blaðið - 15.11.2005, Síða 14
blaðið^M
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
VIÐ BORGUM EKKI
Um þessar mundir er framtíð varnarsamstarfs íslendinga og Banda-
ríkjamanna í uppnámi. Samningaviðræður um skiptingu kostnaðar
hafa samkvæmt fréttum helgarinnar engu skilað og gríðarlegur mun-
ur er milli hugmynda útsendara íslenskra stjórnvalda og fulltrúa amer-
ískra yfirvalda um það hver á að greiða hvað - og hversu háa upphæð
hvor aðili á að reiða fram. Svo virðist sem hugmyndir Bandaríkjamanna
gangi svo langt að þeir séu ekki aðeins farnir að krefjast þess að Islend-
ingar greiði kostnað við að reka Keflavíkurflugvöll, heldur taki einnig
þátt í að greiða þann kostnað sem hlýst af því að hafa her Bandaríkja-
manna hér á landi.
Það getur ekki verið að nokkrum heilvita manni detti til hugar að íslend-
ingar fari að greiða fyrir dvöl erlends herliðs hér á landi. Herliðs sem
fjölmargir hafa lítinn áhuga á að hafi hér bækistöð og fjölmargir segja
að hafi enga þýðingu fyrir íslenska þjóð aðra en þá að útvega örfáum Suð-
urnesjamönnum vinnu. Dvöl hersins hér á landi hefur verið umdeild, en
hún hefur þó ekki kostað þjóðina neitt í beinhörðum peningum. Þvert
á móti hefur ríkið fengið nokkrar krónur í kassann á hverju ári og slopp-
ið við að reka millilandaflugvöll. Dvölin hefur hins vegar síður en svo
verið ókeypis. Til að halda Bandaríkjamönnum góðum hafa íslensk
stjórnvöld nánast selt sál sína - að minnsta kosti er sjálfstæð utanríkis-
stefna löngu seld. Það er sama hvað Bandaríkjamenn ákveða að standa
fyrir - alltaf hljóta þeir stuðning Islendinga. Þetta er gert án vilja þjóðar-
innar sem hefur þurft að horfa upp á stuðning við stríð og aðra vitleysu
sem George Bush og fleiri misvitrir stjórnmálamenn ytra standa fyrir.
Svo langt er gengið að ef íslensk stjórnvöld myndu lýsa yfir stuðningi
við meðferð fanga í Abu Ghraib myndu fæstir íslenskir kjósendur verða
undrandi, þó þeir yrðu ugglaust ákaflega reiðir.
Það er nánast gleðiefni að bandarísk stjórnvöld skuli hafa sett fram
kröfur í málinu sem ekki er hægt að ganga að. Með því þarf ríkisstjórn-
in að horfast í augu við þá augljósu staðreynd að Bandaríkjamenn eru
löngu búnir að missa áhugann á að hafa hér herstöð. Ennfremur þurfa
þeir að líta sér nær og gera sér grein fyrir að meirihluti Islendinga hefur
engan áhuga á að hafa hér her. Undirlægjuhætti stjórnvalda verður að
linna - en sú sorglega staðreynd blasir við að stjórnvöld eru ekki að snúa
við blaðinu af eigin frumkvæði. Kannski munu þau gera það nú þegar
búið er að króa þau af úti í horni í málinu.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á f réttadeild: 510.3701. Símbréf á au glýsi ngadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
hvers a
iandi Þ®
r aetið
tnaöur
"Fyrst sást í skapa hár
á síðum blaðsins í
nóvember 1971"
14 I ÁLIT
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaAÍ6
tó ER. Wlöt EiTT W GrKÍ
mvvRLím vmwBv.
Ltn umh mmmn
sovÉxKím^ Enmsivm
V/tföJÍKg/!TlMMSif) K
•fi L Wotr Þ’Eír vpi CKKUZ
tímn Píl
Að telja sig vita betur
I gagnfræðiskóla lærði ég einu sinni
um sjálfskviknunarkenninguna,
merka kenningu frá fornöld sem
ekki ómerkari menn en Aristóte-
les aðhylltust. Samkvæmt orðanna
hljóðan gekk keriningin út á það að
líf gæti kviknað af sjálfu sér, helst í
sorpi, úrgangi og óhreinindum enda
höfðu athugendur séð hvíta orma
verða til af engu í úldnu kjöti og
öðru sambærilegu.
Kenningin var vel ígrunduð og
prýðilega framsett. Það eina sem
mátti finna að henni var að hún var
röng. Á sama tíma hljómaði hins
vegar sú fáránlega kenning að jörð-
in væri hnöttótt enda stangast hún
á við hversdagslega reynslu. Einu
sinni las ég skáldsögu þar sem ein
aukapersónan, hálfbilaður mennta-
maður, hafði skrifað lærða bók þar
sem færðar voru sönnur á að jörð-
in væri í laginu eins og Möbiusar-
ræma, en hún minnir helst á upp-
snúinn borða.
Ekki veit ég hvar skilin eru dregin
milli menntastétta og annarra í dag.
Kannski við háskólapróf. Vaxandi
sérhæfing gerir okkur flest hins
vegar í senn að fáfróðum skríl og
sérfræðingum. Við hliðina á raun-
visindamanni er ég álíka fróður um
hinn efnislega veruleika og hundur
við hliðina á mér. Fjölmargir háskóla-
menn eru hins vegar illa ritfærir og
fáfróðir um bókmenntir. Þó eru þeir
vissulega til að sameina þekkingu á
mörgum sviðum.
í AA-bókinni segir eitthvað á þá
leið að flestir viti að ljós kvikni þeg-
ar stutt er á ljósrofa en afar fáir geti
útskýrt hvers vegna.
Langflestir neyðast til að aðhyll-
Agúst Borgþór Sverrisson
ast kennivaldsleiðina svonefndu: Þ.e.
þeir treysta þeim sem kennivaldið
hafa á hverju sviði fyrir sig, hina lög-
boðnu sérfræðinga og þá sem hafa
þekkingu sina frá þeim menntastofn-
unum sem valdhafar viðurkenna.
Um daginn datt ég inn í samtal
í Kastljósi þar sem blóðmeinafræð-
ingur reyndi að gera heilara ljóst
villu vegar síns. Heilarinn staðhæfði
að hægt væri að hafa áhrif á gene-
tíska samsetningu með heilun og að
hægt væri að „tala við“ stofnfrumu
sína. Fyrstu viðbrögð mín voru yf-
irgengileg hneysklun á málflutningi
konunnar. En stuttu síðar gagntók
skelfingin mig þegar ég áttaði mig á
því að hún gæti hæglega kveðið mig
í kútinn - því ekki veit ég neitt um
stofnfrumur og gen. Ég myndi bara
öskra á hjálp í von um að sameinda-
líffræðingur, blóðmeinafræðingur
eða erfðafræðingur væri staddur í
nágrenninu og gæti komið mér til
hjálpar áður en geggjaður kuklari
væri annað hvort búinn að kveða
mig í kútinn eða sannfæra mig um
bábiljur.
Vandinn er sá að í hvert sinn sem
maður vill vinna rugludall í rök-
ræðum þarf að lesa sér til um við-
komandi efni til að afla sér traustrar
þekkingar um það. En eftir það
væri maður raunar síður en svo laus
undan því að treysta á kennivaldið
því hvernig getur maður vitað að
bækurnar sem maður les segi sann-
leikann? Satt að segja dugar ekkert
minna en háskólanám og sjálfstæð-
ar rannsóknir í hverri grein fyrir sig
vilji maður hafa vel ígrundaða sjálf-
stæða skoðun á flóknum málum.
Það er því alveg ljóst að við þá sem
telja sig hafa verið brottnumda af
geimverum um stund, álíta að þeir
geti læknað krabbamein með því að
tala við stofnfrumur, eru sannfærðir
um að allt í kringum mig sé krökkt
af draugum, eða að þeir geti yfirgef-
ið líkama sinni og svifið í sálu sinni
í lausu lofti - við allt þetta fólk verð
ég að segja: Ég tel mig vita betur en í
rauninni veit ég ekki neitt.
Höfundur er rithöfundur.
Klippt & skorið
Fregnir af nýjum
rannsóknanið-
urstöðum ís-
lenskrar erfðagreiningar
í síðustu viku vöktu
nokkra athygli og fékk
Kastljósið Kára Stefáns-
son meðal annarstil þess
að koma í viðtal við Eyrúnu Magnúsdóttur í
beinni útsendingu frá Nasdaq-markaðnum í
New York á fimmtudagskvöld. Viðtalið var hið
sérstakasta, aðallega sakir tæknilegra örðug-
leika. Kári fékk heyrnartól til þess að heyra
spurningarnar, en fyrst og fremst mun hann
þó hafa heyrt í sjálfum sér sekúndu eftir að
hann mælti orðin, en það reyndist einstaklega
erfitt og setti það nokkurn svip á viðtalið. Kári
reyndi að laga heyrnartólið en það hafðl þau
áhrif helst að það datt á gólfið og upphófst
þá leit ( beinni útsendingu. Viðtalið sjálft
gekk litlu betur, því Kári heyrði ekki spurn-
ingarnar og gekk að lokum út úr viðtalinu og
sagði: „Þetta mistókt gjörsamlega". Það var
þó kannski eins gott að hann heyrði ekki spurn-
ingarnar, því þær voru byggðar á vægast sagt
takmörkuðum skilningi á viðfangsefninu.
Prófkjör fram-
sóknarmanna
í Kópavogi var
með fjörugasta móti og _j ^
úrslitin endurspegluðu |
það ágætlega, því Ómar
Stefánsson, bæjarfull- .
trúi, lagði Samúel Örn
Erlingsson, fþróttafréttamann, með um 70
atkvæðum. Nokkuð bar á auglýsingum (próf-
kjörinu og það jafnt á veggspjöldum, prent-
klipptogskond@vbl.is
miðlum og á öldum Ijósvakans. Einhver taidi
þó að Sammi hafi tapað á því að auglýsa hjá
vitlausum markhópi þegar auglýsingar fyrir
hann birtust í Morgunsjónvarpi barnanna á
laugardagsmorgun.
1 nm
Edduverðlaunin
vöktu athygli
sumra sjónvarps-
áhorfenda, en það er eins
konar uppskeruhátíð
sjónvarps- og kvikmynda-
geirans hérlendis. Sérstaka
athygli vakti að topptæfan Silvfa Nótt - í
túlkun Ágústu Evu Erlendsdóttur - hreins-
aði til sín öll verðlaun, sem hægt var... nema
fyrir leik! Það hlýtur að vera áfall fyrir (slenska
sjónvarpsmenn að (þeirra hópi taki enginn til-
búnumkarakterfram.