blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 28
28 I MENWING MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 Maðift Tónlistarhátíð á jólaföstu í Hallgrimskirkju Að venju verður boðið upp á glæsi- lega dagskrá í Hallgrímskirkju á að- ventunni. Laugardaginn 3. desember kl. 17 verða jólatónleikar Mótettu- kórsins endurteknir en frumflutn- ingur var í gærkvöldi. Einsöngvari á tónleikunum verður hinn tólf ára gamli drengjasópran, ísak Ríkharðs- son, sem hefur vakið mikla athygli fyrir engiltæra rödd og fagran söng. Annar góður gestur á tónleikunum verður saxófónleikarinn vinsæli Sig- urður Flosason. Hann hefur löngu sannað að fáir standa honum á sporði við að spinna fallegan vef i kringum þekkta sálma og mun efna til spennandi tónaleiks með Mótettu- kórnum þar sem jólalögin taka á sig nýjar og óvæntar myndir. Hið glæsi- lega Klaisorgel Hallgrímskirkju mun að sjálfsögðu einnig leggja sitt til málanna og auka hátíðarbrag tón- leikanna með hjálp Björns Steinars Sólbergssonar, organista. Stjórnandi verður að venju Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju. Á tónleikum sínum í Hallgríms- kirkju, sunnudaginn 4. desember kl. 17, mun Björn Steinar Sólbergs- son leika glæsilega orgeltónlist frá ýmsum tímum tengda aðventu og jólum með áherslu á franska jóla- tónlist, m.a. frá barokktíma. Efn- isskráin er fjölbreytt, aðgengileg og afar hátíðleg og gefur organist- anum ríkuleg tækifæri til að nýta sér hljómauðgi Klaisorgelsins, stærsta hljóðfæris landsins. Meðal 99.................. Um er að ræða fyrsta heildarflutning á verkinu með fullskip- aðri barokkhljómsveit hér á landi, kantötur l-lll verða fluttar á tvennum tónleikum og kantötur IV-VI á einum. höfunda verkanna má nefna Louis- Claude Daquin, Claude Balbastre og Felix Alexandre Guilmant. Jólaóratóríu Johann Sebastian Bach þarf vart að kynna. Hún er þekktasta og stórbrotnasta tón- verk sem samið hefur verið í til- efni af fæðingarhátíð Krists og er sjálfsagður hluti af hátíðarbrag jólanna um allan heim. Um er að ræða fyrsta heildarflutning á verkinu með fullskipaðri barokk- hljómsveit hér á landi, kantötur I-III verða fluttar á tvennum tón- leikum og kantötur IV-VI á einum. Kammerkórinn Schola cantorum, sem mun syngja óratóríuna undir stjórn Harðar Áskelssonar, hefur á stuttum ferli komist í fremstu Frá jólatónleikum á aðventu 2004. röð evrópskra kóra og hlotið verð- laun í alþjóðlegum kórakeppnum. Einsöngvarar á tónleikunum verða nokkrir af glæsilegustu full- trúum yngri kynslóðar íslenskra söngvara, þau Hulda Björk Garð- arsdóttir, sópran, Sesselja Krist- jánsdóttir, alt, Eyjólfur Eyjólfsson, tenór, og Ágúst Ólafsson, bassi. Með þessum fríða flokki söngvara leikur Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag. Hún er skipuð frá- bærum hljóðfæraleikurum frá 20 þjóðlöndum, sem hafa sérhæft sig í flutningi barokktónlistar. Jóla- óratórían verður flutt laugardag- inn 10. desember kl. 17 (kantötur I-III), sunnudaginn 11. desember kl. 15 (kantötur I-III) og kl. 18 (kantötur IV-VI). B SÖLUMENN ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum i fulla vinnu. Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. Blaðiö Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Ævintýrið um Auga- stein á Akureyri og í Reykjavík Leikhópurinn Á senunni sýnir Æv- intýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri og í Tjarnarbíói í Reykjavík nú fyrir jólin. Sýningar verða á Ak- ureyri dagana 10. - 12. desember og í Reykjavík dagana 14. -18. des- ember. Sýningarnar á Akureyri eru í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Barnabókin Ævintýrið um Auga- stein fékk glimrandi viðtökur fyrir jólin 2003 og seldist í þúsundum eintaka. Útgefandi var Mál og menning. Ævintýrið um Augastein var frumsýnt i London árið 2002 og i Reykjavík 2003. Verkið er leikið af höfundi og það byggir á hinni sígildu sögu um Grýlu og jólasveinana en ævintýrið er tekið lengra og sagan um litla drenginn, sem nefndur er Augasteinn, verður miðpunktur leikritsins. Augasteinn lendir fyrir tilviljun í höndum hinna hrekkj- óttu jólasveina. Sveinarnir skrýtnu eru hræddir við lítil börn en þeir læra smám saman að elska litla drenginn og annast hann. Skyndi- lega kemst Grýla á snoðir um tilveru barnsins og við tekur æsi- spennandi flétta. Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.