blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 36

blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 36
T 36 I DAGSKRÁ MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaðiö EKKERT AD FRETTA? Þegar ég var að byrja í „bransanum" fékk ég það góða ráð að það teldist vart fréttnæmt ef hundur biti mann - en það væri hins vegar frétt ef maður biti hund. Meining þessarar litlu sögu er að hvers- dagslegir atburðir eru ekki fréttnæmir en óvenju- legir atburðir vekja forvitni fólks og því rétt að segja frá þeim. Það kom mér því nokkuð á óvart þegar ég sá frétt á baksíðu Morgunblaðsins þar sem fyrirsögnin var: „Hundur beit konu“. Reynd- ar var bætt við orðunum „til blóðs“ svona rétt til að krydda málið aðeins. Á fréttamiðlinum visir. is var málinu síðan fylgt eftir með fyrirsögninni: „Hundurinn enn ófund- inn“ og greinilegt að leitin að hinum stórhættulega glæpahundi væri rétt að hefjast. Það hefur verið heldur ró- legt um að litast í íslensku samfélagi að undanförnu. Fréttir og fyrirsagnir íslenskra miðla hafa borið þess merki. Þannig var eftirfarandi fyrirsögnum slegið upp á á mánudaginn á vef Morgunblaðsins: „Disneymyndum stolið úr sumarbústað“, „Þrír piltar ætluðu að brjótast inn í bakarí“ og síðast en ekki síst: „Flugeldar ollu ónæði í Kópavogi í nótt“. Það verður vist seint sagt að um stórfréttir sé þarna að ræða. Þó að innbrot í sumarbústaði séu hvimleið afbrot sem vert er að segja frá, verð- ur víst seint fréttnæmt ef nokkrar Disneymyndir hverfi. Ég vil hins vegar beina því til foreldra að ef þeir verða varir við grunsamlegar myndir af Disn- eygerð að láta lögregluna vinsamlega vita. Oumdeild stórfrétt vikunnar, frétt sem prýddi forsíðu fréttavefs Morgunblaðsins megnið af sunnudeginum, bar hins vegar þessa fyrirsögn: „Hvasst verður á Kanaríeyjum á morgun“. Hér á Blaðinu var íhugað að segja frá mögulegu hvass- viðri á ísafirði í vikunni, en horfið var frá því und- ir lok dags. SJÓNVARPSDAGSKRÁ HVAÐSEGJA stjörNurnar? ©Steingeit (22. desember-19. janúar) Ef þú ert í sambandi, þótt þú hafir verið hamingju- samur eins lengi og þú manst eftir þér, skaitu fara varlega. Þrautseigja þin verður profuð sem og trú- mennska. Ef þú ert hins vegar einhleyp(ur) eru svo sannarlega spennandi tímar framundan. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Freistingin að bjóða einhverjum spennandi í mat eða drykk, þótt sá hinn sami sé yfirmaður þinn, er næstum of sterk til að standast hana. Áður en þú gerir nokkuð skaltu þó hugsa ráð þitt, um framtíð- ina, umlaunaumslögin... Fiskar (19. febrúar-20. mars) Allir hugsa um að festa ráð sitt ööru hverju, en þú hugsar um það án afláts. Nema núna. Þessa stundina hugsarðu bara um frelsi. Ef þú ert ein(nn) skaltu hoppa i partígírinn, og ef ekki: Engar áhyggj- ur því þetta líður hjá. Hrútur (21. mars-19. apríl) Þú þarfnast svo félagsskapar og mikið af honum. Þú þarft að eyða tíma með þér likum og ef þú þekkir ekki nægt fólk, þá bara þarftu að finna nýja vini. Þú veist alveg hvernig þú gerir það. Bara f fótin og út Naut (20. april-20. mai) Ertu að undirbúa ferðalag? Ef ekki ættirðu að gera það. Það er nákvæmlega það sem þú þarfnast mest. Breytíng á umhverfi, breyting á loftslagi... Eitthvað fyrir þig og þína. ©Tvíburar (21. tnai-21. júní) Nú er kominn tími til að fara út að slæpast og kynn- ast fólki. Himnarnir eru þér hliðhollir þegar kemur að tíma og þú hefur smá af honum næstu tvo daga. Ekki eyða honum i sjónvarpsgláp! ©Krabbi (22. júní-22. júlí) Vinnan þin er spennandi næstu daga og þú færð góð ný verkefni. Það er líka eitthvað um að mjög fallegt fólk sé að byrja að vinna með þér og það er ekkert bannaö að horfa, hvort sem maður er I sambandieðaekki. ®Ljón (23. júli- 22. ágúst) Hringdu í bestu vini þina núna. Það er nú bara sanngjarnt að þú segir þeim að þeir verði aö hitta þig í kvöld ef þeir vilja hitta þig því þú verður mjög upptekin(nn) næstu daga. C!V MeyJa (23. ágúst-22. september) Þú munt væntanlega eyða lunganum úr deginum i að elda og ekki vegna þess að þú ert i stuði til þess. Þú þarft bara að hitta gott fólk og veist alveg hvernig þú átt að lokka þau til þin. Vog (23. september-23.október) Skyldmenni eða nágranni mun biðja þig um stóran greiða. Þú reynir að hjálpa eins og þú getur. Ekki itlára samt alla orkuna þina því elskan þín er með eitthvað óvænt handa þér. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Nýlegur kunningi mun hvetja þig til að fá þér aukavinnu til að eignast meiri peninga eða bara að skipta alfarið um vinnu. Vertu bara viss um að hætta ekki áður en þú færð aðra. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þú ert i mjög fínu, og dálítið óútreiknanlegu, skapi. Náttúrulegir hæfileiitar þinir til að vera fyndin(nn), beita kaldhæöni og taka áhættur eru í hámarki í dag. Ekki hræða neinn í burtu samt með skarp- skyggninni. SJÓNVARPIÐ 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Disneystundin 18.01 Líló og Stitch (49:65) 18.23 Sígildar teiknimyndir (11:42) 18.30 Mikki mús (11:13) 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.35 Bráðavaktin (11:22) 21.25 Skemmtiþáttur Catherine Tate (3:6) Breska leikkonan Catherine Tate bregður sér í ýmis gervi í stutt- um grlnatriðum. 22.00 Tíufréttir 22.20 Handboltakvöld 22.40 Leif Ove Andnæs Breskur þáttur um norska pianóleikarann Leif Ove Andnæs. 23.30 Kastljós Endursýndur þáttur frá þvífyrrum kvöldið. 25.25 Dagskrárlok SIRKUS 18.30 Fréttir Stöðvar 2 19.00 GameTV 19.30 GameTV 20.00 Friends 5 (4:23) 21.00 So You Think You Can Dance (9:12) Framleiðendur American Idol eru komnir hér með splunkunýj- an raunveruleikaþátt þar sem þeir leita að besta dansara Bandaríkjanna. 22.10 Rescue Me (9:13) Frábærir þættir um hóp slökkviliðsmanna i New York borg þarsemalltaf eitthvað er í gangi. Ef það eru ekki vandamál í vinnunni þá er það einkalífið sem eraðangraþá. 22.55 Laguna Beach (9:11) 23.20 Fabulous Life of ( þessum frábæru þáttum er farið á bak við tjöldin með þotuliðinu í Hollywood. 23.45 David Letterman 00.30 Friends 5 (4:23) (e) STÖÐ2 06:58 ísland í bítið 09:00 Bold and the Beautiful 09:20 Ífínuformi 2005 09:35 Oprah Winfrey 10:20 ísland í bítið 12:00 Hádegisfréttir 12:25 Neighbours 12:50 Ifinuformi 2005 13:05 Fresh Prince of Bel Air Hvernig unglingur var Will Smith? Við sjáum hvernig fer þegar hann ersendurað heiman til að búa með sómakærum ættingjum. 13:30 Whose Line Is it Anyway? Gaman- leikur á sér margar hliðar en þessi er ein sú skemmtilegasta. Kynnir er Drew Carey og hann fær til sln ýmsa kunna grínista, sem allir eru sérfræðingar í að spinna af fingrum fram óborganlegt grín. 13:55 Sjálfstætt fólk 14:30 Kevin Hill (10:22) 15:15 WifeSwap2(8:i2) 16:00 Barnatími Stöðvar 2 17:45 Bold and the Beautiful 18:05 Neighbours 19:00 fsland í dag 19:35 The Simpsons (18:23) 20:00 Strákarnir 20:30 Supernanny US (4:11) 21:15 Oprah (12:145) 22:00 Missing (4:18) 22:45 Strong Medicine (8:22) 23:30 Stelpurnar (13:20) 23:55 Most Haunted (12:20) 00:40 Footballer's Wives (5:9) 01:25 Numbers (2:13) Nýir bandarískir sakamálaþættir. Bönnuð börnum. 02:10 Hunter: Back in Force Tvíeykið Rick Hunter og Dee Dee McCall glímir við bíræfna bankaræningja og fleiri harðsvíraða bófa. Bönnuð börnum. 03:35 Fréttir og fsland f dag 04:40 fsland í bítið 06:40 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí SKJÁR 1 30.11 2005 Miðvikudagur 17:55 Cheers 18:20 Innlit / útlit (e) 19:20 Þak yfir höfuðið (e) 19:30 Will & Grace (e) 20:00 America's Next Top Model IV - lokaþáttur 2i:00 Sirrý 22:00 Law&Order:SVU 22:50 Sex and the City - 2. þáttaröð 23:20 JayLeno 00:05 Judging Amy (e) 00:55 Cheers (e) 01:20 Þak yfir höfuðið (e) 01:30 Óstöðvandi tónlist SÝN 16:20 Enski deildabikarinn (Doncaster Rovers - Aston Villa) 18:00 íþróttaspjallið 18:15 Sportið 18:30 Bestu bikarmörkin(Manchester United Ultimate Goals). 19:35 Enski deildabikarinn (Man. Utd -WBA) 21:35 UEFA Champions League (Meistaradeild Evrópu fréttaþátt- ur). 22:05 Strákarnir í Celtic Islenskustrák- arnir 1' Celtic, Kjartan Henry og Thea- dór Elmar. 22:30 Enski deildabikarinn (Man. Utd-WBA) ENSKIBOLTINN 14:00 Fulham - Bolton frá 27.11. 16:00 Sunderland - Birmingham frá 26.11. 18:00 Þrumuskot (e)Farið er yfir leiki liðinnar helgar og öll mörkin sýnd. Viðtöl við knattspyrnustjóra og leik- menn. 19:00 Spurningaþátturinn Spark (e) 19:35 Sunderland - Liverpool (b) 22:00 Wigan - Tottenham frá 26.11 00:00 Aston Villa - Charlton frá 26.11. 02*.00 Dagskrárlok STÖÐ2BÍÓ 06:15 White Men Can't Jump. 08:10 Gosford Park 10:25 Trail of the Pink Panther 12:00 ThelmportanceofBeingEarnest 14:00 White Men Can't Jump Gaman- mynd um tvo körfuboltamenn. Að- alhlutverk: Wesley Snipes, Woody Harrelson, Rosie Perez, Tyra Ferrell. Leikstjóri: Ron Shelton. 1992- Leyfð öllum aldurshópum. 16:00 Gosford Park Gamansöm glæpa- saga. Aðalhlutverk: Kristin Scott Thomas, Maggie Smith, Michael Gambon. Leikstjóri: Robert Altman. 2001. Leyfð öllum aldurshópum. 18:15 Trail of the Pink Panther Frábær gamanmynd. Aðalhlutverk: Peter Sellers, David Niven, Herbert Lom, Robert Wagner. Leikstjóri: Blake Edwards. 1982. Leyfð öllum aldurs- hópum. 20:00 The Importance of Being Ear- nest Rómantísk gamanmynd með dramatískum undirtóni sem gerist í Lundúnum undir lok nítjándu ald- ar. Allir elska Ernest en enginn veit samt hvernig hann raunverulega er. Ernest er raunar dulnefni sem tveir félagar nota og þegar ástin grípur þá báða fer allt í vitleysu. Aðalhlut- verk: Rupert Everett, Colin Firth, Frances O'Connor, Reese Withers- poon, Judi Dench. Leikstjóri: Oliver Parker. 2002. Leyfð öllum aldurs- hópum. 22:00 MikeBassett:EnglandManager Bresk gamanmynd. Aðalhlutverk: Ricky Tomlinson, Amanda Redman, Bradley Walsh, Philip Jackson. Leik- stjóri: Steve Barron. 2001. Bönnuð börnum. 00:00 Hoilywood Homicide Gamansöm hasarspennumynd. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Josh Hartnett, Lena Olin. Leikstjóri: Ron Shelton. 2003. Bönnuðbörnum. 02:00 Diggstown Aðalhlutverk: James Woods, Louis Gosset Jr., Bruce Dern, Oliver Platt, Heather Graham. Leik- stjóri: Michael Ritchie. 1992- Strang- lega bönnuð börnum. 04:00 Mike Bassett: England Mana- gerBreskgamanmynd. RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89,5 • XFM 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.