blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaöiö SUSHI TRHin OPNAR1. DESEMBER [LÆKJARGATA] Heilbrigðisráðherra: Ný reglugerð felld úr gildi Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ákvað í gær að afturkaUa reglu- gerð þá sem hann setti ffam í október síðastliðinn. Þetta þýðir að ákvörðuninni um að fella niður bætur og innheimta að fullu ofgreiddar bætur til aldraðra og öryrkja er frestað þar til liggur fyrir niðurstaða frá starfshópi sem ráðherra hefur ákveðið að skipa. Þeir sem hefðu að óbreyttu ekki fengið neinar greiðslur í des- ember, vegna skerðingar, fá nú bætur greiddar. Starfshópurinn hefur það hlutverk að fara yfir málið í heild sinni og gert er ráð fyrir að hann setji fram tillögur til breytinga á eftir- litsþætti Tryggingastofnunar, endurreikningi og niðurfell- ingu bóta. 1 tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að haft verði samráð við samtök öryrkja og aldraðra í málinu. Anægja með ákvörðunina Viðsnúningur ráðherra í málinu kemur í kjölfar mikilla mótmæla ffá forsvarsmönnum aldraðra og öryrkja. Félag eldri borgara í Reykjavík sendi kvörtun til umboðsmanns Aþingis vegna málsins og brást umboðsmaður við með þvi að inna ráðuneytið svara um hvernig skerðingarákvæðið samrýmdist stjórnarskrá og þeim sáttmálum sem íslend- ingar eiga aðild að. Landssam- band eldri borgara krafðist þess einnig að reglugerðin yrði dregin til baka. í samtali við Blaðið sagðist Sigursteinn Más- son, formaður Öryrkjabanda- lagsins, vera með ánægður með ákvörðun ráðherra, enda væri hún í samræmi við þær kröfur sem bandalagið hafi sett fram í málinu. Laugardalshöllin: Viðbyggingin tekin i notkun Blaíið/Frikki í gær var formlega tekin í notkun viðbygging við Laugardalshöllina. Byggingin er um tíu þúsund fer- metrar og er um að ræða fullkomið fjölnota hús fyrir frjálsar íþróttir, sýningar og ráðstefnur. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, opnaði húsið formlega. Hún segir að ákaflega vel hafi tekist til með viðbygginguna við gömlu höllina sem fagnar 40 ára afmæli sínu þann 4. desember. Steinunn Valdís segir að húsið verði mikil lyftistöng fyrir íþróttaviðburði, sýningar og aðra stórviðburði. Laugardalshöllin er í eigu íþrótta- og sýningarhallarinnar ehf. Að félaginu standa Reykjavíkur- borg og Samtök iðnaðarins og þakk- aði Steinunn Valdís samtökunum fyrir gott samstarf. 10.000 manna tónleikasalur Með tilkomu viðbyggingarinnar er Lau’gardalshöllinn alls rúmir 16.000 fermetrar að flatarmáli. I nýbygging- unni er 5.000 fermetra salur sem er sérhannaður fyrir frjálsar íþróttir, auk sýninga og stærri viðburða. Nýi salurinn rúmar 7-10 þúsund manns á tónleikum og viðlíka við- burðum og er þvi kærkomin viðbót í tónleikasalaflóru landsins. Einnig er fullkomin innandyra funda- og ráðstefnuaðstaða og þar má taka á móti 120 ráðstefnugestum í sæti. Framkvæmdir við verkefnið hófust í júlí 2003 og er heildarkostnaður við bygginguna um 1,5 milljarður króna. Blaðið/Frikki Guðni tekur á móti Mjólku-pósti Það bar vel í veiði hjé Guðna Ágústssyni í gær þegar hann tók á móti mjólkurpósti I ráðuneyti sínu. Þar var um að ræða boðskort af sérstæðari gerðinni, en á föstudaginn mun Mjólka taka mjóikurstöð sína formlega í notkun og býður til sín gestum við það tækifæri. Guðni greip tækifærið og teygaði mjólkina af áfergju eins og sést á myndinni. Visa-ísland VISA kort ekki afrituö VISA ísland hefur ekki þurft að inn- kalla nein krítarkort í kjölfar korta- misnotkunar í Bandaríkjunum. Talsmenn fyrirtækisins telja að umrædd misnotkun beinist að þessu sinni fyrst og fremst að Masterkortum og því geti VISA korthafar andað léttar. Lentu í hlið- stæðu máli Blaðið sagði frá því í gær að fyrirtækið Kreditkort hf. hefði innkallað um 200 innlend Masterkort af öryggisástæðum þar sem grunur lék á að þau hefðu orðið bandarískum kreditkortasvindlurum að bráð. Þórður Jónsson, sviðsstjóri korthafa- sviðs hjá VISA fsland, segir að ekki sé talið að VISA kort hafi verið mis- notuð í þessu tilfelli. „Það er ekkert á þessari stundu hjá okkur í þessu máli. Við lentum í svipuðu máli fyrr á árinu í febrúar og mars og þurftum að loka um 39, til 40 kortum. En það er ekkert núna pkkar megin enda er ekkert sem segir að þetta þurfi endi- lega að haldast í hendur á milli vörumerkja." Þórður segir kortafalsara oft vinna í hvert skipti með ákveðna kortategund og flakki þá lítið á milli tegunda. Þá segir hann að fylgst sé með öllum óeðlilegum kortanotkunum í gegnum ákveðið eftirlitskerfi og út frá visbendingum og í þessu tilfelli bendi ekkert til þess að VISA kort hafi verið afrituð eða misnotuð. •a „... eropinská, leiftrandi og heillandi... Hér er vissulega um eigulega bók að rœða, ekki aðeins fyrir aðdáendur Lennons, heldur alla þá sem .. láta sigsögu dægurtón- listar einhverju varða.“ Sveinn Guðjónsson, Mbl. Frábær bók sem varpar nýju ljósi á eina helstu rokkstjörnu 20. aldar. SKRUDDA Eyjarslóft 9 - 101 Reykjavík s. SS2 8866 - skrudda£)skrudda.is (3 Heíðskírt (3 Léttskýjað Skýjað Alskýjað Rignlng, litilsháttar /'/' Rigning 9^9 Súld íjc Snjókoma ‘ Snjókoma r—7 siydda r"7 Snjóél r—7 * V V V Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 05 12 12 00 04 -03 02 02 /// /// 2° /// 3 13 Veðurhorfur í dag kl: 18.00 08 Veðursíminn 07 Byggt á upplýslngum há Veðuretofu íslands * '/A /// v 40 • -1° morgun 40 I » -2‘ AÓ u

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.