blaðið - 11.11.2005, Side 38
381 FÓLK
FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005 blaöiö
HVERMIG
HEFURÐU PAÐ?
Smáborgarinn var að velta því fyrir sár
um daginn hvað fólk er stundum falskt
og alltaf ífeluleik. Það eru eins og allir
séu svo hræddir við að upplýsa hvernig
þeim líður í raun og veru. Kannski vilja
aðrir heldur ekki vita það. Við keppumst
öll við að vera hamingjusöm, keppast
við náungann því okkur finnst sem allir
aðrir séu svo hamingjusamir, sem þeir
eru ekkert endilega. Þannig er það að
þegar við hittum gamla kunningja úti
á götu og þeir spyrja hvernig hefðurðu
það þá segjum við alltaf: „Ég hef það
mjög gott enda gengur mér allt í hag-
inn," eða eitthvað því um líkt. Sjálfur
býst maður við að fá svona svar og
sjálfur veit maður að aðrir vilja fá svona
svar. En þetta er svo yfirborðskennt og
leiðinlegt. Af hverju má Smáborgarinn
ekki segja frá því ef honum líður djöf-
ullega, þar sem allir finna einhvern
tímann fyrir þeirri tilfinningu. Eflaust
mundi viðmælanda bregða við ef hann
fengi einhvern tímann heiðarlegt svar
við „hvernig hefurðu það" spurningu.
„Veistu, ég hef það þara helvíti skítt. Kell-
ingin er að gera mig brjálaða, hún nöldr-
ar út í eitt og vill stunda kynlíf allan sól-
arhringinn. Krakkarnir eru sívælandi og
vinnan er hundleiðinleg. Satt að segja
er ég frekar þunglyndur þessa dagana."
Smáborgarinn getur rétt ímyndað
sér upplitið sem yrði á flestum ef þeir
fengju heiðarlegt svar en mikið asskoti
væri það nú skemmtilegt. Engin hræsni,
ekkert mont og ekkert snobb. Allir yrðu
bara á sama plani því við eigum öll við
okkar vandamál að stríða, við felum
það bara misvel. Allir rífast við maka
sína, verða pirraðirá krökkunum sínum,
þola ekki systkini sín og foreldra. Enn
fleiri eiga maka sem kúga þá, foreldra
og systkini sem eru háðir áfengi, börn
sem eru til vandræða og svo framvegis.
Enginn okkar lifir hinu fullkomna lífi
sem við öll þráum svo heitt. Hitt er ann-
að mál, hvernig fólk tekurá þeim vanda-
málum sem lífið þýður upp á. En væri
ekki töluvert auðveldara ef við yrðum
bara hreinskilin við fjölskyldu og vini?
Það er allt í lagi að segja að lífið sé ekki
fullkomið, svo lengi sem við bara mun-
um að það kemur nýr og bjartur dagur
eftir þennan.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Tala Brad og Jen saman?
Fólk hefur mikið verið að velta því fyrir sér hvort Jennifer Aniston og fyrrverandi eig-
inmaður hennar, Brad Pitt, tali saman. Eru þau enn vinir eða ríkir fjandskapur þeirra
á milli? Nú hefur Jen skýrt frá sannleikanum. „Tala ég við Brad? Já, það geri ég, við
tölum saman,“ sagði Jennifer í viðtali við spjallþáttakonuna Diane Sawyer.
Þegar þær voru svo að tala um skilnaði sem væru milli tannanna á fólki
svaraði Jennifer: „Gallinn við skilnaðinn okkar er hvað allt er ró-
legt og yfirvegað. Fólk vill að við séum í illu hræðilegu stríði
og að þetta sé grunnt og farsakennt, en svo er það bara
ekki.“ Enn hefur ekkert verið staðfest með ný sambönd
Brad og Jen en heyrst hefur að Brad sé með Angelinu
Jolie og Jen sé með Vince Vaughn.
Mér finnst þær vanhugsaðar og settar fram af þekkingarleysi. Mér finnst mál-
ið í heild vera vitleysa. Hann talar til dæmis um bann við veiðum á nóttunni
vegna tilkomu nætursjónauka. Að veiða gæsir með nætursjónaukum er algjör-
lega út í hött og eitthvað sem enginn gerir. Þetta er mjög óheppilegt hjá þess-
um góða þingmanni að gera svona og ég vona að þetta verði aldrei samþykkt.
Svo er hann að hafa vit fyrir landeigendum með því að banna þeim að taka
greiðslur fyrir veiðar á eigin landareign. Ég tel að hann sé kominn út á hálan
ís þar. Halldór talar líka um að fuglar himinsins séu eign okkar allra, en við
erum að tala um fugla sem éta upp og eyðileggja tún og akra og bændur þurfa
að stemma stigu við því. Ef þeir vilja fá eitthvað í vasann í leiðinni er það bara þeirra mál finnst mér. Halldór
hefur reynt að koma svona máli í gegn áður og ég á ekki von á því að þingmenn muni styðja það nú frekar en
áður. Ég held að flestir líti svo á að þetta sé hálfgerður brandari."
Róbert Schmidt, veiðimaður.
Hvað finnst þér um hugmyndir
Halldórs Blöndal um fuglaveiðar?
Katie œfir sig í
móðurhlutverkinu
Katie Holmes er þessa dagana að æfa sig í að vera móðir. Hin 26 ára gamla
leikkona, sem er ófrísk, hefur upp á síðkastið verið að njóta samvista við tvö
ættleidd börn Tom Cruise. Stjarnan úr Batman Begins hefur verið að eyða
miklum tíma í að vera „fótboltamóðir" og mætir á leiki Isa-
bellu, sem er ættleidd dóttir Tom og Nicole Kidman. éSS&mí-: K a t i e
mætti á síðasta leik í stórri hvítri skyrtu til að fela 1» stækk-
andi kúluna. Hún var vel með á nótunum þar sem
hún sat með Tom og syni hans Connor og stökk á
fætur og klappaði þegar hiti færðist í leikinn. Hún
gaf sér samt tíma til að hvíslast á við Tom og skipt-
ast á nokkrum kossum við hann.
Kylie klárar Oz
Showgirl-tónleikaferðina
Kylie Minogue áætlar að klára tónleikaferð sína á næsta ári. I dagblaðinu The Her-
ald Sun, sem kemur út í Melbourne, segir að gefin verði út tilkynning um tónleik-
ana síðar í mánuðinum en óstaðfestar fregnir herma að hún verði farin á síðari
hluta ársins 2006. Kylie mun fara til heimabæjar síns í Melbourne í Ástralíu yfir jól-
in um leið og hún hefur fengið grænt ljós frá læknum sínum, en hún er nú í krabba-
meinsmeðferð vegna brjóstakrabbameins.
Össur Skarphéðinsson:
„Islendingar vilja ekki að stjórnvöld
þeirra liggi hundflöt einsog skötur
gagnvart bandarískum skálkum
sem ræna fólki um hábjartan dag -
stundum alsaklausu - og flytja það
í leynilegar herstöðvar skuggaríkja
þar sem pyntingar eru notaðar til
að pína upplýsingar upp úr fólki.
Aðgerðaleysi þeirra gerir Islendinga
meðseka. Var ekki Irak nóg?“
www.ossur.hexia.net
Björn Ingi Hrafnsson:
,,Á Alþingi íslendinga starfar þing-
maður, Sigurjón Þórðarson að nafni,
í umboði þjóðarinnar sem fulltrúi
Frjálslynda flokksins. Og hann saup
hveljur um daginn, þegar enn eitt
árið kom í ljós að ísland telst vera
eitt af þeim löndum í heiminum þar
sem er hvað minnst spilling. Hann
fagnaði því ekki, heldur mótmælti
ákaft og hefur nú sent alþjóðastofn-
uninni Transparency International
formlegt kvörtunarbréf þar sem
því er mótmælt að ísland sé land án
spillingar og ýmis dæmi nefnd sem
eiga að sýna fram á einmitt hið gagn-
stæða.“
www.bjorningi.is
Úr bréfi Sigurjóns Þórðarsonar
til spillingarstofnunarinnar,
Transparency International:
„In other words, Iceland’s entire rat-
ing was based mostly on how well
foreign investors can expect to do
in our country. That being the crit-
erion, it’s easy to see how some of
the largest examples of corruption
in Iceland managed to slip through
the net. “
Sigurjón endar bréfið svohljóð-
andi:
„This is not to say that there is much
more corruption in Iceland than in
other countries. But it can hardly
be one of the least corrupt countri-
es, and there is certainly room for
improvement. And studies which
make broad assessments based on
narrow evidence certainly don’t
help.“
http://www.althingi.is/sigurjon/
„Eg þurfti að setja sjö nýjar fyllingar í þig vinstra megin."
HEYRST HEFUR...
Innkaupaæði íslendinga á
sér fá takmörk. Þannig seg-
ir af fullri vél af íslendingum
sem fóru til Nýfundnalands
fyrir skömmu. Tekið var á móti
landanum með viðhöfn, heima-
menn buðu upp á kökur með
íslenska fánanum um leið og
dreift var bæklingum með upp-
lýsingum um helstu verslanir
- og auðvitað voru bæklingarn-
ir á íslensku. Fjórum dögum síð-
ar átti vélin síðan
lað hefja sig á loft
S aftur til Islands
■; en þá kom í ljós að
farangurinn var
helmingi þyngri en heimilt var
að setja í vélina. Ófáar töskur
urðu því eftir á Nýfundnalandi
auk þess sem heimferðinni
seinkaði um fjórar klukku-
stundir.
Vasar Baugs
er djúpir #
eins og alþjóð
veit. Seðlavesk-
ið hefur nokkr-
um sinnum verið
tekið upp til að borga fyrir
glænýjan milljónabúnað sem
keyptur hefur verið fyrir Nýju
fréttastöðina sem hefur út-
sendingar eftir nokkra daga.
Engu hefur verið til sparað en
í stúdíóum myndversins verða
aðallega fjarstýrðar myndavél-
ar sem að vísu bjóða upp á tak-
markaðri myndvinnslu en þeg-
ar mannshöndin sér um verkið.
Baugsmenn munu vera tilbúnir
til að tapa allmiklum upphæð-
um á þessu nýja gæluverkefni,
en væntanlega þurfa hluthafar
Dagsbrúnar að borga brúsann
á endanum. Sjúklingar og elli-
lífeyrisþegar fagna þó ákaft
enda eru þeir nú viðurkenndur
markhópur, að minnsta kosti
bróðurpart dagsinsl
Mýjasta æðið í bænum
er að skrifa spennu-
og glæpasögur enda vilja
allir verða rikir og frægir
eins og Arnaldur Indriða-
son. Fjölmargar slíkar sögur
eru að koma út fyrir jólin og
eru fyrstu dómarnir
vægast sagt misjafn-
ir. Auðvitað fer þetta
misjafnlega í höfund-
ana. Þannig segir af
einum þeirra sem
________ skrifaði ekki færri en
fjóra tölvupósta til
yfirstjórnar eins dagblaðsins í
borginni þar sem hann krafð-
ist þess að ónefndum gagnrýn-
anda hjá blaðinu yrði sagt upp.
Ástæðan var sú að gagnrýn-
andinn hafði ekki farið nógu
lofsamlegum orðum um bók
viðkomandi aðila.
Flestir muna gg gg
eftir hinni
ótrúlegu upp-
sveiflu sem varð í ^ *
félagi framsóknar-
kvenna í Kópavogi forðum þeg-
ar skyndilega birtust hundruð
kvenna sem gengu í flokkinn
og sóru honum hollustu sína.
Nú hefur þessi „framsóknar-
flensa“ smitast um allan bæ og
það eru eigi færri en sex sem
bjóða sig fram í fyrsta sæti
hjá flokknum í prófkjöri nú
um helgina. Þarna hefur ótrú-
legasta fólk komið út úr skápn-
um - og kannski ekki nema
von. Fyrsta sæti hjá Framsókn-
arflokknum í Kópavogi hefur
nánast sjálfkrafa þýtt bæjar-
stjórastól, þar sem miklir kær-
leikar hafa verið með Sjálfstæð-
isflokki og Framsóknarflokki
í Kópavogi um árabil. Það er
bara spurning hvað Gunnar
Birgisson segir.