blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 12
12 I FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ íslendingar herja á Austur-Evrópu Boðið upp á beintflug til Búlgaríu apss^ss^lWí í' Iflít '2: ÍS®5®« *m mm mm * ■ WÍ Golden Sands strandleggjan er stórglæsileg. Búlgaría er að verða einn af mest vaxandi ferðamanna- stöðum í Evrópu, enda er þar að finna skemmtilega blöndu af nútímaþægindum vestursins og blæ- brigða gömlu austurblokkarinnar. Ferðaskrifstofan Terra Nova til- kynnti um síðustu helgi að hún ætl- aði, fyrst íslenskra ferðaskrifstofa, að bjóða upp á beint flug til þangað. Gífurlega góð viðbrögð Flogið verður til Golden Sands, sem samkvæmt fréttatilkynningu ferða- skrifstofunnar býður upp á allt sem góður sumarleyfisstaður á að bjóða upp á: langar sandstrendur við krist- altært Svartahafið, fjölbreytt útval í afþreyingu og sportiðkun og að sjálf- sögðu fjörugt næturlíf. Björn Hrafn Ingólfsson, markaðs- stjóri Terra Nova, segir að ástæða þess að þeir eru að hefja beint flug á þennan áfangastað sé fyrst og fremst sú að verið sé að bjóða íslend- ingum upp á nýjungar. „Búlgaría er frábær áfangastaður þannig að við erum einfaldlega að fara inn á þennan markað út af því,“ segir Björn og bætir við að verðlag í Búlg- aríu sé ótrúlega hagstætt og mun ódýrara en víðast hvar í Evrópu. Því er allt uppihald og almennur rekstur mun hófsamari og það ætti að vera hægt að lifa sem kóngur í mat og drykk á meðan á dvölinni stendur án þess að sitja uppi með risavaxinn krítarkortareikning þegar að heim er komið. Auk þess sem verðlagið gerir það vitaskuld handhægara að ferðast um landið ef fólk er þannig þenkjandi. Sala ferðanna hófst á sunnudaginn síðasta og seldust þá yfir 300 sæti sem var langt fram úr björtustu vonum söluaðilans. Við- brögðin benda því til þess að þetta sé valmöguleiki sem Islendingum líkar vel við. Samkvæmt Bjarna þá kostar svona pakki, ef flogið er út fyrsta júni og dvalið í íbúð, um 39.995 kr. á mann ef miðað er við fjölskyldu, tvo fullorðna og tvö börn. Ekkert útilokað í framtíðinni Þegar Bjarni er spurður hvort það sé á dagskrá ferðaskrifstofunnar að bjóða uppá fleiri áfangastaði í Austur-Evrópu segir hann að enn sem komið er sé ekkert slikt fyrir- liggjandi. „Það er ekkert sem við ætlum að ýta úr vör núna. 1 framtíð- inni er þó ekkert útilokað." Bjarni segir þó að Terra Nova hafi nýverið sett á markað sérferðaráætlun sína fyrir næsta sumar, en sérferðirnar eru skipulagðar hópferðir með 20- 40 manna hópa þar sem skoðaðir eru ákveðnir áfangastaðir undir leiðsögn fagmanna með þekkingu á aðstæðum. „ Við ætlum til dæmis í tengslum við þetta Búlgaríuflug að bjóða upp á sérferðir til Búlgaríu og Tyrkland og Búlgaríu og Grikk- land sem eru alveg sérstaklega spennandi ferðir. Svo erum við með ferðir um Norður-Spán, þar sem pílagrímaleiðin til Santiago De Com- postella er farin. Auk þess erum við með skútusiglingu um Adríahafið,“ en strandlengjan þar og hafið sjálft þykir eitthvað það fallegasta sem fyrir finnst við Miðjarðarhafið. í þessum ferðum er siglt um á skútu í viku og svo er seinni vikan notuð til að skoða staði í Slóveníu og Króatíu. Það er því ýmislegt spennandi í boði hjá Terra Nova um þessar mundir. Skíðaferðir á komandi vetri Ferðir erlendis íslendingar hafa þurft að fara erlendis til þess að svala skíða- fíkn sinni á fullnægjandi hátt á undaförnum misserum enda viðvarandi snjóleysi verið á Is- landi síðustu ár. I ár er boðið upp á fjöldan allan af slíkum ferðum að venju. Úrval Útsýn býður til dæmis upp á fjöl- breyttar skíðaferðir í vetur. Þar ber helst að nefna nýjung í þeirra þjónustu þar sem að nú gefst tækifæri á beinu leigu- flugi til Aspen og Vail í Color- ado í Bandaríkjunum til að sinna skíðafíkninni við kjörað- stæðuríKlettafjöllunum. Farið verður 26. febrúar og stoppað í 9 nætur. Áfram verður haldið að bjóða upp á ferðir til itölsku alpanna sem hafa verið vinsæl- ustu áfangastaðir ferðaskrif- stofunnar til fjölda ára. Þar eru fyrsta flokks skíðastaðir með brekkum við allra hæfi. Þá verður áfram flogið með skíðaáhugamenn til frægustu skíðastaða Evrópu í austur- rísku ölpunum enda eru afar góð skilyrði til skiðaiðkunnar í Austurríki hvað varðar lands- lag og veðurskilyrði. Líka hægt að skíða á Islandi Ekki er þó nauðsynlegt að ferð- ast til útlanda til þess að kom- ast í góða skíðaferð enda virðist svo vera að snjórinn sé að snúa aftur í skíðabrekkur íslend- inga að einhverju leyti. I HHð- arfjalli er til' að mynda fyrir- mynda skíðasvæði rétt við bæjardyr Akureyrarbæjar. Þar hefur verið opið að undaförnu og fýrsta snjóvélin var ræst þar í síðustu viku. Samkvæmt heimasíðu skíðasvæðisins á hún að skila af sér „nýföllnum jólasnjó" sem hlýtur að hljóma vel í eyrum skíðaáhugamanna. Þá kemur einnig fram að stefnt sé að því að taka fleiri slíkar í gagnið á næstu dögum þegar fer að frysta meira. Skíða- svæðin á suðvesturhorninu eru þó enn sem komið er lokuð vegna snjóleysis. Er vegabréfið þitt i iagi? Þegar fólk er að leggja út í ferða- lög milli landa þá er nauðsynlegt að vegabréfamál séu á hreinu. Það er enda fátt verra en að leggja upp í Iangferð og stranda á því að vegabréfið þitt er annað hvort útrunnið eða uppfyllir ekki þær kröfur sem að Iandið sem heim- sótt er gerir. Muna að endurnýja tímanlega Það fer reyndar eftir því hvert við- komandi er að fara hvort hann þurfi vegabréf yfir höfuð. Ef ferðast er innan gamla norræna vegabréfasam- bandsins þá er í raun alveg ónauð- synlegt að hafa í höndum vegabréf eða önnur þar til gerð ferðaskilríki. Þetta á við ef verið er að fara til Danmerkur, Finnlands, Noregs eða Svíþjóðar. Þó er vert að hafa í huga að mikilvægt er að taka með sér ein- hvers konar persónuskilríki. Þegar ferðast er til annarra landa en ofan- greindra þá verður hins vegar að vera með vegabréfið I lagi og eru þar ýmsir þættir sem vert er að taka til- lit til. Vegabréf þeirra sem eru yngri en 18 ára gilda til fimm ára í senn en þeirra eldri helmingi lengur, eða í 10 ár. Oft er það svo að fólk áttar sig ekki almennilega á því hvenær það á að endurnýja vegabréfin. Því er nauðsynlegt að hafa það I huga að Útlendingastofnun, umsjónar- aðili vegabréfaútgáfu, áskilur sér rétt til þess að taka sér 10 virka daga til að afgreiða vegabréfin. Þá fer verð vegabréfanna eftir aldri umsækj- anda en vegabréf barna og eldri borg- ara kosta 1.900 kr. og annarra 5.100 kr. Það er því ljóst að til að vera alveg öruggur þá ættu væntanlegir ferða- langar að sækja um endurnýjun í síðasta lagi tveimur vikum fyrir áætlaða brottför. Vissulega er hægt að fá vegabréf afgreidd með styttri afgreiðslufresti, meira að segja sam- dægurs, en fólk ber að hafa það í huga að slík afgreiðsla kostar tvöfalt meira en venjuleg afgreiðsla og því skarð fyrir skildi í fjárhagslegum skilningi ef gleymist að endurnýja tímanlega. Ekki sömu reglur í gildi um ferðir til Bandaríkjanna Þeir sem hyggjast ferðast til Bandaríkjanna eru hvattir sérstak- lega til þess að vera meðvitaðir um að síðastliðið sumar tók gildi ný reglugerð sem krefst þess að allir tæir sem ætla að ferðast þangað frá slandi verði annað hvort að bera tölvulesanleg vegabréf eða fá þar til gerða áritun i bandarísku sendi- ráði. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvules- anleg og því eru það sér í lagi þeir sem eru með eldri vegabréf en það sem þurfa að veita þessu sérstaka athygli. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Islandi þá þurfa þeir sem þarfnast slíkrar áritunar að bóka viðtal á heimasíðu sendiráðsins, www.usa.is, áður en að áritunin er veitt. Ef að allt gengur vel og engin vandamál eru til staðar þá er það oftast þannig að gengið er frá árituninni samdægurs eða í síð- asta lagi næsta dag eftir hádegi. Þó ber að hafa það í huga að það kostar 100 dali að fá áritunina og er hægt að inna greiðsluna af hendi í íslenskri mynt eða með dölum eftir því sem hentar ferðalanginum best. t.juliusson@vbl.is Göguskíða- ferðir Gönguskíðaáhugamenn eru þó ekki undaskildir framboðinu þar sem að íslenskir fjallaleið- sögumenn bjóða upp á skíða- ferðir inn á hálendið og upp á jökla á komandi vetri sem fyrr. Samkvæmt heimasíðu þeirra er um að ræða gönguskíða- ferðir með mismikilli áherslu á líkamlega áreynslu, enda eigi svona ferðir að vera ferðalag, frí og skemmtun allt í einuni pakka. Atvinnuleiðsögumaður sér um að allir fái sem mest út úr ferðinni og að þeir sem fari í ferðirnar læri að nýta sér möguleika sína og landsins auk þess sem þeir halda utan um útbúnað og annan undir- búning. Frekari upplýsingar um ferðir og kostnað er hægt að nálgast á heimasíðu þeirra, www.mountainguide.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.