blaðið - 15.11.2005, Síða 30

blaðið - 15.11.2005, Síða 30
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 blaöið 38IFÓLK AÐ STANDA Á ÖNDINNI Smáborgarinn er að velta fyrir sér hvort það borgi sig að vera frekja. Það er nú einu sinni þannig að við fáum ekki allt sem við viljum. Eitt af því sem Smáborg- arinn hefur verið án í nokkur ár, án þess að sakna, er heimilislæknir. Þarsem Smá- borgarinn er blessunarlega hraustur hef- ur hann ekki saknað þess tiltakanlega en finnst þó einkennilegt að geta ekki verið á biðlista eftir heimilislækni í hverfi sínu. Um daginn brá svo við að Smáborgarinn þurfti á lyfjum að halda. Hann fékk tíma samdægurs hjá lækni á heilsugæslustöð- inni sem hann hafð ekki hitt áður og starfaði þar tímabundið. Smáborgarinn rakti sögu sína fyrir lækninum og skrifaði hann sfðan upp á lyfseðil. Um kvöldið byrjaði Smáborgarinn að taka lyfin sín og gleypti hann grunlaus eina töflu. Það liðu ekki nema 2 mi'nútur þegar Smáborgaran- um átti skyndilega erfitt með andadrátt og þurfti að fækka fötum. Allt fór þetta vel en lyfin fóru beinustu leið í eyðingu. Smáborgarinn hringdi í heilsugæslustöð- ina næsta dag og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann notaði líka tækifærið og nöldraði dálítið yfir heimilislækninum. Nú skyndilega, eins og hendi væri veif- að, stóð honum til boða ekki bara einn - heldur þrír heimilislæknar sem hann gat valið um. [ framhaldi af þessu fór Smáborgarinn að velta fyrir sér hvort frekja og nöldur sé virkilega að virka svona vel í samfélaginu. Ég horfði um daginn á þáttinn Stelpurnar á Stöð tvö. Þar var kona ein að biðja um skiptimynt í sjoppu en fékk enga athygli fyrr en hún öskraði af öllum lífs- og sál- arkröftum og fékk þá það sem hún vildi. Það er spurning hvort þetta eru góð skila- boð til ungu kynslóðarinnar. Þó svo að Smáborgarinn hafi fengið sínu framgengt með nöldri í þetta sinn vonar hann samt að skynsemin ráði í þjóðfélaginu og að allir fái þjónustu án þess aðþjarka. HVAÐ FINNST ÞÉR? Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr.Gunni Hvað fannst þér um Edduna? „Mér fannst Þorsteinn Guðmundsson standa sig mjög vel. Svo var ég mjög glaður með að Silvía Nótt skyldi hafa tekið þetta. Þetta er tvímælalaust langbesti þáttur- inn, fyrir utan Popppunkt auðvitað. En mér finnst að Ágústa Eva hefði átt að fá verðlaun fyrir túlkun sína á Silvíu Nótt, sem besta leikkonan. Það liggur alveg augljóst fyrir. Hún er langbesta leikkonan, af þessu dóti sem var í boði. Það hafa sumir verið að setja spurningarmerki við að Dagur Kári hafi verið að fá þessi verðlaun af því að þetta er dönsk mynd. En hann er náttúrulega aðal maður- inn í þessu og hann er jú íslenskur. Þetta er bara sama „argúmentið“ og þegar Björk er að vinna verðlaun. Hún er auðvitað með fullt af útlendingum með sér en hún er bensínið á þessu dóti svo það þýðir ekkert að vera að væla eitthvað yfir því. Það sama á við um Dag Kára. En það var alveg hægt að horfa á þetta, aðallega út af Þorsteini. Það þýðir ekkert að hafa einhvern leiðindapúka í þessu. Svo hafa menn eitthvað verið að væla yfir að það sé einhver smábæjarbragur á þessum verðlaunum, en svona er þetta bara á íslandi, það er ekkert hægt að vera að bera sig saman við Hollywood.“ % Shakira feimin Shakira hefur viðurkennt að hún sé feimin við að sýna líkama sinn í myndböndum. Hin kólumbíska poppstjarna sagði í viðtali við New York Times að hún færi eftir óskum móð- ur sinnar í þessu sambandi og sýndi bara naflann. Shakira, sem er 28 ára, sagði: „Mynd- böndin mín endurspegla listamanninn í mér mjög vel, en ekki hvernig kona ég er. Þegar fólk horfir á þau gæti það haldið að ég sé mjög ögrandi kynferðislega, en ég er alveg andstæðan og mjög feimin við að sýna líkama minn. Ég get bara sýnt á mér naflann. Ég dáist að fólki sem getur verið nakið fyrir listina en það get ég ekki. Ég er alltaf í flíkum sem hylja allt sem mamma mín vill að sjáist ekki.“ Útgáfa plötu frá Pharrell tefst Útgáfa fyrstu plötu Pharrel Williams hefur verið frestað. Hún ber heitið Iri my mind og átti að koma út 15. nóvember en nú stendur til að hún verði gefin út 12. desember. Á plötunni eru sjö hipphopp-lög og sjö R&B-lög. Næsta smáskífa af plötunni, Angel, kemur út 2. janúar. Pharrell hefur ekki gefið neina skýringu fyrir töfinni. Posh viðurkennir brjóstastœkkun Victoria Beckham hefur farið í brjóstastækkun. Samkvæmt skjölum frá hæstarétti borgaði fyrrum kryddpían tíu þúsund pund fyrir aðgerðina árið 1999. Posh hefur alltaf þrætt fyrir að hafa farið í slíka aðgerð, samkvæmt dagblaðinu The Sun. Tals- maður Victoriu sagði: „Skjölin eru ekkert leyndarmál, en Victoria hefur engu við að bæta.“ Umrædd skjöl koma við sögu í meiðyrðamáli sem Beckham-hjónin höfða gegn dagblaði í næsta mánuði. ■ M netinu eftir Jim Unger Tannlæknakostnaður barna „Gífurlegur munur eru á greiðslu- þátttöku Tryggingarstofnun ríkis- ins í tannlæknakostnaði barna og unglinga að 17 ára aldri og því verði sem greiða þarf fyrir tannlækn- ingarnar. Þannig var greiðsluþátt- taka Tryggingarstofnunar ríkisins rúmar 537 milljónir á árinu 2004 vegna tannlæknakostnaðar barna og unglinga að 17 ára aldri en raun- kostnaður sem greiða þurfti fyrir tannlækningarnar voru rúmar 888 milljónir króna. Tryggingastofnun ríkisins greiddi því einungis 60.5% af heildar kostnaði við tannlækn- ingar þessa aldurshóps en foreldrar um 40%. Þetta er afleiðing þess að þrátt fyrir margra ára tilraun eða frá 1999 hefur ekki enn tekist að semja við tannlækna.“ Jóhanna Sigurðardóttir á http://www.althingi.is/johanna/ pistlarMT/safn/oo2i28.shtml Auglýsíngadeitd 510-3744 i g Reifarakenndara en lélegur reifari „Þess sér stað í fjölmiðlum að fleirum en þeim hriflungum hafi verið orðið mál að komast að með skoðanir sínar á skoðunum og gerð- um fyrrverandi forsætisráðherra. Ég velti því fyrir mér af hverju þessi gagnrýni ekki kom fram á meðan hann var við völd og skoðanir hans höfðu áhrif. Af hverju hann fékk ekki það aðhald sem hann þurfti þá. Er það þá rétt að hann hafi terro- riserað svo liðið í kringum sig að enginn hafi þorað að gera annað en það sem þau töldu að hann vildi. Og að margt fjölmiðlafólk hafi verið haldið slíkri sjálfsritskoðun að það hafi bara verið fyrir slys ef eitthvað kom fram sem honum þóknaðist ekki. Þetta hljómar auðvitað eins og lélegur reifari. En er lífið ekki einatt reifarakenndara en reifari. Hefur nokkur höfundur hugmyndaflug í allt það sem veruleikinn býður okk- ur uppá?“ Svanfríður Jónasdóttir á http://www.jafnadarmenn. is/svanfridur/ Hvernig líður honum? Mig sárvantar tvö nýru. HEYRST HEFUR... Sigurvegari Eddunnar var ótvírætt sjálfur kynnirinn Þorsteinn Guðmundsson, leik- ari. Hann náði nýjum hæðum í gríni sínu og hárbeitt ádeila á fræga og fína fólkið í salnum komst vel til skila. Það er greini- legt að Þorsteinn hefur lært ýmislegt af hinum bandaríska Billy Crystal sem stjórnaði Ósk- arsverðlaunaafhendingunni í fjölmörg ár. Þá hæfði „múnder- ing“ Þorsteins tilefninu - aðeins Bergsteinn Björgúlfsson, mynda- tökumaður, sem fékk verðlaun fyrir Gargandi snilld, náði að toppa hann, en Bergsteinn mætti í skotapilsi upp á svið. Meira um Edduna. Eins og venjulega voru skiptar skoðanir um verðlaunahaf- ana. Þannig þótti mörgum að gengið væri framhjáldolinu sem skemmti- þáttur ársins, en margir hafa bent á að svokallaðir „forrnat"- þættir sem eru að erlendri fyr- irmynd eigi erfitt uppdráttar í Eddunni. Skjás 1 menn mega vel við una þar sem Silvía Nótt, eða Ágústa Eva Erlendsdóttir eins og hún heitir, vann til tvennra verðlauna. Mörgum þótti reynd- ar sem hún hefði frekar átt að fá verðlaun sem skemmtikraft- ur ársins í sjónvarpi, frekar en sjónvarpsmaður, hver svo sem munurinn er... Og úr hinum herbúðunum heyrðust síðan raddir um að ferskari þáttur en Sjálfstætt fólk hefði átt að veljast sjónvarpsþáttur ársins. Erfitt að gera öllum til hæfis. Pað var margt um manninn á „alheimsfrumsýningu“ hryllingsmyndarinnar Hostel á laugardaginn. Allir sem vett- lingi gátu valdið mættu og í raun voru svo margir að ansi margir þurftu að sitja meðfram veggj- um í stiganum. Þotuliðið lét sig að sjálfsögðu ekki vanta enda ekki óþekktari menn en Quentin Tarantino í salnum. Meðal ann- ars mátti sjá leikstjóra Islands, Friðrik Þór Friðriksson, Jón Ól- afsson, viðskiptajöfur og sjálfan menntamálaráðherra Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Nonni úr Nonnabúð lét líka sjá sig sem og rokkararnir í Mínus sem auðvitað láta sýningar sem þess- ar ekki framhjá sér fara. Inn á milli mátti líka sjá forsíðuandlit tímarita en finna mátti stúlk- urnar sem prýða annars vegar hið umdeilda karlablað Bleikt og blátt og hins vegar öllu hóf- legri Vikuna. ■■ Ossur Skarphéðinsson hefur verið manna duglegastur við að blogga og hefur vart liðið sá dagur að nýr pistill hafi ekki birst eftir hann - fýrr en nú. Össur hef- ur ekki skrifað síðan á laugar- dag, en þá var hann staddur í Köben og var að undirbúa sig fyrir kvöldverð heima hjá Svav- ari Gestssyni ásamt fleiri þing- mönnum. Síðan segir Össur: „Sjálfur er ég frekar bindindis- hetja og hef raunar ástundað bindindi frameftir degi með lokkalegum árangri. Nú er sem >etur fer komið kvöld.“ Síðan íefur ekki heyrst í Össuri...

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.