blaðið - 11.11.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 11.11.2005, Blaðsíða 26
26 I HELGIN FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö ggurinn Hjá Aurum, Bankastræti 4, er verk- efni í gangi sem kallast Veggurinn. Þar er ungum listamönnum boðið að koma sér á framfæri á mjög ein- faldan máta. Listamennirnir koma fram með 1-4 myndir (fer eftir stærð) í tvær vikur í senn. Er þetta hugsað sem sýnishorn af því sem þeir bjóða upp á og einblínt er á að ekkert mál sé að búa til eða sýna fyrstu mynd. Oft er erfitt fyrir unga myndlistar- menn að fá að sýna í galleríum og fylgir því mikill tilkostnaður, þ.e. að vinna myndir fyrir heila sýningu og borga fyrir galleríið. Aurum býður myndlistarmönnum sínum þetta að kostnaðarlausu. Lögð er mikil áhersla á að hafa fjölbreytni í verkunum sem sýnd verða. Til að mynda verður dagskráin fram að jólum með olíu- málverk, ljósmyndir, silkiþrykk og grafitíverk svo eitthvað sé nefnt. Verkin eru hengd upp á föstu- dagskvöldum um sjö leytið. Þessa dagana eru verk eftir Davíð Young og Guðrún Halldórsdóttir, leirlista- kona, gerði verk sem prýða glugg- ann. BlaöMMi Bm meira fyrir erm minna Veklu Qtroen Beiiingovsan Einstök tilboð á Berlingo Van núna í nóvember. Meiri útbúnaður í bíl en áður. Meiri en hjá keppinautunum. Ailt innifalið - ekkert vesen. Lægra leiguverð en áður. Hámarkaðu hagkvæmnina. Komdu í Brimborg. Fellanlegt farþegasæti með borði og geymslurými. Topplúga með fellanlegri þverslá. Fullt verð með vsk. Tilboðsverð meðvsk. Tilboðsverð én vsk Rekstrareiga meðvsk. Rekstrareiga ánvsk. Van verðlisti:* SeÉa 372 1,4i (bensin) 75 hö. 2.0 Hdi (dfsil) 90 hö. 300 il 1.419.000 kr. 1.589.000 kr. 200 '2.11 1.319.000 kr. 1.489.000 kr. 100 B|||| 1.059.000 kr. 1.196.000 kr. 0 Sllll 25.485 kr. 28.548 kr. 20.469 kr. 22.930 kr. Þú færð melra fyrir mlnna í Berlingo: •Toppluga með fellanlegri þverslá *Burðargeta 800 kg •Þrjúþúsund lítra galopnanlegt flutningsrými •Fellanlegtfarþegasæti með borði og geymslurými •Hitiísætum •Fjarstýrðsamlæsing •Fjarstýrð hljómtæki með geislaspilara -Rafknúninn spegill farþegamegin •Rafknúnarrúður -Há sætisstaöa, gott útsýni •Breiðogþægilegsæti, góðhvíld •Hillafyrirofan bílstjóra •Fjöldigeymsluhólfa •Hleðsluhurðáhvorrihlið •180° opnun á tvöfaldri afturhurð -Létt vökvastýri með hraðaþyngíngu. Sffellt fleiri Islendingarvelja Citroen. Sérstök hönnun, framúrskarandi tækni og mikil eftirspurn á endursölumarkaði tryggja gæði og hagkvæmni Citroén. Skoðaðu súlumyndina hér til vinstri og þú sérð að fleiri og fleiri (slendingar velja Citroen. Komdu 1 Brímborg. upplifðu franska hönnun. Skoðaðu Citroen - ekta franskan munað. brimborg Öruggur stadur til ad vera á Brimborg Reykjawik: Bíldshötda 6. sími 515 7000 5, sími 462 2700 j Brimhorg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími 422 7500 | www.citroen.is U CITROÉN >orgar er veruleiki. Bllaframleiðendur og orðið kröfur Brimborgar um lægsta verð sem velja Citroén. kynntu þérgreiðslukiörin. Brimborgar. komdu á öruggan stað. Veldu Citroén. Við staögreiöum gamla bílinn veljir þú bíl frá Brimborg.* * Brimbora og Citroen áskilia sérrétttilað breyta veröi og búnaöi án fvrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. teiga er nek sem eru haoar gengi erienara mynta og vðxtum þeirra. * Smur- og þjónustueftirlit samkvæmt ferli framleiðanda og Brimbc " Staögreitt 45 dögum eftir afhendingu nýja bilsins. Nánari upplvsingar veita sölui germiðuðviðmán; ir er innitalið i leigugreiðslu og allt; ' 'irBrimboraar. ireíðslurl36mánuði 1.000 km. aksturáári. Tvcerfrábœrar sýningar í Iðnó Éff er min eiffin kona Hvað er betra nú þegar veturinn hefur gengið i garð en að skella sér í leikhús. í Iðnó standa yfir sýningar á verki sem vel er við hæfi að mæla með og heitir Ég er mín eigin kona og hefur hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda. Höfundur verksins er Doug Wright og er hann jafnframt ein af aðalpersónum verksins en alls birtast á sviðinu 35 persónur, allar leiknar af Hilmi Snæ. Leik- stjóri sýningarinnar er Stefán Bald- ursson og er þetta fyrsta sýningin sem nýtt leikhús þeirrá Stefáns og Hilmis, leikhúsið Skámáni, stendur fyrir. Sýningin er unnin í samvinnu við Menningar-og listastofnun Kor- máks og Skjaldar og verður sýnd í Iðnó fram eftir hausti. Leikritið byggir á sannsögulegum atburðum og er aðalpersónan hin þýska Charl- otte von Mahlsdorf sem fæddist drengur en ákvað að lifa lífi sinu sem kona. Vegna mikillar aðsóknar hefur aukasýningum verið bætt við en uppselt hefur verið á sýningarnar frá upphafi. Sýningarnar verða dag- lega um helgina klukkan 20:00 Gestur - Síðasta máltíðin Fyrir þá sem hafa áhuga á söng er ráð að skella sér á óperettuna Gestur - Síðasta máltíðin sem Þröst- ur Guðbjartsson leikstýrir. Söng- farsinn Gestur - Síðasta máltíðin er ný íslensk „hinsegin” óperetta/ leikverk með söngvum. Verkið fjall- ar um þá Lauga og Óliver sem eru samkynhneigð hjón í Grafarholtinu og nýja nágrannann þeirra, atvinnu- flugmanninn og sjarmatröllið Gest. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt verk af þessu tagi er frumsýnt hér- lendis og því stórmerkilegur við- burður í íslensku menningarlífi. Tónlistin er ákaflega vönduð og áheyrileg og spannar fjölmargar stilgerðir vestrænnar tónlistar. Eina stundina er hún létt og fjörug í ætt við Mozart og aðra stundina er hún hádramatísk og rómantísk. En alltaf er léttur undirtónn. Leiktextinn er farsakenndur og meinfyndinn og hann, ásamt tónlistinni, myndar stórskemmtilegt verk sem hlotið hef- ur frábæra dóma. Verkið er sýnt á laugardaginn klukkan. 17:00. Gjafabréf í Iðnó Þess má geta þar sem senn líður að jólum að Iðnó býður upp á gjafabréf þar sem hægt er að fá opinn miða á 2.700 krónur. Hægt er að kaupa miða annað hvort á ákveðna sýningu eða opinn leikhúsmiða þar sem viðkom- andi getur valið. Þá er hægt að hafa innifalinn kvöldverð annað hvort fyrir vissa upphæð eða leikhúskvöld- verð sem kostar 6.500 á mann fyrir leikhús og máltíð. Gjafabréfin eru fallega skreytt. g Fyrirlestraröðinni „Veit efnið af andanum?“ lýkur með hvelli Háfrœðileg og ofurhversdagsleg hugtök rœdd i þaula Á laugardag flytur Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur, lokafyrir- lestur fyrirlestraraðarinnar „Veit efnið af andanum? Af manni og með- : Vandaöir : (eðurhanskar : / flestum iitum : Á aöeins kr.1990,- Aift Smart Laugavegi 46 Sóni: 551-1040. vitund“, sem staðið hefur yfir frá því í byrjun október. Ólafur Páll er lektor við KHÍ og PhD í heimspeki frá MIT háskóla í Boston. Fyrirlest- ur Ólafs nefnist Efni og andi og mun hann fjalla um meðvitundarhug- takið og hvernig umræða um þetta efni, sem er í senn háfræðilegt og ofurhversdagslegt, getur átt sér stað milli jafnfjölbreyttra fræðigreina og heimspeki, sálfræði og tölvunar- fræði. Eftir fyrirlesturinn verður efnt til pallborðsumræðu þar sem fyr- irlesarar síðustu vikna mætast og ræddar verða ýmsar spurningar sem komið hafa upp í fyrri fyrir- lestrum. Þátttakendur verða, auk Ólafs Páls, Kamilla Rún Jóhanns- dóttir, hugfræðingur, Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir, Kristinn R. Þór- isson, gervigreindarfræðingur, og Björn Þorsteinsson, heimspekingur. Fer fyrirlesturinn fram í stofu 101 í Odda og hefst klukkan 14, en pall- borðsumræður hefjast klukkustund síðar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. haukur@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.