blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 23.11.2005, Blaðsíða 37
blaðið MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2005 DAGSKRÁI37 ...ólátabelgi Ljóð Dylan seljast á 78 þúsund dollara hjá Christie's Ljóðasafn sem skrifað er af háskóla- stúdentinum Robert Zimmerman frá Minnesota, sem síðar varð „rödd kynslóðarinnar11 og betur þekktur sem Bob Dylan, seldist á 78 þúsund dollara á uppboði á rokkminjum. Ljóðasafnið hét „Ljóð án titils“ frá árinu 1960 og þar prufukeyrir hann í fyrsta skipti dulnefnið sitt Dylan. Mörg ljóðanna bera því undirskrift- ina „Dylan“ eða „Dylanism“, og er þetta elsta þekkta verk þar sem hann notar nafnið, samkvæmt uppboðshaldaranum Christie’s. Kaupandinn var nafnlaus evrópsk- ur safnari. Næstum 200 munir voru boðnir upp síðasta mánudag, og sumir hverjir voru fengnir frá stærstu stjörnum rokksins, eins og Bítlunum, Bruce Springsteen og The Who. Fender Stratocaster- rafmagnsgítar sem var í eigu Eric Clapton fór langt fram úr áætluðu söluverði sem átti að vera 3-5 þús- und dollarar en það var amerískur safnari sem keypti hann á 36 þús- und dollara. Einnig seldist Hamm ond B-3 rafmagnsorgel á 22 þúsund dollara, en það var frá upptökustúd- íói í Alabama sem mikið var notað af stórstjörnum milli 1969 og 2005. Hálsmen sem Jimi Hendrix var með árið 1967 á Popphátíðinni í Monter- ey fékk hins vegar enga athygli, og enginn sýndi heldur texta frá Jim Morrison úr The Doors áhuga. Er Jake Gyllenhaal tvíkynhneigður? Teboð Orlando Stundum þegar fólk verður frægt stígur öll athyglin og allir pen- ingarnir sem það fær þeim til höfuðs, og sumir leita jafnvel að einhvers konar flóttaleið út úr þessu öllu. Sumir nota eiturlyf, sumir áfengi og Orlando Bloom not ar....grænt te. Hinn breski leikari hefur látið uppi að hann hafi orðið að taka hlé á tedrykkjunni því honum varð illt af henni. Hann datt niður þrjár hæðir og meiddi sig í baki, áður en hann sló í gegn sem leikari, og svo virðist sem verkurinn komi aftur þegar hann innbyrðir of mikið koffín. Og hvernig veit hann það? Af því að hann drakk of mikið af þessu græna stöffi þegar hann var við næturtökur á myndinni El- izabethtown, sem er hans síðasta kvikmynd með Kirsten Dunst. Hann útskýrir: „Ég var að drekka grænt te sem inniheldur koffín. Ekkert gífurlegt magn af því en nóg til að halda mér vakandi. I lok nætur var ég að drepast í bakinu. Svo virð- ist sem koffínið þurrki upp hrygginn og því kom verkurinn aftur.“ Stjarnan úr Donnie Darko hefur aukið vinsældir sínar heilmikið með þvi að neita að láta það fara í taugarnar á sér þótt uppi séu sögur um að hann sé tvíkynhneigður. 1 stað þess að fara í vörn og verða reiður og hóta að kæra fólk, hefur hinn 24 ára leikari sagst vera upp með sér út af þessari kjaftasögu, en segir samt að hún sé röng. Jake segist bara hafa laðast að konum fram á þennan dag, en það væri allt i lagi sín vegna ef svo væri ekki. „Mér finnst bara ánægjulegt að slíkar kjaftasögur séu um mig,“ segir hann. „Það þýðir bara að ég passa í fleirri hlutverk. Ég er opinn fyrir hverju því sem fólk kýs að kalla mig. Ég hef aldrei laðast að mönnum sem slíkum, en ég myndi ekkert verða hræddur ef það gerðist.“ Jake er einhleypur, en hann er nýhættur með kærustu sinni til þriggja ára, Kirs- ten Dunst. 1 nýju myndinni sinni, Brokeback Mountain, leikur Jake samkynhneigðan kúreka sem slær sér upp með Heath Ledger. Myndin kemur í bíó í lok desember. Þorfinnur Ómarsson er fréttamaður á NFSw fréttastöðinni Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það Ijómandi gott Hvenær byrjaðirðu fyrst að vinna í fjölmiðlum? Eg byrjaði 1986 að skrifa um kvikmyndir í gamla Helgarpóstinum. Það er skemmti- leg tilviljun að það var einmitt Sigmundur Ernir sem fékk mig í vinnuna en þá var hann blaðamaður og hafði sjálfur skrifað um kvikmyndir. Siðan þá hef ég verið mjög víða og það má segja að ég hafi fengist við allar gerðir af fjölmiðlum. Hvernig finnst þér að vinna í sjónvarpi? Sjónvarp er sá miðill sem ég kann best við og þar að auki þá kann ég best við mig í beinni útsendingu. Það má segja að ég sé eins og fiskur í vatni þegar spennan nálgast en hún hefur jákvæð áhrif á mig en ekki neikvæð. Hvernig kanntu við þig á Nýju Frétta- stöðinni? Vinnan á Nfs einstaklega lifandi, skemmti- leg og allt að því bylting í íslensku sjónvarpi þó að auðvitað eigum við enn eftir að sjá hvernig þetta á eftir að ganga fá viðbrögð en held að þetta nokkuð vel hjá okkur. Langaði þig að verða sjónvarpsmaður þegar þú varst lítill? Ég ólst upp með annan fótinn í sjónvarp- inu og hafði mikinn áhuga á þessu auk þess að hafa mikinn áhuga á kvikmynd- um en ég ætlaði samt ekkert endilega að fara út í þetta sjálfur. Það má segja að á unglingsárunum hafi ég reynt að fjar- lægjast þetta af því mér fannst eitthvað hallærislegt að gera það sama og pabbi. En það var nú sennilega feimni unglings- áranna að kenna og ég sá fljótt að þetta hentaði mérvel. Er vinnan í sjónvarpi öðruvísi en þú hefðir búist við? Nei ég held ég hafi alveg vitað hvað ég var að fara út i enda spiluðu fjölmiðlar mjög stóran þátt í mínum uppvexti. Er eitthvað óvenjulegt sem hefur gerst fyrir þig í útsendingu? Þegar ég var í gamla Dagsljósinu á árun- um 1993-1996 þá ákvað ég að gera eitt- hvað sem hafði aldrei verið gert í íslensku sjónvarpi og fékkEinarThoroddsen til að koma og smakka vín. Það urðu svo mikil læti að það var reynt að kæra mig og þáttinn fyrir brot á áfengislögum. Það er skondið að hugsa til þess (dag þar sem þetta þykir sjálfsagðasti hlutur en þá voru sendar inn margar kærur. Eigum við ekki bara segja að ég hafi verið svona framsýnn. Ef þú mættir velja síðustu spurning- unni í viðtalið hver myndi hún vera? Hvern myndirðu helst vilja fá í viðtal til þín?“ Ég myndi vilja taka einka- viðtal við Jesús Krist í beinni útsendingu. Hvort hann kæmi í settiðtil okkareða væriálinkerút- færsluatriði sem ég á eftir að græja". El Stöð 2 20:30 Supernanny US (3:11) Ofurfóstran Jo Frost er kominn til Bandaríkjanna þar sem henni bíður ærið verk, að kenna ungu og ráð- þrota fólki að ala upp og aga litla og að virðist óalandi og óferjandi óláta- belgi. Sirkus 21.00 So You Think You Can Dance (8:12) Dómararnir ferðast víða um Banda- ríkin en aðeins þeir 50 bestu fá að fara til Hollywood þar sem nið- urskurður- inn heldur áfram. Þar fádansararn- ir að vinna með bestu danshöfund- um landsins þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari. Skjár 1 21:00 Sirrý Spjallþáttadrottningin Sigríður Arn- ardóttir snýr aftur með þáttinn sinn Fólk með Sirrý og heldur áfram að taka á öllum mann- legum hliðum sam- félagsins, fá áhuga- verða einstaklinga til sín í sjónvarpssal og ræða um málefni sem snúa að okkur öllum með einum eða öðrum hætti. EITTHVAÐ FYRIR... ...forvitna Herra Island Fylgstu með kynningum á keppendum um titilinn Herra ísland í kvöld klukkan 19.30 á SKJÁEINUM. Þú getur haft bein áhrif á úrslitin þar sem eingöngu verður valið með símakosningu. 0

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.