst að þegar and- stæðingurinn hleypur á langstökki yfir strikið þá sér hann sjálfur um að fella sig. Upphrópanir andstæðinganna í skálmaldarstíl gera ekki annað en að afla samúðar með liggjandi manni. Dilkar og slátranir [ ofanálag sitja tveir spyrlar Kastljóss- þáttarins og fjargviðrast yfir lágkúru- legum flokkadráttum þar sem menn eru dregnir í dilka líkt og fé á leið til slátrunar. Til hvers voru þau þá að kalla til sín alkunna flokkshunda til að leggja mat á málin? Gátu Eyrún og Þór- hallur ekki sagt sér það fyrirfram hver viðbrögð Ólafs Teits og Karls Th. yrðu? Smáborgaranum hefði krossbrugðið ef þau hefðu verið einhver önnur en flokksþólitísk að fenginni reynslu. En það hefði þó verið léttir því Smáborg- aranum hundleiðist fyrirsjáanleikinn en á svo sem ekki von á neinu öðru. ■ Af netinu Sigurjón Þórðarson, alþingismaður ,í umræðunni um ræðuna varð ein- um að orði: Er þessi maður virkilega að verða seðlabankastjóri? Hvað ætli bankamenn segi um málið? Ég reikna ekki fyrirfram með að bankamenn lýsi miklum áhyggjum opinberlega af þessari ráðningu en skynsamir menn hljóta að hafa þær engu að síður.“ http://www.althingi.is/sigurjon/ Emilía Sjöfn Kristinsdóttir: .Madeline Albright, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Bandaríkj- anna sagði eitt sinn að það hlyti að vera sérstakur staður í Helvíti þar sem konur sem ekki styddu konur dveldu. Þetta eru harkaleg orð en umhugsunarverð engu að síður.“ http://www.tikin.is/ HVAÐ FINNST ÞÉR? Hvaðfinnstþér um landsfund Sjálfstceðismannafram að þessu? Steingrímur J. Sigfússon Ég hef nú alveg haldið ró minni yfir honum. Þetta er auðvitað fjöldasamkoma og menn verða náttúrulega að hafa það í huga að á svona samkomum þá pepp- ast menn svolítið upp og eru dálítið að tala fyrir salinn. Dálítið að tala fyr- ir klappið. Það var augljóst mál að Davíð var allavega pínulítið að gera það í ræðu sinni. Hann var að brýna sitt lið í það að slaka ekkert á þeirri herskáu línu sem hann hefur haldið uppi í gegnum tíðina í ýmsum málum. Þetta var hans síðasta stóra sýning fyrir framan sinn áhorfendahóp. Að þvi leyti eru þetta kannski meiri skrautsýningar- og stemmningaratburðir en eiginlegir fundir með skoðanaskiptum og rökræðum. Það er þá frekar í einhverjum starfshópum þegar að fjöldinn er kominn niður í það að menn geti eitthvað talað saman að eitthvað slíkt eigi sér stað, en 1200 manns hafa ekki langan ræðutíma á svona fundum ef að allir ætla að leggja eitthvað af mörkum. Mamma kjaftar frá nýjum Bond Mamma Daniel Craig segir að hann verði krýndur nýr James Bond. Carol Blond, mamma Daniels, lak þessum fréttum á undan öllum opinberum fréttatilkynningum. Hún sagði: „Við erum í skýjunum. Þetta kom upp á mjög góðum tíma í ferli hans. Hann hefur unnið hörðum höndum alla ævi og þetta verður hans stærsta hlutverk til þessa.“ Carol segir að hinn 37 ára Daniel eigi í engum erfiðleikum með að vera eftirmaður Pierce Brosnan. HEYRST HEFUR... Tímarit-^™*«*«“^""TI in Hér | § \ T| og nú og f-.- Sirkus, sem koma út undir merkjum 365 prentmiðla, hófu bæði göngu sína á þessu ári. Bæði blöðin voru sjálfstæð, með sinn eigin ritstjóra, en nú hafa þau bæði verið sett í yfirumsjón ritstjóra DV, Mikaels Torfasonar. Rit- stjóri Hér og nú var Garðar Úlfarsson, sem áður var á DV og ritstjóri Sirkus var Sigtrygg- ur Magnason sem áður var hjá dægurmálaútvarpi Rásar 2. Garðar hefur nú snúið aftur til DV og Sigtryggur hafið störf á Fréttablaðinu. Hér og nú kemur þó óbreytt út þrátt fyrir að hafa misst ritstjóra sinn en Sirkus mun hins vegar verða ókeypis fylgiblað með DV á föstudögum framvegis. Athygli vek- ur að knatt- spyrnuforystan skuli leita til Eyj- ólfs Sverrissonar sem næsta lands- liðsþjálfara eftir að Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson voru látnir taka pokana sína. Flestir hefðu talið að reynslumeiri þjálf- ari yrði fyrir valinu en Eyjólfur hefur aldrei þjálfað svo mikið sem meistaraflokkslið karla i knattspyrnu. Hann hefur hins vegar náð góðum árangri með landslið karla undir 21 árs en margir spyrja hvort það sé nægi- legur grunnur fyrir verðandi landsliðsþjálfara. Margir töldu að leitað yrði út fyrir landstein- ana með næsta þjálfara... [0 r g u n - b 1 a ð s - menn hafa verið að leita að nýj- um fjárfestum og hefur Við- skiptablaðið eftir heimildum sín- um að Straumur-Burðarás fjár- festingábanki sé annar tveggja nýrra hluthafa sem komi inn í Árvak. Sagt er að 30-35% hluta- fjár hafi verið til sölu. Ekki er vitað hver hinn fjárfestirinn er en það er Útgáfufélagið Valtýr, sem er eignarhaldsfélag Huldu Valtýsdóttur og fjölskyldu, og H. Ben fjölskyldan sem mun selja hluta af bréfum sínum. Engar fregnir hafa borist af kaupverði en mörgum leikur forvitni á að vita hvert markaðsvirði þessa fornfræga risa íslenskrar blaða- útgáfu er í dag... Aðstand- e n d u r Gauks á Stöng eruekkiánægð- ir með Pál Óskar Hjálm- týsson þessa dagana vegna auglýsingar Idol sjónvarpsþáttanna. Þar seg- ir Páll Óskar að honum þyki ung kona syngja mjög vel en að hann sjái hana fyrir sér á Gauknum í framtíðinni og er greinilegt að Palli hefur ekki mikið álit á skemmtistaðnum. Það sem fer helst í aðstandend- ur þessa rótgróna skemmti- staðar er að Páll óskar, sem er einn vinsælasti plötusnúður landsins, treður aðallega upp á stað samkeppnisaðilans, Nasa, en þeim þykir hann nota Idol vettvanginn til þess að skíta út þeirra ágæta stað. Það vita líka flestir að í tónlistarbransanum eru yfirgnæfandi líkur á því að koma einhvern tíma fram á Gauknum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.