blaðið - 15.11.2005, Page 8

blaðið - 15.11.2005, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaöiö Mestu motmæli i sögu landsins Verkalýðsfélög í Ástralíu mótmœla nýrri löggjöf um verkalýðsmál í dag sem þau telja að muni draga úr völdum þeirra ogskerða réttindi verkafólks. John Howard, forsœtisráðherra, heldur frumvarpinu til streitu þó að vinsældir hans hafi minnkað vegna þess. Verkalýðsfélög í Ástralíu ætla að standa að mestu mótmælum í sögu landsins í dag vegna andstöðu við nýtt frumvarp um breytingar á lög- gjöf um verkalýðsmál. Búist er við að atvinnulíf í borgum landsins lam- ist vegna aðgerðanna. Samkvæmt lögunum mun vald verkalýðsfélaga minnka en meiri áhersla verður þess í stað lögð á að vinnuveitendur geri einstaklingssamninga við laun- þega. Frumvarpið var samþykkt í neðri deild þingsins í síðustu viku og verður tekið til afgreiðslu í öld- ungadeildinni síðar í mánuðinum. Hin íhaldssama stjórn landsins heldur því fram að lagasetningin miði að því að skapa störf og blása nýju lífi í efnahag landsins en gagn- rýnendur segja aftur á móti að með lögunum muni laun verkamanna skerðast auk þess sem þeir muni missa ýmiss fríðindi og réttindi sem þeir njóti nú. Þátttakendur skipta hundruðum þúsunda Verkalýðshreyfingin átti von á að þátttakendur myndu skipta hundr- uðum þúsunda og spáði fulltrúi hennar að þetta yrðu mestu mót- mæli sem nokkurn tíma hafa verið haldin í landinu og að þau mörkuðu upphaf hreyfingar fólksins gegn lagasetningunni. Samtök iðnrekenda í Ástralíu sögðu aftur á móti að mót- mælin væru ólögleg og hvöttu félaga sína til að grípa til aðgerða gegn hverj- um þeim launþega sem tæki þátt í þeim. John Howard, forsætisráðherra, hefur heitið að nýta sér meirihluta ríkisstjórnarinnar í öldungadeildinni til að afgreiða lögin þrátt fyrir að John Howard, forsætisráðherra Astralfu, segir að ný lög um verkalýðsmál séu nauð- synleg til að viðhalda hagsæld í landinu og skapa ný störf. skoðanakannanir sýni að vinsældir hans hafa minnkað vegna þeirra. Hann neyddist til að hrinda af stað mikilli og dýrri auglýsingaherferð í því augnamiði að sannfæra almenn- ing um að breytingarnar séu nauðsyn- legar til að viðhalda hagsæld í Ástral- íu. „Stríðsyfirlýsing gegn verkamönnum" Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu og hefur ekki nægi- legan þingstyrk til að fella frumvarpið, hefur lýst þvi yfir að hann muni fella lögin úr gildi ef hann kemst til valda í næstu kosningum sem gert er ráð fyr- ir að fari fram árið 2007. Kim Beazley lýsti lögunum sem „stríðsyfirlýsingu gegn hinum almenna ástralska verka- manni“ í gær og bætti við að ríkis- stjórn Howards væri rekin áfram af hugsjónum en ekki hagfræði. ■ fíðUJ NR.1 f AMERÍKU 150».« / SILYMARIN LIFRARHREINSUN GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI Gildistími neyöarlaga framlengdur Franska stjórnin vill framlengja neyðarlög um þrjá mánuði efþörf krefur. Óvíst er hvernig stjórnarandstaðan tekur beiðninni. Franska ríkisstjórnin sagði í gær að hún myndi fara fram á að þing- ið veitti henni heimild til að fram- lengja gildistíma neyðarlaga um þrjá mánuði. Neyðarlögin voru sett á fyrr í mánuðinum til að draga úr mesta ofbeldi sem geisað hefur í borgum landsins í nærri 40 ár. Ríkisstjórnin mun þó geta fellt lögin úr gildi í nokkrum áföngum áður en gildistími þeirra er liðinn ef það samræmist markmiðum um að koma aftur á lögum og reglu. Afstaða sósíalista óljós Ekki er ljóst hvernig sósíalistar, sem eru í stjórnarandstöðu, munu taka Hræ tveggja bíla sem kveikt var í í úthverfi borgarinnar Lyon um helgina. beiðni stjórnarinnar um framleng- ingu laganna en þeir endurvöktu lögin þegar þeir voru í stjórn á ní- unda áratugnum. Ýmsir bæjar- og borgarstjórar hafa gagnrýnt lögin og telja að í besta falli sé verið að bregðast of hart við vandanum en að í versta falli kunni lögin að virka sem olía á eldinn. Búist er við að lögin verði afgreidd í þinginu enda er ríkisstjórnin með öruggan meiri- hluta þar. Þann 8. nóvember endurvakti rík- isstjórn Dominique de Villepin, for- sætisráðherra, hálfrar aldar gömul lög sem gefur héraðsstjórum víðtæk völd til að setja á útgöngubann og aðrar hamlanir á tilteknum svæð- um. Þrátt fyrir það hafa fáir héraðs- stjórar nýtt sér heimildirnar. Um 40 sveitarfélög hafa beitt takmörkuðu útgöngubanni, þar á meðal sum af nágrannasveitarfélögum höfuð- borgarinnar þar sem óeirðirnar hóf- ust. Óeirðirnar í Frakklandi, sem stað- ið hafa i 19 daga, þykja vera í rénun en þó var kveikt í um 270 bílum að- faranótt mánudags og fjöldi manns handtekinn. ■ Mannréttindabrot í írak Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af mannréttindabrotum i hinu stríðshrjáða írak og fjölgun þeirra sem haldið er í gæsíuvarð- haldi grunaðir um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um störf þeirra í landinu en slíkar skýrslur eru gefnar út á tveggja mánaða fresti. Sameinuðu þjóðirnar segja að lögregla og örygg- issveitir íraka skeyti lítt um mann- réttindi í aðgerðum sínum og að upp- reisnarmenn bjóði heim hættunni á átökum milli ólíkra hópa með árás- um sínum á óbreytta borgara og moskur. I skýrslunni er kvartað und- an því að lög og regla séu almennt ekki virt í landinu og að hundruð borgara hafi verið myrtir og særðir í árásum hryðjuverkamanna á undan- förnum tveimur mánuðum. ■ Samkomulag í sjónmáli Condoleezza Rice hefur átt fundi með leiðtogum ísraelsmanna og Palestínumanna að undanförnu. Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að samkomulag væri í sjónmáli um frjálst flæði Palestínumanna til og frá Gasa- svæðinu í kjölfar brotthvarfs ísraelsmanna þaðan í sept- ember. Rice hefur átt fundi með Ariel Sharon, forsætisráðherra fsraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, að und- anförnu. fsraelsmenn hafa haft umsjón með iandamærum og lofthelgi Gasasvæðisins síðan brotthvarfið átti sér stað. Rice segir mikilvægt fyrir Palestínu- menn að geta ferðast á milli Vesturbakkans og Gasasvæðis- ins. Talið er að slakna myndi á þeirri spennu sem ríkir á svæðinu ef samkomulag næst um för fólks yfir landamærin. Háttsettur Hamas-liði myrtur f gær skutu ísraelskar hersveitir til bana Amjad Hanawi, hátt- settan foringja í Hamas-sam- tökunum, á Vesturbakkanum og annan Hamas-liða við landamæri Gasasvæðisins. Að auki voru átta menn hand- teknir sem grunaðir eru um að tilheyra hinum herskáa armi Hamas-samtakanna. Samtökin hafa lýst því yfir að þau muni koma fram hefnd- um fyrir morðið á Hanawi. Grunaðir hryðjuverka- menn í Ástralíu: Kjarnorkuver hugsanlegt skotmark Hugsanlegt er að kjarnorkuver í nágrenni Sydney hafi verið skotmark hryðjuverkamann- anna sem voru handteknir fyrr í mánuðinum vegna gruns um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk í Ástralíu. Þrír mannanna voru stöðvaðir af lögreglu vegna grunsam- legrar hegðunar f grennd við eina kjarnorkuver iandsins á síðasta ári. Þremenningarnir sögðust vera á svæðinu til að aka um á torfærubifhjóli en þeir voru með slíkt hjól meðferðis. Sögum þeirra bar hins vegar ekki saman þegar þeir voru yfirheyrðir hver í sínu lagi. Kjarnorkuvfsinda- stofnun Ástrah'u gerði lítið úr ógninni og benti á að svæðið sé mikið notað af almenningi til útivistar og að öryggis- verðir hafi á sínum tíma ekki talið að kjarnorkuverinu stæði hætta af þremenningunum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.