blaðið - 11.11.2005, Page 24
24 I TÍSKA
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö
Árleg tískusýning í New York
Kjólar og
írakkar úr súkkulaði
Þann 8. nóvember síðastliðinn var haldin glæsileg en óvenjuleg tískusýning í New
York. Tískusýningin var óvenjuleg fyrir þær sakir að þetta var súkkulaðisýning
en hún er haldin ár hvert. Súkkulaðisýningin tengir saman helstu tískuhönnuði
iðnaðarins og meistarakokka til að skapa tísku sem örvar öll skilningarvit. Á sýn-
ingunni mátti sjá allt frá brúðarkjólum til herrafrakka, allt þakið súkkulaði. Sumir
hönnuðir notuðu súkkulaði sem skraut en aðrir bjuggu til flíkur úr súkkulaði. Sýn-
ingin var til styrktar alnæmissamtökum tískunnar hið vestra og á henni sýndu til
dæmis topphönnuðirnir Austin Scarlett, Victor de Souza og Holly Kristen.
hÉÉÉiÉÉÉAÉÉftÉAÉÉÉÍÉAÍ
: Leöurhanskar :
Vandaðir
leöurhanskar
í flestum litum
Á aðeins kr.1990,-
Allt Smart
Laugavegi 46
Sóni: 551-1040.
svanhvit@vbl.is
Ótrúlega flott pils úr hvítu súkkulaöi og
taska í stíl.
Súkkulaðisætur töffari í jakka úrsúkku-
laði, efni og leðri.
Þessi fallegi kjóll er að mestu gerður úr súkkulaði.
Snyrtilegur súkkulaðikjóll sem hægt væri
að gæða sér á.
Höfuðfat og kjóll úr súkkulaði, nammi
namm.