blaðið - 11.11.2005, Side 28
28 I MENNING
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöið
Nýr glœpa-
sagnahöfundur
Unnendur glæpasagna ættu að
skemmta sér konunglega yfir Kross-
tré eftir Jón Hall Stefánsson. Þetta
er fyrsta skáldsaga Jón Halls, en
bókaforlag hans Bjartur fullyrðir að
hann sé krónprins íslensku glæpa-
sögunnar.
„Það var bróðir minn, Hermann
Stefánsson, sem kom mér á sporið.
Hann tók þátt í glæpasagnasam-
keppni Hins íslenska glæpafélags og
Grand Rokks árið 2004 og lét mig
lesa yfir fyrir sig sögu. Ég komst að
því að þrenn peningaverðlaun væru
í boði svo ég samdi sögu fyrir keppn-
ina og var svo heppinn að vinna
fyrstu verðlaun. Þannig að ég leidd-
ist út í glæpasagnagerð í von um pen-
inga,“ segir Jón Hallur. Hann sýndi
svo útgáfustjóra sínum Snæbirni
Arngrímssyni handrit að skáldsögu
sem hann var með í smíðum. „Hann
gerði mér tilboð sem ég gat ekki
hafnað og gerði mig út sem glæpa-
sagnahöfund," segir Jón Hallur.
Krosstré er áberandi vel skrifuð
glæpasaga með sterkri persónu-
sköpun. „Ég hef tvisvar unnið að
hljóðmyndum með Stefáni Jónssyni.
Hann er ekki feiminn við að keyra
persónur sínar þjösnalega í botn í
myrkri og draga þær svo aðeins til
baka til að gera þær mannlegar. Það
er fallegt hvernig hann gerir það og
ég hef sennilega orðið fyrir áhrif-
um af þessu,“ segir Jón Hallur. „Ég
spann þessa sögu mjög mikið hvað
persónurnar varðar. Ég hef aldrei
alveg trúað því þegar rithöfundar
segja að persónur hafi tekið af þeim
völdin en upplifði það svo að allt í
einu voru persónur í bókinni farnar
að segja eitthvað sem ég átti ekki
von á.“
í bókinni er kafli þar sem jap-
anskur leigumorðingi bjargar
barni. Sá kafli er að hluta til sóttur
í raunveruleika því fyrir nokkrum
árum bjargaði Jón Hallur barni frá
drukknun. Hann vill lítið ræða um
það atvik, segir einungis: „Ég lánaði
persónunni minninguna.“
Um framtíð sína sem glæpasagna-
höfundur segir Jón Hallur: „Útgef-
andinn spyr hvað ég komi með næst.
Ég sé til.“
Jón Hallur Stefánsson. Fyrsta skáldsaga
hans er mjög svo athyglisverð glæpasaga,
Krosstré.
Frumleiki 02 stílsnilld
★★★★★
Sjón • Argóarflísin • Bjartur 2005
Það getur verið viss ógæfa í lífi rit-
höfundar að hljóta verðlaun. Þess
eru dæmi að höfundi fallist hendur
og geti ekki fylgt verðlaunaverkinu
eftir á sannfærandi hátt. Þetta hef-
ur sannarlega ekki orðið hlutskipti
Sjóns. Nýjasta bók hans Argóar-
flísin er óvenju snjallt verk og feiki-
lega vel skrifað. Mér finnst satt að
segja meir til þess koma en Skugga-
Baldurs, því þótt ég hafi svo sem
ekki séð mikið að þeirri bók þá var
ég ekki í sömu hrifningarvímu og
margir aðrir við útkomu hennar.
í Argóarflísinni verða Keneifur,
einn af Argóarförum gríska kapp-
ans Jasonar, og íslendingurinn
Valdimar Haraldsson samskipa á
dönsku flutningaskipi árið 1949 og
frásögn bókarinnar skiptist milli
þeirra. Hin skemmtilega blekk-
ing er að samkvæmt tímatali og
skynsemissjónarmiðum ætti tilvist
Keneifs á sldpinu að vera útilokuð.
En þarna er hann nú samt og
segir ævintýralegar sögur eins og
ekkert sé sjálfsagðara en að hann
;
sé innan um 20. aldar
sjómenn. Og Valdimar
er ekkert sérstaklega
að velta þessu fyrir
sér, hann veitir því
mun meiri athygli
hvað er í matinn.
Frumlegar
hugmyndir, mikil
tilþrif í stíl og
skemmtileg
kímnigáfa Sjóns
eru lesandanum
sífellt gleðiefni
í
r
í Argóarflísinni. Ég finn engan
smíðagalla á þessari
bók. Mér er til efs
að ég eigi eftir að
lesa um þessijól
1 íslenskt skáldverk
sem mér finnst
jafn mikið til koma
og Argóarflísarin-
ar.En efþaðgerist
mun ég sannarlega
láta afþvívita.
kolbrun@vbl.is
Verk Kristins Hrafnssonar.
Nýjar
sýningar ,
1 Safni
Laugardaginn 12. nóvember, kl.
16.00 opna nýjar sýningar í Safni,
Laugavegi 37. Þar sýna Guðrún
Hrönn Ragnarsdóttir, Kristinn
Hrafnsson og Jón Laxdal.
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir
vinnur aðallega með innsetningar
sem sprottnar eru út frá hvers-
dagslegum hlutum og fábrotnu
umhverfi. Innsetningarnar eru
unnar fyrir rýmið þar sem þær
eru sýndar. Verkið sem Kristinn
sýnir í Safni heitir Stöðug óvissa.
Um verkið skrifar hann m.a.:
„Hugmyndin að gera verk um
stabílasta ástandið í lífinu og list-
inni, óvissuna, er gömul. Ég fann
henni þó ekki form fyrr en ég leit-
aði til baka og sá fyrir mér mynd
af setbekk undir suðurgafli á litlu
húsi í heimabæ mínum fyrir hart-
nær fjörutíu árum. Þar sátu gaml-
ir menn og ræddu málin. Húsið er
löngu horfið og mennirnir eflaust
líka. Þetta er þannig staður.
Vinur minn, Hreinn Friðfinns-
son, á þessa stöðugu rithönd og
kann ég honum bestu þakkir fyrir
tilskrifið.“
Verk Jóns Laxdals á sýningunni
eru úr röð álímdra hluta, tækja
og húsgagna. Áferð hlutanna er
prentsverta af síðum dagblaðanna
sem lengi hafa fylgt manninum.
Hér er um eins konar innsetn-
ingu að ræða, hugleiðingu um
mannsævi. Staldrað er við hugsun
vora og störf, tímann, lífið og dauð-
ann svo dæmi séu nefnd.
Heiti innsetningarinnar er „Til-
raun um mann”.