blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaöiö -á Krakkarnir sem fóru til Irlands meö þjálfaranum sinum, f.v.: Iðunn Brynjarsdóttir, Ingi- björg Erla Grétarsdóttir, Master Sigursteinn Snorrason, Hlynur Þór Arnason og Pétur Rafn Bryde. Á innfelldu myndinni má sjá þau Iðunni og Pétur glöð og ánægð með gull og silfur fyrir poomsae. Um er að ræða vel launuð verkefni sem henta jafnt einstaklingum í leit að aukavinnu og hópum í fjáröflun, t.d. vegna félagsstarfa. Frjálsar íþróttir Góður árangur á Norðurlandamótinu Morgunblaðið leitar að einstaklingum sem geta tekið að sér blaðadreifingu á laugardögum og sunnudögum. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við blaðadreifingu Morgunblaðsins í síma 569 1440 eða á bladberi@mbl.is. Kári Steinn Karlsson, UMSS, vann til bronsverðlauna í unglingaflokki (19 ára og yngri) á Norðurlanda- meistaramótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Hamina í Finnlandi um helgina. Alls voru 23 keppend- ur í þessu sex kílómetra hlaupi. Á sama móti tók íris Anna Skúladótt- ir úr Fjölni þátt og hafnaði hún í fjórða sæti í unglingaflokki en 21 keppandi tók þátt. fris Anna á þó framtíðina fyrir sér þar sem hún er einungis sextán ára og getur því keppt í mótinu næstu þrjú árin. Stefán Guðmundsson úr Breiða- bliki keppti einnig og varð hann í 18. sæti í unglingaflokknum. Úrslit: 1) Tuomas Jokinen, Finnlandi: 18,29 mfn. 2) Thomas Stave Gabrielsen, Noregi: 18,30 min. 3) Kári Steinn Karlsson, (slandi: 18,36 mín. Fjórar fyrstu í 4,5 km keppni unglinga: 1) Ingunn Opsal, Noregi: 15,26 mín. 2) KarolineGrövdal,Noregi:i5,45mín. 3) Anna Holm Jörgen- sen, Danmörku: 16,13 mín. 4) íris Anna Skúladóttir, fslandi: 16,28 mín. Viktor sigraði Hinn kornungi og íslenski Viktor Þór Jenssen vann í síðustu umferð- inni í röð móta á Brands Hatch kappakstursbrautinni í Bretlandi á sunnudag. Þetta var þriðji sigur hins sautján ára Viktors á árinu, en mótin um helgina voru liður í haustmótaröð formúlu Palmer Audi. Hann varð annar í tveimur öðrum umferðum sem eknar voru um helg- ina. Næsti maður í mark var Josh We- ber en hann kom ekki nema rúmri sekúndu á eftir Viktori. Handbolti DregiðíSS bikarkaria Handbolti DregiðíSS bikarkvenna Karfa KæruHauka vísað frá f gær var dregið í SS bikarnum í unglingaflokki kvenna og má sjá viðureignirnar hér að neðan: Stjarnan - FRAM 2 Fylkir-HK HK 2 - Grótta KA/Þór/Valur - FRAM Dómstóll KKf hefur dæmt í máh sem Haukar höfðuðu eftir leik félagsins gegn Skallagrími þann 30. október sl.. Haukar töldu að Dimitar Karadzovski, leikmaður Skallagríms.hefði verið ólöglegur í leiknum. Dómstóllinn visaði kærunni ffá þar sem verulegir annmarkar voru á formi hennar og innihaldi. Irish open í Þann 4. nóvember síðastliðinn hélt hópur íslenskra Taekwondo iðkenda til Dyflinnar á frlandi til að taka þátt í Irish open mótinu. f hópnum voru 22 keppendur frá Ungmennafélaginu Fjölni, Þór Akur- eyri og frá Selfossi en æft og keppt er undir merkjum Dojang Dreka. Óhætt er að segja að ferðin hafi ver- ið mikið ævintýri en yngstu kepp- endurnir í hópnum voru aðeins 11 ára gamlir. Mótið var haldið í stóru badmintonhúsi í úthverfi Dyflinn- ar og voru keppendur frá öllum Bretlandseyjum svo og gestir eins og íslendingar og Belgar. Á mótinu var annars vegar keppt í poomsae (formi), þar sem iögð er áhersla á tækni, styrk og einbeitingu og svo sparring (bardagi). f íslenska hópnum voru fjög- ur börn að fara á sitt fyrsta mót erlendis og spennan því mikil. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 11-13 ára, komu sáu og sigruðu þar sem þeir komu heim með samtals fimm verðlaun. Pétur Rafn Bryde fékkgull í poomsae, Iðunn Brynjars- dóttir fékk silfur í poomsae og silfur í bardaga, Hlynur Þór Árnason og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir fengu bæði brons í bardaga. Þrír krakkanna, þau Iðunn, Pét- ur Rafn og Hlynur Þór eru öll kom- in með 1. dan i Taekwondo og bera poom belti sem samsvarar svarta beltinu hjá fullorðnum. Þau eru yngstu börnin á landinu til að ná þessum áfanga í íþróttinni. Þjálfari þeirra er Master Sigursteinn Snorra- son, 4.dan. f gær var dregið í SS bikarnum í 2. flokki karla og má sjá viður- eignirnar hér að neðan. Taekwondo Selfoss- Valur Víkingur/Fjölnir - Afturelding Haukar-fR KA - FRAM

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.