blaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 33

blaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 33
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 MATURI 33 Cherimoyas Hinn ljúffengi Cherimoyas ávöxtur bragðast eins og blanda af ananas, mangó og bláberjum - gætu flestir fallist á að þar fer einkar góð sam- setning. Þroskaður er ávöxturinn grænn og svartur að lit og lætur undan þrýstingi, en kjöt hans er yfir- leitt snætt með skeið. I Mexíkó tíðk- ast að kreista örlítinn lime-safa yfir Cherimoya áður en hann er snæddur, en íbúum Kólumbíu þykir gott að gera frískandi drykk úr ávextinum - þá er hann kreistur og þynntur með ísvatni. Fíkjur Flestir kannast við fíkjurnar góðu, en færri hafa líklega borðað þær ferskar. Þannig fram bornar hafa fíkjurnar kornótta áferð og milt og sætt bragð, en þær þurrkuðu eru mun sætari. Fíkjur má snæða í heilu lagi, en venjan er þó að skera þær í tvennt og borða aldinið. Þær má nota í ávaxta og grænmetissalöt, en einnig er hægt að sjóða, steikja og grilla þær i ýmsa rétti. Mikilvægt er að leyfa fíkjunum að fullþroskast við stofuhita áður en þeirra er neytt, þannig eru þær bestar. Limequats Ekki ætti að koma neinum á óvart að bragð þessa súra ávaxtar minnir nokkuð á lime, enda nöfnin ansi svipuð. Þessi er þó örlítið mildari og ætti því að henta vel þeim sem þykja lime og sítrónur of súrar í drykkinn sinn, en hann má vel nota sem stað- gengil fyrir þá ágætu ávexti í nær öllum tilvikum. Drykkir, kokteilar, marmelaði og sultur taka öll vel á móti limequat, en fisk- og kjötréttir eru heldur ekki undanskildir og svo er einkar gott að nota hann til skrauts. Best er að kaupa limequat stinnt og láta þroskast við stofuhita. Rambutan Rambutan er sætur og þykir ekki svo ólíkur vínberjum, hvorki í bragði né áferð. Um er að ræða ljóst aldin sem minnir um margt á stóra perlu í útliti, en í miðjunni er lítill steinn sem best er að fjarlægja áður en nartið hefst. Með hýðinu er ram- butan vinsælt skraut, en hann er ef hann er afhýddur nýtanlegur í all- skyns sæta rétti. Þeir sem bragðað hafa rambutan eru flestir sammála um að þar fari myndar ávöxtur. Granadilla Granadilla hefur sterkt súrsætt bragð, en því þroskaðri og krump- aðri sem ávöxturinn er, því sætari er hann. Hann er oftast borðaður ferskur, en einnig notaður í ávaxta- drykki, hristinga, salöt og eftirrétti. Aldinið er fræríkt og hefur slím- kennda húð, en bragðast konunglega, sérstaklega þegar það er vel þroskað. Því er best að velja krumpað eintak eigi að snæða granadillu ferskt. haukur@bladid.net Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 i71 Frr.Tr.m Trivial Pursuit 20 ára afmælisútgáfa Eitt mest selda spil á íslandi Cluedo 1 Cluedo er unnið út frá glæpasögum Agatha Christy og heldur þáttakendum spenntum allt kvöldið “Þú ert einn af gestunum. Úti er rigning, inni eru gestirnir að dansa og hafa gaman og á meðan er verið að fremja morð í húsinu. Fórnarlambið er Dr. Black, eigandi hússins. Þjónninn finnur líkið þegar hann fer niður í kjallarann að sækja meira vín. Líkinu var komið þarna fyrir til að fela raunverulega staðsetningu morðsins. Gestirnir ákveða að leysa glæpamálið sjálf í stað þess að leita aðstoðar lögreglunnar. Þeir vita að einn af gestunum er morðinginn...” Risk Heimurmn er i sirioi og pu svyrir ner sem lenar erur neimsyrirraoum. i þessum leik reynir á kænsku, samvinnu og heppni en þú verður að vera skipulagður til að ná árangri og útrýma öðrum herjum. Þar sem þú leiðir herinn, skipar þú árásir, raðar upp herjum og svíkur óvininn til að ná heimsyfirráðum. ............... og ritfangaverslunum. Einnig Dreifing: Heildverslunin Leikcó ehf

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.