blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 6
61 INNLENDÁR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 blaöiö Fiskveiðar: Loönuleit hefst á ný Loðnuleit hefst á ný í dag þegar rann- hefur fundist af loðnu það sem af er sóknarskipið Árni Friðriksson fer af vetri og gera menn ráð fyrir því að stað ásamt fimm leitarskipum út frá ekki þurfi að bíða lengi eftir niður- Austfjörðum. Leitað verður á svæði stöðum þessarar leitar. ■ norðvestur af Vestfjörðum. Litið Iceland Express: Fraktflutningum úthýst Danska fyrirtækið One XP hefur tekið að sér alla umsjón með frakt- flutningum Iceland Express. Fyr- irtækið mun sjá um samskipti flutningsmiðlara og þjónustuaðila á flugvöllum, gæðastjórnun og eft- irlit. Fyrirtækið Proactive, annað danskt fyrirtæki, mun samhliða þessu verða sölu- og þjónustuaðili á flugfrakt fyrir viðskiptavini Iceland Express. Að sögn Birgis Jónssonar, framkvæmdastjóra Iceland Express, hefur farþegaflug alltaf verið mikil- vægasti þátturinn í rekstri Iceland Express. „Með úthýsingu frakthlut- ans getum við einbeitt okkur að því sem skiptir máli - farþegum okkar.“ Þormóður rammi: BMii/Gúndl Aflaverðmæti um þrír milljarðar Heildaraflaverðmæti skipa útgerðar- fyrirtækisins Þormóðs ramma-Sæ- berg hf nam um þremur milljörðum á síðasta ári. Þá nam heildarafli skip- anna um 20 þúsund tonnum. Mánaberg aflamest Þormóður rammi gerir út 7 skip og þar á meðal 3 flakafrystitogara. Aflamesta skipið að þessu sinni var frystitogarinn Mánaberg ÓF 42 með 5.314 tonna afla að verðmæti um 920 milljónum. Þar næst kom Kleifa- berg ÓF 2 með rétt rúmlega fimm þúsund tonna afla að verðmæti um Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is ^ítcwKóin/Í0ultíni*t*t ztmtftivvtQÍ 46 Z • .átMtrrti S. 567 1800 895 milljónum og þá Sigurbjörg ÓF 1 með um 3.606 tonna afla að verð- mæti um 620 milljónum. Árið erfitt fyrir útflutningsaðila Ólafur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma, segist vera ánægður með árið þó hátt gengi krónunnar hafi komið sér illa. „Við erum ánægðir með aflabrögð á öðru en rækju og úthafskarfa. Svo hefur verð afurðanna í erlendri mynt verið gott en það sama verður ekki sagt um verð í íslenskum krónum." 01- afur segir árið hafa verið erfitt fyrir útflutningsaðila og litlu máli skipta þó lán í erlendri mynt hafi verið hagstæð. „Það kemur ekki í sjóðs- streymið. Það er vandamálið núna. Þegar gengið er svona sterkt þá er ekkert sjóðsstreymi fyrir hendi eða mun lakara en ella.“ ■ Blalli/Steinar Hugi Fyrsta barn ársins fæddist á Landspítalanum og var það 16 marka drengur. Foreldar eru Jörgen (var Sigurðsson og Anna Lilja Stefáns- dóttir. Fulltrúar Blaðsins komu færandi hendi til þeirra í gær og afhentu gjafir frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Orkuveita Húsavíkur: Lækkar mest nú um áramót Eins og greint hefur verið frá munu heimilin í landinu nú um áramót geta valið sér þann raforkusala sem þau kjósa að skipta við, óháð staðsetningu. Af þessu hefur leitt að gjaldskrár orkusalanna hafa sam- ræmst meira en áður var. Lækka gjaldskrár allra veitnanna, utan Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða, sem standa munu í stað. Hagdeild ASÍ hefur lagst í reikninga í þessum efnum og birtir niðurstöð- urnar á heimasíðu sinni. Mest er lækkunin hjá Orkuveitu Húsavíkur, en ef miðað er við 2000 kWh notkun á ári mun kostnaðurinn hjá Orku- veitu Húsavíkur lækka um 52,7% samanborið við fyrra ár. Líka ódýrast á Húsavík Hagfræðingar ASf hafa einnig fundið út, að ef miðað er við meðal heimili sem notar 4000 kHw. af raf- orku á ári, er Orkuveitan á Húsavík með bestu kjörin. Kostnaðurinn hjá Orkuveitu Húsavíkur nemur 16 þúsund krónum á ári, en dýrastar eru kílóvattstundirnar hjá Norð- urorku en þar kosta þær 17.699 krónur. Kostnaðurinn hjá Órku- veitu Reykjavíkur er einnig í lægra lagi en 4000 kWh kosta hjá OR 16.135 krónur. Munurinn á hægsta og lægsta verði er því um 9,4% á ári. Vekja skal athygli á því að hér er aðeins verið að ræða um helming orkukostnaðar heimilanna, þann kostnað sem notendur geta haft áhrif á með nýju lögunum. Hinn helmingurinn sem felst í kostnaði Blalii/lng 6 við flutning og dreifingu orkunnar birtar á næstu dögum að því er er ótalinn. Þær gjaldskrár eru ekki segir á vef ASf. ■ tilbúnar hjá öllum veitum, en verða Stílistinn, tíska og stíll. Sunnumörk, Hveragerði Sími 483-4121 Utsalan er hafin GLÆSILEG VERSLUN MEÐ MERKJAVÖRU FRÁ ncco uero falleg hönnun, gæði og stíll! Verslun með sérstöðu, rekin af stílista! ðð stilistinn Ráðgjöf ásamt þjónustu. Fatastíll og litgreining

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.