blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 12

blaðið - 30.11.2005, Blaðsíða 12
12 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 2005 blaAÍÖ Mikill niðurskurður er framundan hjá lyfjarisanum Merck & Co. Merck segir upp 7.000 manns Lyfjafyrirtækið Merck & Co. hyggst segja upp 7.000 starfsmönnum (um 10% allra starfsmanna fyrirtækisins) og leggja niður fimm verksmiðjur. Ekki hefur verið greint frá því hvaða verksmiðjum verður lokað en alls rekur fyrirtækið 31 verksmiðju. Aðgerðirnar, sem voru kynntar á mánudag, eru liður í endurskipulagningu fyrirtækisins á heimsvísu og segja talsmenn þess að þær miði að því að auka samkeppn- ishæfni þess og skilvirkni. I kjöfar tilkynningarinnar féll gengi hlutabréfa í fyrirtækinu um 4,6% í kauphöllinni í New York. Gengi hlutabréfa í Merck hefur fallið á undanförnum árum og er það nú aðeins um tveir þriðju þess sem það var fyrir fimm árum. Rekstur fyrirtækisins hefur ekki gengið sem skyldi og hefúr það meðal annars fengið á sig fjölda lögsókna út af lyfinu Vioxx auk þess sem það hefur tapað einkaréttarvernd á mikil- vægum vöruflokkum og þróun nýrra lyfja hefur ekki sídlað þeim árangri sem vonast var til. Þúsundasta aftakan í Bandaríkjunum í vikunni fer fram þúsundasta aftakan í Bandaríkjunum siðan lög um dauðarefsingu voru endurvakin fyrir nœrri 30 árum. Dauðadómum hefur fcekkað á undanförnum árum og sífellt færri Bandaríkjamenn eru hlynntir dauðarefsingu. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði fyrr á árinu að ekki sé hægt að dæma fólk til dauða fyrir glæpi sem það framdi á unglingsárum. Sá úrskurður hefur orðið 71 manni til Iffs. Þúsundasta aftakan frá því að dauða- refsing var tekin upp á ný árið 1976 mun að öllum líkindum fara fram í Bandaríkjunum í vikunni. 997 manns hafa verið teknir af lífi síðan Hæstiréttur Bandarfkjanna batt enda á bann við dauðarefsingum sem var f gildi frá 1967-1977. Aftökur fimm ein- staklinga eru fyrirhugaðar í vikunni þannig að ljóst er að tala þeirra sem hafa verið teknir af lífi mun fara yfir 1000. David Elliot, sem er í forsvari fyrir samtök sem berjast fyrir afnámi dauðarefsingarinnar, segir að nú sé runnin upp stund yfirvegaðrar en dapurlegrar íhugunar. Hann fagnar því þó að Bandaríkin virðast smátt og smátt að hverfa frá dauðarefsingunni. „Dauðadómum hefur fækkað um 50% síðan síðla á tíunda áratugnum og eru nú um 150 á ári. Aftökum hefur fækkað um 40% síðan þær náðu hámarki árið 1999 en þá voru þær 98,“ sagði hann. 64% hlynntir dauðarefsingu Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurð- aði fyrr á þessu ári að ekki mætti dæma fólk til dauða fyrir glæpi sem það hefði framið á unglingsaldri. Úrskurðurinn leiddi til þess að 71 maður slapp við dauðarefsingu. Árið 2002 komst rétturinn að því að það bryti í bága við stjórnarskrá að taka glæpamenn af lífi sem væru þroskaheftir. 64% Bandarikjamanna eru hlynntir dauðarefsingunni sam- kvæmt könnun sem Gallup lét gera í síðasta mánuði. Stuðningur við hana hefur ekki verið jafn lítill í 27 ár en mestur var hann árið 1994 þegar 80% Bandaríkjamanna sögð- ust vera hlynntir dauðarefsingunni. Almenningur hefur ennfremur orðið tortryggnari á undanförnum árum og dregur oftar en ekki í vafa hvort þeir sem eru dæmdir til dauða séu í raun og veru sekir. Meira en helmingur þeirra aftaka sem átt hafa sér stað síðan 1977 hafa farið fram í fylkjunum Texas, Virginíu og Oklahoma. I Texas-fylki einu hafa 355 manns verið teknir af lífi á þessum tíma. ■ VOLVOS40 VOLVOV50 VOLVO S60 VOLVO V70 VOLVO S80 VOLVOXC70AWD VOLVO XC90 AWD VELDU VOLVO V50 FYRIR NOTAGILDIÐ Volvo V50 er stærðfræðileg snilld, sportlegur og fullur af lífsorku. Hann er sparneytinn og slær keppinautum sínum við fyrir glæsileika, aksturseiginleika og tæknibúnað. Áratuga umhyggja Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar og þörfum hennar kristallast í Volvo V50. Áhersla á markvissa hönnun skutbíla setur Volvo V50 á stall hjá fjölskyldufólki sem leitar að réttu samræmi rýmis og hleðslu, þar sem rétt þyngdardreifing skerðir ekki aksturseiginleika skutbllsins. Veldu sér- hannaðan herragarðsbíl frá Volvo: Volvo V50. Þú finnur notagildið sem hann færir þér og þlnum í leik og starfi. Mikill staðalbúnaður einkennir Volvo Þú færð mikinn staðalbúnað í Volvo V50: WHIPS bak- hnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvamarkerfi, stöðugleikastýr- ingu og spólvörn, ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloftpúða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upphituð sæti, 16“ álfelgur og margt fleira. Þú velur um skemmtilegar vélar í Volvo V50. Hinar geysi- öflugu 170 og 220 hestafla vélar mörkuðu tímamót í bíl- greininni fyrir nýstárlega hönnun og tæknibúnað. Nú færðu Volvo V50 með óvenjusprækri 1 25 hestafla 1,8 lítra vél og enn meiri búnaði en áður. Komdu I Brimborg. Heimsbíll ársins í fyrsta sinn í sögunni Volvo V50 var tilnefndur sem „Heimsbíl ársins 2005“ og bætist tilnefningin við flóru viðurkenninga Volvo V50 og Volvo S40 en Volvo S40 er m.a. bíll ársins á íslandi. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo! Komdu I Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á íslandi um verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð fyrir gamla bílinn. Finndu fegurðina sem býrígæðum einfaldleikans. Skoðaðu nýtt stjórnborðið sem ekki átti að vera hægt að framleiða. WORLD car or THEYEAR AWARDS Volvo V50 bensín. Verð frá 2.545.000 kr* Volvo V50 dísil. Verð frá 2.845.000 kr.‘ * Brimborg og Volvo áskilja sér rótt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.