blaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 26
26 I HÖWWUN MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 blaöiö Óskar hannaði þennan sófa árið 1962 Erla só|vejg hannaði Dímon árjð 2003 Feðgin sýna í Hönnunarsafni íslands: Lík húsgögn þó áratugir skilji að Á sýningunni Eplið og eikin í Hönnunarsafni íslands við Garðatorg kemur berlega í ljós að orðatiltækið „Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni" á við rök að styðjast. Á sýningunni sýna Óskar Lárus Ágústsson og dóttir hans, Erla Sólveig Óskarsdóttir verk sín og hægt er að sjá tengsl eða lík- ingu með húsgögnum feðginanna þótt áratugir hafi liðið frá því að Öskar hannaði og smíðaði sín verk og þar til Erla Sólveig kom fram með sitt. Óskar Lárus er menntaður húsgagna- smiður sem hannaði og smíðaði húsgögn og Erla Sólveig dóttir hans er iðnhönnuður sem hefur vakið töluverða athygli fyrir húsgögn sín. Tilefni sýningarinnar er 85 ára af- mæli Óskars og Erla segir að það hafi vakið töluverða athygli að þau skyldu opna sýningu rétt fyrir jól. „Mörgum finnst þessi tímasetning asnaleg, að opna sýningu fjórum dögum fyrir jól, en mér fannst skemmtilegt að þetta 99......................... Ég hefmest veríð að hanna húsgögn og fyrír nokkrum árum fór ég að skoða það sem faðir minn hafði gert og þá sá ég tengsl þar á milli. ••••••••••••••••••••••••• yrði i tilefni af 85 ára afmælis föður míns. Hann er fæddur 20. desember 1920 og þess vegna er sýningin frá 20. desember til 20. janúar.“ Handverk breytist lítið Erla segir að það hafi komið henni á óvart að sjá tengsl á milli sinna verka og föður síns. „Ég hef mest verið að hanna húsgögn og fyrir nokkrum árum fór ég að skoða það sem faðir minn hafði gert og þá sá ég tengsl þar á milli. Faðir minn smíðaði húsgögn á sínum tíma, auglýsti í Visi og seldi. Það má þvi segja að hann hafi verið að hanna og framleiða húsgögn þó hann hafi ekki haft menntun sem hönnuður. Faðir minn er hættur að hanna í dag en aðstoðar mig mjög mikið og hefur nóg að gera í því. Svona handverk tapast ekki og það er í raun ótrúlegt hvað það breytist lítið í grundvallaratriðum, þótt það komi vitanlega ný efni og slíkt. Ég hef leitað mikið til hans með samsetn- ingar, styrkleika og annað enda er ég ekki iðnaðarmaður. Faðir minn er yf- irleitt sá fyrsti sem ég leita til og hann hjálpar mér að gera frumgerðir." Nostalgíusýning Erla segir að hún hafi nú ekki getað fundið öll húsgögn föðurs síns sem hún hefði viljað. „Sýningunni er mjög bróðurlega skipt á milli okkar, ég held að við séum með næstum því jafn mikið af húsgögnum. Við sýnum þau húsgögn föðurs míns sem við náðum í. Ég hefði nú kosið að ná í ýmislegt sem hann hefur verið að segja mér frá en það gekk ekki alltaf upp. Á þessum tíma voru engar myndir teknar þannig að það hefur verið erfitt að finna gamalt efni. Þess vegna langaði mig að safna þessu sáman, sem var þó hægt að ná í, og mynda það almennilega. Þessar heimildir eru þá til, þó ekki væri nema fyrir okkur fjölskylduna." Aðspurð að því hvort hún hafi verið að feta í fótspor föðurs síns þegar hún lærði iðnhönnun segir Erla að það hljóti eiginlega að vera. ,Það er oft sem maður áttar sig ekki á því fyrr en eftir á, þegar maður sér samhengi í hlutunum. Ég hugs- aði alls ekki um það þegar ég fór í námið en svo sé ég það seinna meir að ég kem úr einhverju ákveðnu um- hverfi,“ segir Erla og bætir við að þessi sýning sé mjög sérstök í hennar augum. „Yfirleitt hefur maður verið að halda fagsýningar eða sölusýn- ingar en það má eiginlega segja að þetta sé meiri nostalgía.“ svanhvit@vbl.is íslendingur í danskri bók um silfursmíð Mikil viðurkenning í Koldinghus-safninu er stærsta safn silfurmuna frá 20. öldinni í Evrópu en að sögn Péturs Trygga á safnið einnig mikinn fjölda muna frá fyrri öldum. 1 bókinni Dansk sölv pá Koldinghus eru einungis myndir og umfjöllun um verk silfursmiða frá síðustu öld. Verkin eru 24 talsins eftir 18 silfursmiði og hönnuði en þar af eru ellefu látnir. Meðal þeirra silfursmiða sem eiga verk í bókinni auk Péturs Tryggva er Georg Jensen sem flestir þekkja. Pétur Tryggvi blandar saman ýmsum efnum í verkum sínum, allt frá silfri, gulli og platínu yfir í steinsteypu, ryðgað járn og fleira. Silfursmíði sem byggist á dönskum hefðum Pétur Tryggvi segir það ákaflega mikla viðurkenningu fyrir sig að hafa verið valinn til að eiga verk í bókinni góðu þar sem hann er félagi í danska silfursmiðafélaginu auk þess sem silfursmíði hans byggist á dönskum silfursmiðahefðum. Pétur Tryggvi stundaði nám í Institut for Ædelmetal í Kaupmannahöfn 1981-83 og setti upp eigið verkstæði í Kaupmannahöfn 1985 og starfaði þar fram til ársins 2002 þegar hann fluttist heim og þá til ísafjarðar. Pétur Tryggvi verður í Epal i Skeif- unni alla þessa viku og mun kynna fyrir gestum og gangandi ýmsa silf- urmuni en þar er meðal annars að finna mikið úrval af skartgripum eftir listmanninn. íslenski silfursmiðurinn Pétur Tryggvi Hjálmarsson var þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn í hóp 18 silfursmiða sem fjallað er um i bókinni Dansk sölv pá Koldinghus en Koldinghus er safn í Kolding á Jótlandi. Fram- lag Péturs Tryggva til bókarinnar er glæsileg silfurkanna sem var smíðuð árið 1997. 99................... Pétur Tryggvi blandar saman ýmsum efnum í verkum sínum, allt frá silfri, gulli og plat- ínu yfir í steinsteypu, ryðgað járn og fleira. Verslun Lámarks álagning Miklð úrval Búsáhöld- jólavörur- klukkur Ljós- leikföng- sjöl- skartgripir slæður- úr- verkfæri- veski ofl. ofl. Flottur fatnaður á alla fjölskylduna á sama verði og erlendis! Allt í jólapakkann fæst hjá okkur B.MAGNÚSSON Austurhrauni 3,Gbæ/ KAYS (nóg af bílastæðum) www.bmagnusson.is bm@bmagnusson.is sími: 5552866 Opið virka daga 10-18 Þorláksmessa 10-19 Aðfangadag 10-12 PéturTryggvi hefur sömuleiðis hannað mikið úrval skartgripa.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.