blaðið - 11.11.2005, Side 2
2 I INWLEWDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ
SUSHI
OPNAR1. DESEMBER
[LÆKJARGATA]
Héraðsdómur:
Lögbanns-
krafa tekin
fyrir í gær
Lögbannskrafa Jónínu Bene-
diktsdóttur á fréttaflutning
Fréttablaðsins var tekin fyrir
í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gærmorgun. Jónína fór fram á
lögbann á birtingu tölvupósts
úr hennar fórum sem Frétta-
blaðið komst yfir. Sýslumaður
féllst á kröfuna og búist er við
að aðalmeðferð í málinu heíjist
í héraðsdómi 29. nóvember
nk.. Jónína fer fram á að henni
verði borgaðar skaðabætur
vegna birtingar blaðsins á tölvu-
bréfunum ásamt því að Kári
Jónasson, ritstjóri Fréttablaðs-
ins, verði dæmdur til refsingar.
íbúðalánasjóður
Útlán
aukast
JJtlán fbúðalánasjóðs jukust
um 39% í október miðað við
sama mánuð í fyrra. Þetta
kemur fram í mánaðarskýrslu
sjóðsins fýrir októbermánuð
sem birt var í gær. Þar segir að
heildarútlán sjóðsins í október
námu 6,3 milljörðum en þar
af voru tæplega 6 milljarðar
sem tilheyrðu almennum
útlánum og ríflega 300 millj-
ónir sem tilheyrðu leiguíbúða-
lánum. Sjóðurinn áætlar að
heildarútlán fýrir árið 2005
muni dragast saman um 2,4
milljarða og vera alls 72,6
milljarðar. Færri lánaumsóknir
og minni spenna á fasteigna-
markaði eru talin vera helstu
ástæður fyrir samdrættinum.
Rannsóknir á erfðatengdum
hjartaáföllum vekja athygli vestra
Niðurstöður rannsókna íslenskrar erfðagreiningar leiða í Ijós erfðabreytileika sem stóreyk-
ur líkur á hjartaáfalli í bandarískum svertingjum.
Bandaríska vísindatímaritið Nat-
ure Genetics birti í gær grein eftir
vísindamenn og samstarfsaðila ís-
lenskrar erfðagreiningar þar sem
lýst er uppgötvun á erfðabreyti-
leika sem tengist auknum lfkum
á hjartaáföllum. Sérstaklega vekur
athygli að þó þessi breytileiki sé
frekar fátíður meðal bandarískra
svertingja eykur hann líkur á
hjartaáfalli um 250% meðal þeirra,
sem hann bera.
Að sögn Kára Stefánssonar, for-
stjóra íslenskrar erfðagreining-
ar, getur þessi uppgötvun valdið
straumhvörfum í meðhöndlun
þeirra í heilbrigðiskerfinu. Gera
má ráð fyrir að með þessari nýju
vitneskju megi lengja líf þeirra,
sem hafa umræddan erfðabreyti-
leika, og bæta lífsgæði þeirra.
„Ég er að fara til Dallas að flytja
fyrirlestur á ársfundi bandarísku
hjartasamtakanna og eitt af því,
sem við komum til með að gera,
er að hitta fulltrúa félags svartra
hjartalækna, sem hafa mikinn
áhuga á þessu og vilja endilega
stuðla að því að það verði gerð
sérstök lyfjarannsókn á þessum
áhættuhópi.“
Uppgötvunin byggir á rannsókn-
um sem gerðar voru með þátttöku
íslenskra hjartasjúklinga en niður-
stöðurnar voru síðan staðfestar í
þremur sjúklingahópum í Banda-
ríkjunum.
Niðurstöðurrannsóknannasýna
að þessi breytileiki er algengur
meðal íslendinga og hvítra Banda-
ríkjamanna og tengist hjá þeim
tiltölulega lítið aukinni hættu á
hjartaáföllum. Þessi sami breyti-
leiki er hins vegar mun sjaldgæfari
meðal svartra Bandaríkjamanna
en tengist meira en 250% auknum
Kári Stefánsson, forstjóri (slenskrar erfða-
greiningar.
líkum á sjúkdómnum hjá þeim.
Athyglisvert er að hann finnst ekki
meðal íbúa Vestur-Afríku, þannig
Fólksfjöldi:
Landsbyggðin sækir í sig veðrið
Fleiri einstaklingar flytja af höfuðborgarsvœðinu út á land. Alls
hafa um 2.000 útlendingarflutt til landsinsþað sem afer ári.
Gert er ráð fyrir að íslendingum
fjölgi meira en gerst hefur í allmörg
ár og er ástæðunnar helst að leita í
miklum fjölda útlendinga sem flytja
hingað til lands. Þetta kemur fram í
tölum sem Hagstofan hefur látið fjár-
málaráðuneytinu í té og voru birtar
í vefriti ráðuney tisins í gær. Þar kem-
ur fram að um 2.800 manns höfðu
flutt til höfuðborgarsvæðisins frá
útlöndum á fyrstu mánuðum ársins.
Á sama tímabili höfðu 900 einstak-
lingar flutt frá útlöndum til Austur-
lands.
„Þótt reiknað sé með því að mjög
hátt hlutfall þeirra sem hingað koma
til að vinna við stórframkvæmdirn-
ar flytji aftur burt að þeim loknum,
og raunar séu töluverð mannaskipti
meðan á þeim stendur, þá á þetta
við í mun minna mæli hjá þeim sem
flytja á önnur landsvæði. Því má
reikna með að hlutur erlendra ríkis-
borgara meðal landsmanna fari enn
vaxandi," segir í vefritinu.
Margir kjósa Suðurnesin
Þegar rætt hefur verið um íbúaþró-
BlaÖiÖ/Gúndi
www. MADE IN ICELAND .is
un hér á landi undanfarin ár hefur
sífellt verið talað um flótta íbúa af
landsbyggðinni til höfuðborgarinn-
ar. Þessi þróun hefur hins vegar
snúist við. „Enda þótt höfuðborgar-
svæðið hafi tekið á móti rúmlega
3.100 manns af landsbyggðinni á
fyrstu níu mánuðum ársins eru þeir
þó fleiri sem flytja af því svæði út
á land og munar þar nokkuð á ann-
að hundrað manns. Þetta er mikil
breyting frá því sem var á árum áð-
ur þegar mikill straumur fólks var
af landsbyggðinni suður,“ segir um
málið í í vefritinu. Mesti umsnún-
ingurinn hefur orðið á Suðurnesj-
um, en það svæði hefur fengið til sín
350 manns umfram brottflutta frá
höfuðborgarsvæðinu á þessu ári. í
ákveðnum landshlutum hefur hin
gamla íbúaþróun þó enn ekki náð
að snúast við.
að ætla má að hann sé til kominn
vegna kynblöndunar vestanhafs á
undanförnum 300 árum.
„Við erum nú að vinna að undir-
búningi að þriðja og síðasta fasa
prófana á lyfi sem ætlað er að
minnka hættu á hjartaáföllum,
með því að hafa áhrif á þetta líf-
fræðilega ferli sem erfðafræðin hef-
ur sagt okkur að gegni mikilvægu
hlutverki í sjúkdómnum. Ef við
nýtum okkur þessar niðurstöður
við hönnun lyfjaprófana, er mögu-
legt að þessi uppgötvun muni
mjög fljótlega skila sér í bættum
hag hjartasjúklinga," segir Kári
og bætir við að einnig sé verið að
athuga hvernig megi nota þessar
niðurstöður til að þróa greining-
arpróf, sem væri sérstaklega ætlað
þessum áhættuhópi. ■
Dómsmál:
Breyttur
lífsstíll mild-
aði dóm
Tæplega þrítugur karlmaður
var í Héraðsdómi Reykjavíkur
í gær dæmdur í 18 mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir
fjölmörg afbrot sem hann
framdi árið 2004. Maðurinn
braust meðal annars inn í
fyrirtæki, verslanir og bíla og
stal þar ýmsu smálegu. Enn-
fremur reyndi maðurinn ásamt
félaga sínum að nota stolið
greiðslukort í verslun 10-11.
I dómnum kemur fram að
maðurinn hafi verið í ýmiss
konar óreglu þegar brotin áttu
sér stað. Hins vegar sé hann nú
fluttur út á land þar sem hann
hefur búið undanfarna mánuði
með það að markmiði að
„vinna sig út úr þeim vítahring
er hann var í“, eins og segir í
dómsorði. Segir ennfremur í
dómnum að maðurinn hafi
náð þessu takmarki. Með
hliðsjón af því var ákveðið
að gefa hinum ákærða færi
á skilorðsbundnum dómi.
Manninum var ennfremur
gert að greiða rúmlega 6.000
króna sekt til 10-11 og mál-
svarnarlaun verjanda síns
upp á tæpar 200.000 krónur.
SKY+ Pace móttakari,
með 40 GB hörðum diski.
Tvöfaldur 0,3 db LNB nemi.
85 cm Penta stáldiskur.
Hægt er að taka upp allt að
25 klukkutíma efni.
79.900 kr. J^eÍCO
Skútuvogi 6, 104 Reykjavík Slmi 570 4700 Fax 570 4 701 eíco@eico.is www.eico.is
0 Heiðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjaö @ Alskýjað
Rigning, litilsháttar v/s Rigning ^f) Súld
c*
Snjókoma
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chlcago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
12
17
10
03
10
11
06
11
14
14
19
-01
05
16
05
11
07
07
11
17
13
12
•r
fi
/>
%
>//
Veðurtiorfur í dag kl: 18.00
Veðursíminn
Byggt á upplýaingum Irá Vaðuretofu fslandi
5 5
o°
Slydda 'JJ Snjóél ^j
Skúr
tP
o
*
*
*
-r
tP
Á morgun
*
*
*
2°