blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 blaöi6 Vinnumálastofnun: Yfir 3000 at- vinnuleyfi á árinu Látnir menn gráirfyrir járnum: Lögreglan leitar vopna Rúmlega eittþúsund skotvopn týnd í kerfinu. Athugunarleysi œttingja kennt um. Vinnumálastofnun hefur veitt yfir 3000 atvinnuleyfi til erlendra starfsmanna það sem af er árinu. Rúmlega helmingur þeirra hafa verið veitt Pólskum starfsmönnum, eða 1555. Rúm- lega 300 atvinnuleyfi hafa síðan verið veitt til Kínverskra starfs- manna og rúmlega 180 til starfs- manna frá Litháen. Athygli vekur að leyfi hafa verið veitt til einstaklinga af tæplega 70 þjóðernum, og alls eru 18 leyfi veitt til einstaklinga sem hafa óskilgreint þjóðerni eða eru án ríkisfangs. Sem dæmi hafa atvinnuleyfi verið veitt til ein- staklinga frá Tonga, Lýbiu, Belís og Gana, svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svipast nú um eftir skotvopnum Rúmlega eitt þúsund skotvopn eru skráð á um sex hundruð leyfishafa sem allir eru látnir fyrir meira en ári síðan. Þetta kom í ljós við at- hugun ríkislögreglustjóra. Ekkert er vitað hvar vopnin eru í dag. Um 26 þúsund manns eru með skotvopna- leyfi í dag en 50 þúsund skotvopn eru á skrá. Hafa eitt ár til að ráðstafa vopni Skotvopnaskrá var lengi vel í höndum lögregluembætta víðs vegar um landið en árið 1999 var lögunum breytt og komið upp mið- lægum gagnagrunni. 1 gagngrunn- inum kom aðeins fram hver væri skráður leyfishafi en það var ekki fyrr en starfsmenn ríkislögreglu- stjóra fóru að bera grunninn saman við þjóðskrá núna í sumar að í ljós kom að 614 skráðir leyfishafa voru látnir. Samkvæmt vopnalögum þarf að ráðstafa vopni sem er hluti af dánarbúi innan eins árs. Annað hvort með því að selja eða afhenda vopnið einstaklingi með leyfi og end- urskrá það eða gera það óvirkt. Um- ræddir 614 einstaklingar eru skráðir fyrir 1.055 skotvopnum og bíður það verkefni nú lögreglunnar að finna út hvar þessi vopn eru niðurgrafin. Athugunarleysi Jónmundur Kjartansson, hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa áhyggjur af því að vopnin séu í reiðileysi og telur að hér sé fyrst og fremst um athugunarleysi ætt- ingja að ræða. „Við höfum ákveðinn fyrirvara um það að eitthvað af því sem þarna er gefið upp getur verið einhver vanskráning. Meirihlutinn er nú sjálfsagt það sem ekkert hefur verið gert í. Þetta eru sjálfsagt virk vopn“, segir Jónmundur og bætir við „í mörgum tilfellum getur þetta verið á heimilum þar sem öll fjöl- skyldan kann að fara með vopn og þess vegna hefur enginn hugsað um þetta sérstaklega þetta er bara þarna í vopnasafninu. Ég svona ímynda mér það að þetta sé meira þannig.“ Hann segir að tala sé samt sem áður of há og þess vegna hafi verið sett sérstök tilkynning á vef- inn. „Um leið og embættin fara að athuga þetta þá fer kannski að koma hreyfing á fólk að hafa samband. En að mínu mati er þetta í flestum til- fellum athugunarleysi." Olíuflutningar: Háþrýstidælur Sandblástur lÉÉI^1^® Bensín HDS 895 S Háþrýst hita og gufudæla HD 1050 B 40-230 bar 300 bar með snúningsstút Endlng og þ]ónusta 120-180 barj f 240 meö snúningsstútj SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SlMI 581 2333 / 581 2415 RAFVER.iKAFVER.IS - WWW.HAfVER.IS Fiskistofa: Góð síldveiði Sfldveiðar hafa gengið afar vel það sem af er árinu en afli norsk-íslenskrar síldar fyrstu 10 mánuðina er 829 þúsund tonn en var 809 þúsund fyrir allt árið í fyrra. Þetta kemur fram í áætlun Norðaustur Atlants- hafsnefndarinnar (NEAFC) um afla úr stofnum úthafskarfa, kolmunna, makríl og norsk- íslenska síldarstofnsins sem Fiskistofa sendi frá sér. Veiðar á kolmunna og úthafskarfa hafa dregist mikið saman og var heildarafli kolmunna í lok október kominn í 1.815 þúsund tonn og þar af afli íslenskra skipa um 257 þúsund tonn. Þetta nokkuð verri afli miðað við árið í fyrra en þá nam afl- inn 422 þúsund tonn. Þá kom fram að afli úthafskarfa hafi á yfirstandandi ári verið arfa- slakur eða um 69 þúsund tonn miðað við 112 þúsund í fyrra. íslensk skip veiddu í ár um 243 tonn af makríl en ekkert var veitt af honum í fyrra. Auglýsingadeild 510-3744 blaóió Vilja aðstöðu í Helguvík Olíufélögin hafa margoftlýstþvíyfirað œskilegra vceri að þotueldsneyti vœri geymt í Helguvík. Fátt hefur verið um svör hjá ráðamönnum. Flutningar á þotueldsneyti hafa verið í umræðunni síðustu daga. Eftir að olíubirgðastöðinni í Hafn- arfirði var lokað, hafa flutningar þotueldsneytis í gegnum borgina og suður til Keflavíkur, aukist mikið. Á fundi umhverfisráðs á mánudag lagði Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi til að Reykjavíkurborg efni til viðræðna við olíufélögin „með það að leiðarljósi að tryggja fyllsta öryggi í umræddum eldsneytisflutn- ingum. Kannað verði í góðu sam- ráði við olíufélögin hvort unnt sé að minnka þessa flutninga og koma því við að meginbirgðastöð fyrir þotueldsneyti verði sem næst þeim stað, þar sem notkunin er mest.“ Allt þotueldsneyti Skelj- ungs fer um borgina Umræðan um olíubirgðastöðina í Helguvík hefur lengi verið í umræð- unni. Þar er rætt um að olíufélögin fengju afnot af aðstöðu þeirri sem varnarliðið hefur komið upp þar, og hefur ekki full not fyrir. „Við flytjum allt okkar flugvélaeldsneyti úr Orfir- irsey, og suður til Keflavíkur,“ segir Stefán Karl Segatta, framkvæmd- arstjóri innkaupasviðs Skeljungs í ELDRI BORGARAR TAKIÐ EFTIR Aimennur fundur um kjara- og hagsmunamál eldri borgara verður haldinn laugardaginn 26. nóvember kl. 14:00 í Stangarhyl 4 í Ártúnsholti í Reykjavík. Á fundinn mæta alþingismennirnir Ásta Mölier, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Guðjón A. Kristinsson, Jónína Bjartmarz og Ögmundur Jónasson og fræða okkur um hvernig þingflokkarnir ætla að vinna að bættum hag eldri borgara. Eldri borgarar fjölmennið og notið tækifærið til að krefja alþingismennina svara varðandi málefni ykkar. Landssamband eldri borgara og Félag eldri borgara í Reykjavík leELANDAin samtali við Blaðið. „I Helguvík er stöð sem Skeljungur hefur margoft vakið athygli á að möguleiki væri að nota. Það gefur auga leið að Helgu- vík er mun gáfulegri kostur fyrir þessa starfsemi, en fjárfestingin sem fylgir því að byggja þarna nýja stöð er mikil. En þarna er stöð til staðar og því ekki að nota hana ef það er öllum til hagsbóta sem að málinu koma?“ Málið verið í kerfinu árum saman „Við lögðum inn umsókn um aðstöðu í Helguvik og hún bíður bara svars,“ segir Hörður Gunnarsson, fram- kvæmdarstjóri Olíudreifingar. „Varn- armálaskifstofautanríkisráðuneytis- ins hefur með þessi mál að gera, og þeir hafa verið að vinna í þessu máli árum saman. Það er stutt síðan við StUT£ endurnýjuðum þessa beiðni okkar en herinn hefur verið á móti þessum hugmyndum, og ég veit ekki til að þeim hafi snúist hugur.“ Hörður segir þetta mál snúast um krónur og aura og að það magn sem Olíudreif- ing flytji af flugvélaeldsneyti sé ekki nógu mikið til að reist verði ný stöð. „Ef að magnið væri meira, þá værum við örugglega búnir að byggja þarna. Þetta eru svo dýrar framkvæmdir. En geymarnir sem eru þarna eru til staðar eru gríðarlega margir, þó við vitum ekki hve margir eru í notkun núna. Auðvitað sjá allir að það er skynsemi í því að nota þetta.“ Hörður segist undrast það að Vestur- bæingar hafi kvartað yfir þessum flutningum. „Þessir flutningar fara ekki í gegnum vesturbæinn. Við notum Sæbrautina í þessa flutninga svo íbúar Vesturbæjar verða ekkert varir við þetta. Svo er minnkun á öðrum sviðum, því að það er alltaf að færast í vöxt að skip taki olíuna beint um borð frá Eyjagarði við Örfirirsey.“ Ekki náðist í varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar. Landhelgisgœslan: Getur hlaupið í skarðið fyrir varnarliðið Ef varnarliðið fer af landinu telur Landhelgisgæslan að hún sé fyllilega undir það búin að taka við verkefnum í almennu eftirliti, leit og björgun, en til þess þyrffi efla hana mjög og kostnaðurinn myndi verða um sjö milljarðar króna. Þetta var meðal þess, sem fram kom í máli Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs í gær. Georg telur að Landhelgis- gæslan þurfi að minnsta kosti tvær flugvélar og þrjár stórar þyrlur til þess að viðunandi viðbúnaður sé til þess að sinna núverandi verkefnum gæsl- unnar, ef ekki verður lengur hægt að leita til varnarliðsins þegar í harðbakkann slær.Á fimmta tug manna þyrfti til að manna áhafnir þessa flugflota og starfsliðs á jörðu niðri. Ef farið yrði út í slíka fjárfestingu í einu lagi reiknast mönnum til að hann myndi kosta um sjö miljarða króna. Landhelgisgæslan rekur nú eina flugvél og tvær þyrlur. Flugvéhn er raunar komin til ára sinna og hefur þegar verið ákveðið að kaupa nýja vél í stað hennar. Ml blómQUQl

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.