blaðið


blaðið - 19.12.2005, Qupperneq 16

blaðið - 19.12.2005, Qupperneq 16
16 I VIÐTAL MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 bla6iö 99................. „Þetta er til dæmis mikiivægt fyrir fólk sem ferðast um vegna vinnu eða er af einhverjum orsökum ekki staðbundið dags daglega. Þáþarfekkert annað en jógadýnuna til að stunda mjög öfluga líkamsrækt" Ingibjörg Stefánsdóttir veit allt umjóga: BlaÖiÖ/SteinarHugi Ekki gleyma þér í stressinu Það er óþarfi að drukkna í stressi yfir jólin. Það er líka óþarfi að gleyma sjálfum eða sjálfri sér í miðju öngþveitinu. Til að losa um stress getur verið mjög gott að gera jógaæfingar og Ingibjörg Stefánsdóttir veit allt um þær. Nýlega opnaði Ingibjörg jógastöðina Yoga Shala. Stöðin er til húsa við Engjateig 5, nánar tiltekið við hliðina á Listdansskóla Islands. Ingibjörg leggur sérstaka áherslu á Ashtanga Winyasa jóga, en það er sérstök tegund af Hatha jóga. „Hatha jóga gengur m.a. út á líkamsæfingar og ashtanga jóga er angi út frá því. Ash- tanga byggir á því að fara í ákveðnar stellingar og teygjur í ákveðinni röð sem maður lærir svo með tímanum. Af því að þetta er svona sería sem maður lærir þá hættir maður á end- anum að þurfa að spekúlera í því hvað verið er að gera og þetta gefur af sér mjög góða einbeitingu, eitthvað sem maður gæti kallað hreyfi hug- leiðslu. Þar fyrir utan eru æfingarnar alveg ofboðslega styrkjandi fyrir líkamann og liðkandi, en stundum vill það gleymast í hefðbundnum lík- amsæfingum. Á milli æfinganna eru engar pásur þannig að fólk svitnar við þetta og það fer fram brennsla og hreinsun í leiðinni." Hvernig kynntist þú þessu? „I gegnum leiklistina. Ég lærði þetta jóga í leiklistarskóla sem ég fór í, í New York. Þar var einn danskennari sem notaði Asthanga jóga í tímum. Bæði til að hita upp fyrir tíma og teygja á eftir þá. Ég kolféll fyrir þessu alveg um leið og hef ekki hætt síðan, en þetta var fyrir sjö árum síðan. Svo hef ég reglulega stundað Ashtanga jóga og fer alltaf annað slagið erlendis til að læra meira og auka við þekkingu mína. Ég er búin að fara tvisvar sinnum til Indlands og er að fara aftur núna í febrúar. Fyrst hitti ég sérstakan Ashtanga gúrú sem er níræður Indverji. Sá er enn að ferðast um heiminn og kenna jóga þannig að það mætti segja að fólk sem stundar þetta eldist vel. Hjá honum verð ég í einn mánuð, svo fer ég á jóga námskeið þar sem allir helstu Ashtanga jógakennarar heims verða samankomnir til að deila reynslu sinni og þekkingu." Er ekki eitthvað frægt fólk á kafi í þessu? „Jú, vissulega, og margir ófrægir líka. Madonna var líklegast sú sem kom þessu á kortið hjá almenningi og hún samdi meira að segja lag þar sem hún notar möntru sem fólk fer með fyrir tímann. Mjög gott lag. Svo er Gwyneth Palthrow líka á kafi í þessu og Sting svo einhver nöfn séu nefnd. Geri Halliwell sýndi líka og sannaði hvernig ástundun Ash- tanga jóga getur haft jákvæð áhrif á líkamann, en margir tóku eftir því hvernig hún breyttist á sínum tíma. Sumir halda að ástundun jóga gangi mestmegnis út á að sitja og anda og það er gott og blessað, en Ashtanga jóga er svo miklu meira. Með því er maður t.d. að styrkja djúpvöðva. Stundum kemur fólk sem telst í mjög góðu formi í jógatíma og það verður steinhissa þegar það uppgötvar að það vantar kannski heilmikið upp á styrkinn til að fara í sumar stell- ingar. Svo er það hitt, að eftir að fólk er búið að koma sér í gott líkamlegt form, þá fyrst hefur það getuna til þess að sitja og íhuga. Ef styrkurinn er ekki til staðar í líkamanum þá verður andinn bara mjög eirðarlaus eftir smá tíma.“ Hvaðfinnst þér um jólastressið? ,Ég hef tekið eftir því að fólk hættir svo mikið að sinna sér og hreyfa sig yfir hátiðarnar. Það gleymir alveg sjálfu sér í þessari ös og stressið verður því enn meira. Það myndi losa mikið um að gefa sér, þó ekki væri nema klukkutími á dag, til að hreyfa sig svolítið. Hlaða batteríin, slaka á og byggja upp jafnvægi til þess að takast betur á við annríkið. Það er mikil synd að fólki skuli yfir- sjást þetta af því eftir jólin þá mætir það í jóga og segir -Oh, ég vildi að ég hefði munað eftir því að hreyfa mig.“ Hvernig verður opið yfirjólin? ,Ég mun hafa opið til 22 des. Á milli jóla og nýárs hef ég einn tíma mið- vikudaginn 28 des þar sem allir geta komið milli 17-19 og gert rútínuna sína. Þetta er kallað mysor style, þ.e.a.s. þegar fólk er farið að gera þetta alveg sjálft, en að sjálfssögðu er ég á staðnum þar sem ég geng á milli fólks, laga stöður og leiðrétti. Ég opna svo aftur eftir áramótin þann 9 jan, þar sem fyrsta vika árs- ins fer í að skrá fólk á ný námskeið. Ég nota þá aðferð að koma fólki upp á lagið með að stunda jóga hvar sem er og hvenær sem er þannig að það geti sinnt þessu sjálft og þurfi ekki að vera háð jógastöðinni til að geta stundað sína heilsurækt. Þetta er til dæmis mikilvægt fyrir fólk sem ferðast um vegna vinnu eða er af ein- hverjum orsökum ekki staðbundið dags daglega. Þá þarf ekkert annað en jógadýnuna til að stunda mjög öfl- uga líkamsrækt." Hvernig verður námskeiðum háttað hjá þér? „Ég er með eitt námskeið á mánuði, sem er byrjendanámskeið og eftir það hefur fólk ótakmarkaðan að- gang að stöðinni. Ég mun reyndar vera með sérstök meðgöngujóga námskeið og svo hatha jóga nám- skeið, mjúka og rólega tíma. Teygjur og slökun. Allt fyrir alla. Svo er ég reyndar líka með tvo nuddara hérna sem taka fólk m.a. í ayruveda nudd og fleira. Nuddið kostar 5000 krónur fyrir tvo klukkutíma og það er nuddað með höndum og fótum og svo teygjur inn á milli. Það er reyndar opið fyrir nuddið á milli jóla og nýárs og fólk getur pantað tíma í það, enda eflaust rosalega gott að taka góða slökun svona beint eftir hasarinn,“ segir þessi geðþekka leik- kona að lokum. margret@vbl.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.