blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 8
81 ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 blaöiö
Abbas hvattur til að
fresta kosningum
Leiðtogi Palestínumanna íhugar aðfresta kosningum ef ísraelsmenn koma í vegfyrir kosn-
ingar í Jerúsalem. Háttsettir félagar í Fatah-hreyfingunni hvöttu hann ennfremur til að
fresta þeim í Ijósi ófremdarástands á Gasaströnd.
Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði í gær að hann myndi
fresta þingkosningum í Palestínu ef
ísraelsmenn koma í veg fyrir að Pal-
estínuarabar í Jerúsalem geti kosið.
Þetta var í fyrsta sinn sem forsetinn
gaf í skyn að hann kynni að fresta
kosningunum. „Við erum öll sam-
mála um að Jerúsalem eigi að vera
með í kosningunum. Ef hún er ekki
með eru allir aðilar sammála um að
það verði engar kosningar," sagði
Abbas. ísraelskir embættismenn
segja að enn hafi engin ákvörðun
verið tekin um hvort leyfa skuli
200.000 Palestínumönnum í Jerú-
salem að ganga til kosninga. Það er
einkum þátttaka Hamas-samtak-
anna í kosningunum sem veldur
andstöðu þeirra við að kosið verði
í borginni. Líklegt þykir að mála-
miðlun náist um málið þar sem ísra-
elsmenn vilja ekki bera ábyrgð á þvi
að kosningarnar fari út um þúfur.
Háttsettir félagar í Fatah-hreyf-
ingu Mahmoud Abbas bvöttu hann í
gær til að fresta fyrirhuguðum þing-
kosningum í landinu i ljósi ótryggs
ástands á Gasaströnd og hótana ísra-
elsmanna um að koma í veg fyrir að
íbúar í Jerúsalem geti kosið. Kosn-
ingar fara fram þann 25. janúar.
Ófremdarástand á Gasaströnd
Ófremdarástand hefur ríkt á Gasa-
strönd að undanförnu og hafa
meðal annars vopnaðir hópar lagt
undir sig kosningaskrifstofur, lög-
regla lokað landamærastöðvum og
útlendingar teknir sem gíslar. Síðast
í gær lögðu um 200 lögreglumenn
undir sig nokkrar opinberar bygg-
ingar tímabundið í því skyni að
mótmæla vangetu palestínskra yfir-
valda við að koma á lögum og reglu
á svæðinu. Lögreglu hefur reynst
erfitt að halda aftur af því ofbeldi
og stjórnleysi sem hefur geisað á
svæðinu síðan Israelsmenn hurfu
á braut í september. I síðustu viku
var lögreglumaður skotinn til bana
þegar átök brutust út á milli tveggja
fjölskyldna.
Mahmoud Abbas þykir hafa skað-
ast á stjórnleysinu á Gasasvæðinu og
innan Fatah-hreyfingarinnar óttast
menn að helsti keppinautur hennar,
Palestínskir lögreglumenn lögðu undir
sig stjórnsýslubyggingar á Gasaströnd í
gærtil að mótmæla því ófremdarástandi
sem þar hefur ríkt á undanförnum vikum
og mánuðum.
Hamas-samtökin, muni auka fylgi
sitt. ■
Sléttueldar ógna byggð:
Úthverfi Oklahoma-
borgar rýmd
Sléttueldar ógnuðu húsum í úthverfi
Oklahomaborgar í Bandaríkjunum í
gær og voru íbúar þeirra beðnir um
að yfirgefa þau. Eldarnir hafa valdið
miklu tjóni á landi og mannvirkjum
í Oklahomaríki og Texas undan-
farna daga og kostað að minnsta
kosti fjögur mannslíf. Slökkviliðs-
menn hafa barist ötullega við eldana
og sagði fulltrúi slökkviliðs í Texas í
gær að tekist hefði að hefta frekari
útbreiðslu þeirra. Brad Henry, ríkis-
stjóri Oklahoma, hvatti fólk til að
fara varlega með opinn eld en talið
er að rekja megi upptök sumra sléttu-
eldanna til ógætilegrar meðferðar á
eldi. Hann hvatti jafnframt George
Bush, forseta landsins til að lýsa yfir
neyðarástandi í ríkinu. ■
Býli brennur í grennd við Guthrie í Okla-
homa.
»»>
Aflffa þurfti á fimmta tug hvala sem syntu upp í fjöru á Suðurey á Nýja Sjálandi.
Á fimmta tug
hvala aflífaöir
Aflífa þurfti um 40 hvali, sem synt
höfðu upp í fjöru á Suðurey á Nýja
Sjálandi, þegar útséð var um að ekki
tækist að koma þeim aftur á haf
út. Alls syntu 49 hvalir upp
í fjöru í grennd við Fare-
well Spit um helgina
og þar af drápust
8 á ströndinni.
Þetta var
í annað
sinn á
m STYRKING OG SLOKUN
FRIDUR OG RÓ Í FULLKOMINNI AÐSTÖÐ
GRUNNNAMSKEIÐ HEFST 9. JANUAR
ANNA BJORNSDOTTIR YOGAKENNARI
YFIR 25 ÁRA YOGAREYNSLA
stuttum tíma sem stór torfa syndir
upp í fjöru á þessum slóðum.
„I ljósi þess að það var vonlaust
að geta komið hvölunum aftur í sjó-
inn var okkur mest í mun að koma í
veg fyrir þjáningu þeirra og að þeir
dræpust löngum og kvalafullum
dauðdaga,“ sagði Greg Napp dýra-
verndarfulltrúi á svæðinu. Hann
sagði enn fremur að hvalrekinn væri
að öllum líkindum ótengdur öðrum
slíkum í siðasta mánuði þegar nærri
130 hvalir syntu upp í fjöru í grennd-
inni. Þá tókst að koma rúmlega 100
dýrum aftur á haf út en 21 drapst. ■
Kona ornar sér við eld í flóttamanna-
búðum í borginni Muzaffarabad I
Pakistan.
Úrkoma tefur
hjálparstarf
Mikil úrkoma tafði hjálparstarf á
jarðskjálftasvæðunum í Pakistan
annan daginn í röð í gær og jók enn
frekar á ömurlegt ástand þeirra
tveggja milljóna manna sem kom-
ust lífs af og hafast við í tjöldum og
bráðabirgðaskýlum. Nokkur tjöld
féllu vegna snjóþunga og sums
staðar urðu aur- og grjótskriður
en ekki höfðu borist fregnir af
neinum meiriháttar slysum. Sums
staðar á skjálftasvæðunum mældist
rúmlega hálfsmetra snjólag og veð-
urstofa landsins varar við frekari
úrkomu fram á helgi. Enn fremur
er talin hætta á snjóflóðum í kjölfar
úrkomunnar en í síðustu viku fór-
ust 24 í einu slíku. ■
McDonald's-skyndibitastaðir í Noregi
brutu hreinlætisreglur samkvæmt könn-
un heilbrigðiseftirlitsins.
Hreinlæti
ábótavant hjá
McDonalds
Hreinlæti er stórlega ábótavant hjá
veitingastöðum McDonald’s-skyndi
bitakeðjunnar í Noregi samkvæml
könnun norska heilbrigðiseftirlits
ins. 25 af 67 veitingastöðum reynd
ust hafa brotið reglur um hreinlæti
á tveimur undanförnum árum og
á sumum þeirra varð jafnvel varl
músagangs. Þá voru matvæli sums
staðar ekki geymd eins og reglui
kveða á um. Nokkrir viðskipta
vinir veitingastaðanna hafa fengið
matareitrun á síðasta ári og þurfti
að leggja einn inn á sjúkrahús. Foi
svarsmenn skyndibitakeðjunnai
hafa lofað bótum og betrun er
hafna því að matareitrunin eigi upp
tök sín hjá þeim. ■
græna iinan
Opnunartimi
lán-lau 11-20
YOGASTOÐ VESTURBÆJAR
WWW.YOGAWEST.IS
Rettur dagsins kr.990-
Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti
Graena línan, Bæiarhrauni 4, S:565-2075