blaðið - 15.11.2005, Qupperneq 10

blaðið - 15.11.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaöiö Aurskriöur í kjölfar úrhellis Aurskriður urðu í vesturhluta Nor- egs í gær í kjölfar mikilla rigninga. Ein aurskriðan hreif með sér sjö menn sem unnu að húsbyggingu í nágrenni Bergen. Einn þeirra fannst látinn en hinir hlutu lítilsháttar meiðsli en eins var enn leitað í gær. Lögreglumaður sagði að húsið hefði farið af grunninum og væri á kafi í skriðunni og að björgunarstarf sækt- istþví seint. Ymis vandamál eru rakin til rign- inganna um allan vestanverðan Noreg. Meðal annars lágu lestarsam- göngur víða niðri, vegir lokuðust og rýma þurfti að minnsta kosti 13 hús vegna hættu á aurskriðum. Einn íbúi á hættusvæði sagði að bíll hefði rekist á hús hans sem aur- skriða hefði hrifið með sér. Norska veðurstofan reiknaði með því að úrkoman myndi mælast allt að 180 mm. Lögregluyfirvöld í sumum fylkjum hvöttu fólk til að halda sig innandyra og setja sig ekki í hættu að nauðsynjalausu. Búist var við að það færi að stytta upp síðdegis í gær. Aurskriða hreif heilt hús með sér í nágrenni Bergen í Noregi í gær. Schwarzen- egger til Kína Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri Kaliforníu, hélt í gær til Kína í sex daga heimsókn. Tilgangur ferðarinnar er meðal annars að efla viðskipti á milli Kahforníuríkis og Kína. Hasar- myndahetjan, sem beið einn stærsta ósigur á sínum stutta stjórnmálaferli í síðustu viku þegar kjósendur í Kaliforníu höfnuðu tillögum hans í allsherjaratkvæagreiðslu, mun heimsækja Peking, Sjanghæ og Hong Kong í ferðinni og má hann eiga von á hlýrri móttökum kvikmyndaunnenda þar en hann hefur fengið að undanförnu á heimavelli. Til hamingju Silvía Nótt! © SKJÁRHA/A/ óskar Silvíu Nótt innilega til hamingju með Edduverðlaunin sem hún hlaut í flokkunum Sjónvarpsmaður ársins og Skemmtiþáttur ársins. Ahlaup uppreisnar manna á fangelsi Hundruð lögreglumanna hafa verið kallaðir út í bænum Jehanabad í norð- urhluta Indlands eftir að uppreisnar- menn maóista réðust inn í fangelsi og frelsuðu meira en 300 fanga. Að minnsta kosti fjórir létust í áhlaup- inu á fangelsið á sunnudag. Yfirvöld segja að um 1.000 vopnaðir uppreisn- armenn, klæddir í lögreglubúninga, hafi tekið þátt í árásinni og lent í átökum við öryggisverði. Þúsundir hafa látist í herferðum uppreisnar- manna maóista í mið- og suðurhluta Indlands á siðastliðnum 30 árum. Prakash Jaiswal, innanríkis- ráðherra Indlands, sagði í gær að varasveitir frá nágrannahéruðum hefðu verið sendar til bæjarins og að búið væri að ná tökum á ástand- inu. Flestir þeirra sem voru frelsaðir voru úr hópi uppreisnarmanna eða stuðningsmenn þeirra. Þar á meðal er Ajay Kanu, leiðtogi þeirra í hérað- inu. Sagt er að uppreisnarmennirnir hafi haft suma fangana á brott með sér sem og skotfæri úr vopnageymslu fangelsins. Meirihluti öryggisvarða fangelsisins var við gæslu á kjörstað í nágrenninu og því var aðeins um tugur lögreglumanna á vakt þegar áhilaupið átti sér stað. Uppreisnarmenn réðust til atlögu gegn svefnskálum lögreglu, héraðs- dómstólnum og skrifstofu og bú- staðs dómara á sama tíma og áhlaup- ið átti sér stað. Var það gert í því skyni að dreifa kröftum lögreglu og beina athygli hennar frá fangelsinu. Lögregla bægir fólki frá fangelsinu sem uppreisnarmenn gerðu áhlaup á í bænum Jehanabad á Indlandi.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.