blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 24
24 I FERÐALÖG MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaðiö Egyptaland: Pýramídar, loftbelgir og hof Ferðaþjónusta bænda stóð fyrir ferð til Egyptalands í byrjun október. Þetta var fyrsta ferð þeirra þangað og tókst mjög vel. Hugrún Hannesdóttir var með í ferð- inni og leyfði okkur að birta brot úr ferðasögunni: Ferðinni var heitið til Egypta- lands og vorum við samtals 43 sem lögðum af stað í þetta ævintýralega ferðalag. Það var nokkuð merkilegt að hugsa til þess að við lögðum af stað í þriggja gráðu frosti og lentum í Kairo seint um kvöldið í 30 gráðu hita. Fyrsta daginn var haldið beint til Giza til að skoða pýramídana. Ég hafði nú eiginlega ekki hugsað svo mikið um pýramídana, en þegar við sáum þá birtast risastóra í mistrinu var það bara hreint út sagt ótrúlegt. I Egyptalandi eru 1x0 pýramídar og þar af eru níu við Giza. Það er líka nokkuð merkilegt að standa þarna á brúninni og horfa öðru megin á þá ógnarstóru borg Kairo og hinum megin eru tvö af sjö undrum ver- aldar, pýramídarnir og Sahara eyði- mörkin. Sá stærsti þeirra er Kheops og vorum við nokkur sem fórum inn í hann en til að gera það má ekki vera með innilokunarkennd, ekki bakveikur og ekki hjartveikur. Gang- arnir eru sem sagt þröngir, lágir og langir. Maður þurfti að ganga bog- inn mestan hlutann og þegar komið var inn í konungaherbergið var það að sjálfsögðu tómt, en pýramídarnir voru flestir rændir fyrir löngu síðan. Þarna var líka Sfinxen hofið en þar voru líkin búin til greftrunar, eða eigum við heldur að segja að þau hafi verið búin undir að verða múm- íur. Við fengum því líka nákvæma lýsingu á hvernig það fór fram. Hlýtur að hafa verið alveg sérlega geðsleg vinna. Við fórum í siðbúinn hádegis- verð á fljótabát áður en haldið var í verslun sem selur skartgripi og síðan á basarinn í gamla bænum. Þar var hægt að sjá hvernig lífið gengur fyrir sig í raun og veru í landinu, því um fjórðungur Egypta lifir undir fá- tækramörkum og um helmingur er hvorki læs né skrifandi. Galakvöld Við fórum flest öll með í verslun- arferð einn daginn. Það var mjög skemmtilegt því þá var komið að því að velja „Galabeijá' eða egypsk föt fyrir sérstakt egypskt kvöld sem átti að vera um borð í skipi þar sem við dvöldum í 6 nætur. „Gala- beija“ eru nokkurs konar kjólar eða skykkjur úr bómull, en Egyptaland er einmitt þekkt fyrir bómullarrækt. Við hlógum mikið þegar búið var að klæða nokkra karlmenn í hópnum í kjólana og vefja klútum um höfuðið. Hugrún á úlfalda t eyðimörkinni. I baksýn má sjá eitt af sjö undrum veraldar, pýramfdana. Einn þeirra vildi líka fá mynd af sér með afgreiðslustúlkunni og lagði handlegginn um öxlina á henni, nokkuð sem vakti litla hrifningu hennar. Það er sem sagt siður hér í landi að karlmenn megi faðmast á almannafæri, það sama gildir um konur, en ekki karl og konu. Loftbelgir Eitt mesta ævintýri ferðarinnar, kannski einmitt af því að maður vissi ekkert við hverju var að búast, var útsýnisferð með loftbelgjum. Það var alveg sérstök tilfinning að leggja af stað í niðamyrkri, aka að aðalhöfninni og ganga bryggjuna að litlum bátum, þar sem fólk svaf á flestum bekkjunum. Við klöngr- uðumst um borð í bátinn sem tók einmitt 20 manns og fengum kaffi eða te, ásamt nærri óætri kökusneið. Síðan var siglt í myrkrinu yfir Níl og var þetta okkar fyrsta sigling á ánni. Þegar við nálguðumst bakk- ann hinum megin sáum við verur í kuflum sem biðu okkar og var mjög auðvelt að ímynda sér að við værum nokkurs konar flóttafólk sem værum að stelast þarna á land. Þetta var nú samt bara móttöku- nefndin sem beið eftir okkur og eftir Sól rfs yfir Egyptaiandi, séö úr loftbelg. að hafa farið eftir einföldum planka á land var ekið áfram að þeim stað þar sem loftbelgirnir voru. Þar sem við vorum 19 komumst við í einn loft- belg og var sérstakt að fylgjast með þegar þeir voru að koma belgnum af stað. Alls staðar í kringum okkur var verið að undirbúa loftbelgi og loftið þrungið spenningi, enda hafði ekkert okkar farið um borð í loftbelg áður. Það er erfitt að lýsa tilfinning- unni þegar við vorum að taka á loft og þá ekki síður þegar við skyndilega fórum að lækka flugið og við sáum fram á að nauðlenda á næsta akri, en þannig fór það nú ekki og eftir smá tíma liðum við ótrúlega hratt upp í loftið. Við fundum varla fyrir því að vera að fljúga, vorum að me- stu í um 1V2 km hæð og sáum sólina koma upp yfir Luxor. Einnig sáum við bændurna á þessu svæði halda út Myndlrúreinkasafni á akrana í kerrum sem dregnar voru af einum asna og það voru yfirleitt ekki heil þök á húsunum, einungis yfir um það bil helmingnum. Alveg ótrúleg sjón og svo má að sjálfsögðu ekki gleyma útsýninu yfir Níl og Konunga-og drottningadalinn. Sólarupprás Annar hápunktur ferðarinnar var þegar haldið var út á flugvöll upp úr klukkan þrjú að nóttu til og flogið til Abu Simbel, en þangað voru um 280 km. Það er í rauninni vart hægt að lýsa tilfinningunni að sitja fyrir utan Abu Simbel kl. 5.45 að morgni, horfa á sólina koma upp og lýsa hofin upp í rauðbleikum lit. Þessi hof eru þau stórkostlegustu sem við sáum í ferð okkar um Egyptaland og alveg ólýsanlega vel varðveitt, enda voru þau grafin í sand í gegnum aldirnar og fundust ekki fyrr en snemma á 19. öld. Litirnir og sagan urðu til þess að maður gat ímyndað sér hvernig öll hofin hafa á sínum tíma litið út. Einnig skipti miklu máli að vera þarna á þessum tíma því við fengum nánast næði og þegar við héldum til baka voru margir hópar rétt að koma og fólk þurfti að bíða í röðum eftir að fá að komast inn. Þessari heimsókn ætla ég nú ekkert að lýsa nánar, en verð að segja að ef verið er að ferðast um Egyptaland er hrein- lega nauðsynlegt að heimsækja þessi hof Ramses II og uppáhalds eigin- konu hans, Nefertari. Nú var komið að síðasta kvöldi okkar um borð í skipinu og var því komið að Gala- bía kvöldverðinum, en við vorum öll búin að kaupa okkur galabia og skemmtum okkur aldeilis vel við að klæða okkur upp á egypska vísu. Afslöppun Næstu tvo daga var bara hægt að slappa af, vera í sólbaði eða fara í skoðunarferðir sem voru í boði frá hótelinu. Margir fóru á sýningu á hóteli rétt hjá sem heitir íoox nótt, en sumir fóru í siglingu á sérstökum báti með glerbotni og komu yfir sig hrifin tilbaka. Einnig voru tveir sem fóru í safaríferð á fjórhjólum til að heimsækja Bedúínaþorp í eyðimörkinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.