blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 9

blaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 9
blaðið LAUGARDAGUR 15 OKTÓBER 2005 hi9 Neyðarfundur vegna fuglaflensu Sérfræðingar á vegum Evrópusam- bandsins hittust á neyðarfundi í gær til að ræða mögulegar aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu fugla- flensu. í dag er von á niðurstöðum rannsókna á því hvort það afbrigði fuglaflensu sem fannst í fuglum í Rúmeníu er hið banvæna HsNi-af- brigði sem greindist í alifuglum í Tyrklandi. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin segir að miklar líkur séu á að um það afbrigði sé að ræða. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur bannað innflutning á lifandi fuglum og alifuglaafurðum frá Rúm- eníu og Tyrklandi. í báðum löndun- um hafa svæðin þar sem fuglaflens- an hefur greinst verið í grennd við svæði þar sem farfuglar halda sig. Sérfræðingar Evrópusambands- ins í dýrasjúkdómum sem funda nú í Brussel í Belgíu munu reyna að finna leiðir til að draga úr líkum á því að villtir fuglar komist í snert- ingu við alifugla á þeim svæðum þar sem hætta á smiti er talin vera mikil. Það gæti falið í sér skipanir um að alifuglum verði haldið innandyra. Evrópuríki hvött til að era ráðstafanir öðrum fundi á vegum Evrópusam- bandsins munu sérfræðingar í fugla- flensu ræða sérstaklega hugsanlega hættu sem kann að stafa að mönnum sem komast í snertingu við farfugla. Dýralæknir býr sig undir aö farga alifugl- um í þorpinu Ceamurlia de jos í Rúmeníu. Þá verður málið einnig tekið fyrir á fundi utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins í næstu viku. Evrópuríki hafa verið hvött til að koma sér upp birgðum af bóluefni eftir að staðfest var að fuglaflensutilfelli sem greind- ist í Tyrklandi var af hinu banvæna H5N1- afbrigði. 1 höfuðborgum Tyrk- lands og Rúmeníu eru lyfjaverslanir orðnar uppiskroppa með lyf gegn flensu og hefur eftirspurnin aldrei verið meiri. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin vill draga úr ótta Alþjóðaheilbrigðisstofnunin í Genf hefur reynt að draga úr ótta fólks við sjúkdóminn og bent á að sam- kvæmt rannsóknum breiðist H5N1- afbrigðið ekki auðveldlega frá fugl- um til manna. Ekki hefur verið tilkynnt um sjúk- dómstilfelli í mönnum í Evrópu og mesta hættan á faraldri er enn í As- íu að mati sérfræðinga. Meira en 60 manns hafa látist úr sjúkdómnum síðan 2003. í Tyrklandi voru níu manns send- ir til rannsóknar eftir að um fjörtíu dúfur í eigu þeirra höfðu drepist á tveimur vikum. Ekki var ljóst hvort fuglarnir hefðu drepist úr fugla- flensu en heilbrigðisyfirvöld vildu vera við öllu búin. ■ Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum meira Eitthvað öðmvísi. Eitthvað sem veitir manni orku til að takast á við daginn á bragðgóðan hátt. Bondevik lætur af embætti Kjell Magne Bondevik lét í gær af embætti forsætisráðherra Noregs og lauk þar með stjórnmálaferli hans sem staðið hefur í um fjóra ára- tugi. „Það er gott að geta hætt með því að leggja fram svona góð fjárlög og skilja við efnahagsmálin í svona góðu ástandi," sagði Bondevik i sam- tali við netsíðu norska dagblaðsins Aftenposten þegar hann gekk út úr þinghúsinu í gær með stóran blóm- vönd í fangi. Kristilegir demókrat- ar, flokkur Bondeviks, tapaði fyrir Verkamannaflokknum með Jens Stoltenberg í fararbroddi í þingkosn- ingum í landinu þann 12. september síðastliðinn. Stoltenberg mun leiða næstu ríkisstjórn landsins og hyggst kynna hinu nýju stjórn á mánudag. Kjell Magne Bondevik tilkynnir norska stórþinginu afsögn sina sem forsætisráð- herra landsins í gær. Bondevik gekk á fund Haraldar V. Noregskonungs í gær og baðst form- lega lausnar frá embætti sinu eins og lög kveða á um. ■ Aðgerðir gegn hryðjuverkum íHollandi: Lögregla handtekur sjö menn Lögregla í Hollandi handtók sjö menn í gær vegna gruns um að þeir hefðu í hyggju að fremja hryðjuverk í landinu. Meðal þeirra sem voru handteknir í aðgerð- unum var Samir Azzouz, 19 ára Hollendingur af marokósku bergi brotinn, sem var sýknaður af kær- um um hryðjuverk fyrr á árinu. Sérsveit lögreglunnar lokaði inngöngum að þinghúsinu og upplýsingaskrifstofu ríkisstjórn- arinnar í tengslum við aðgerðina. Azzouz var að reyna að verða sér úti um sjálfvirk vopn og sprengiefni sem lögregluyfir- völd telja að ætlað hafi verið að nota í árásum á stjórnmála- menn og stjórnsýslubyggingu. Á fimmtudag greindu íjölmiðl- ar frá því að þingmönnunum Ayaan Hirsi Ali og Geert Wilders hefðu borist nýjar hótanir en báðir eru þeir yfirlýstir andstæð- ingar íslamskrar öfgastefnu. Mennirnir tveir fóru í felur í fáeina mánuði eftir að hollenski kvikmyndagerðarmaðurinn Theo van Gogh var drepinn á götu í Amsterdam í fyrra. Hinir handteknu eru á aldrinum 18 til 30 ára og greip lögregla þá í Haag, Amsterdam og Almere. Þeir verða færðir fyrir rannsóknardómara á mánudag. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.