blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INWLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 blaöið blaði Bæjariind 14—16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net BlaÖiÖ/Steinar Hugi Gamlárskvöld: Alltaf eitthvað um skemmdir Á gamlárskvöld hópuðust menn út á götur landsins til þess að sprengja í burtu gamla árið og taka á móti því nýja. Aldrei áður hefur eins mikið magn af flugeldum fuðrað upp og í ár ef marka má fréttir. Blaðinu lék því forvitni á að vita hvort skemmdir af völdum flugelda væru miklar þessa nótt. Hjá VÍS fengust þær upp- lýsingar að ávallt væri nokkuð um skemmdir af þessum völdum ekki síst á bifreiðum sem standa nálægt þegar sprengt er. Bifreiðaeigendur sem eru með bílinn sinn í kaskó þurfa þó ekki að örvænta hafi bíll- inn laskast í hamaganginum, því nái tjónið sjálfsábyrgð er það bætt að fullu af tryggingunum. Ekki fengust upplýsingar um hvernig þetta gamlárskvöld 2005 hefði verið i samanburði við önnur, þar sem nokkurn tíma taki oft fyrir fólk að láta vita af tjóninu. Því líða nokkrir dagar áður en þetta kemur í ljós. Hinsvegar sagði talsmaður trygg- ingafélagsins að þó tjón af þessum völdum væri alltaf eitthvað, væri það í langflestum tilvikum litið og næði oft ekki sjálfsábyrgðinni. ■ Daníelsslippur og Mýrargötusvœðið Skipta þarf um tugi þúsunda rúmmetra af menguöum jarðvegi Byggja á upp íbúðabyggð á svœðinu. Framkvœmdastjóri Faxafóahafna segir enga hœttu á ferðinni, enformaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur óttast að ekki verði nóg að gert. Fjarlægja þarf tuttugu þúsund rúmmetra af menguðum jarðvegi í tengslum við uppbyggingu á svoköll- uðu Mýrargötusvæði. Mengunin er í kringum gamla Daníelsslippinn og er mengunin rakin til starfsemi hans. Að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Faxaflóahafnar er jarðvegurinn, sem fjarlægður verður, ríkur af þungmálmum. Fyr- irhugað er að byggja íbúðahúsnæði á svæðinu sem um ræðir. Ókræsilegt byggingarsvæði „Við erum að fara í verulega dýpkun á vesturhöfninni og í heildina verða þar fjarlægðir 80.000 rúmmetrar af efni. Gert er ráð fyrir að um 10.000 rúmmetrar af því séu mengaður jarðvegur og síðan þarf að fjarlægja annað eins af menguðum jarðvegi í landi“, segir Gísli. Hjörtur Gíslason, formaður Útvegsmannafélags Reykjavíkur segir að jarðvegurinn sé mengaður af hættulegum spilliefnum. „Þarna hefur alla tíð verið brúkuð á skip málning sem eyðir botngróðri, Blaólö/lngó Skipta þarf um tugi þúsunda rúmmetra af menguðum jarðvegi í kringum Slippinn við Reykjavlkurhöfn. þ.e. efni sem aftra því að gróður lifi á botni skipa. Þessi efni hafa safnast saman í jarðveginum þau fjölmörgu ár sem Slippurinn hefur verið starf- ræktur" segir Hjörtur. Hann er efins um að fyrirhugaðar aðgerðir dugi til að afeitra svæðið. „Ég hef heyrt að mengunin nái alveg niður á klöpp. Ég hefði talið það hyggilegast að hlífa þessum reit við að byggja á honum. Mér sýnist það öruggast að setja ekki manna- byggð á svæðið. Þá þyrfti ekki að velta þessu fyrir sér. Mér sýnist það allavega nokkuð ókræsilegt að ætla að setja fjölda íbúða á svona svæði“. Ekkert sem kemur á óvart Gísli Gíslason er þessu ekki sam- mála. „Það sem er kjarninn í málinu er að þetta er í sjálfu sér ekki meira en reikna má með miðað við þá starf- semi sem þarna er. Þetta er ekki eitthvað sem kom á óvart og er ekki það magn að erfitt verði að koma þessu burtu. Þarna á eftir að standa öruggt svæði. Það er pottþétt að það verður ekki farið í neinar byggingar- framkvæmdir fyrr en svæðið verður sem nýtt“, segir Gísli. Hann bendir á að jarðvegurinn verði fluttur og urðaður í samræmi við reglur Umhverfisstofnunar og að alla tíð hafi legið fyrir að í slíkar aðgerðir þyrfti að fara áður en íbúðabyggð risi á svæðinu. Ekki var hægt að fá upplýsingar um hversu mikið fyrirhugaðar fram- kvæmdir við jarðvegsskiptin eiga eftir að kosta. Það liggur þó fyrir að heildarkostnaður við fyrirhug- aða dýpkun hafnarinnar hleypur á tugum milljóna og hluti af jarðvegs- skiptunum er inni í þeirri tölu. ■ Ríkislögreglustjóri: Afbrotum fækkar á milli ára Flest auðgunarbrot eiga sér stað á bifreiðastœðum. Fœrri kynferðisbrot skráð. m um Skráðum afbrotum fækkaði 2,4% milli áranna 2003 og 2004, sam- kvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglu- stjóra um afbrotatölfræði fyrir árið 2004. Um 86.967 afbrot voru skráð í málaskrá lögreglu árið 2004 en um 89.121 árið 2003. Líkamsárásum fækkar I skýrslunni kemur fram að auðg- unarbrotum fækkaði um 8% árið 2004 samanborið við meðalfjölda brota frá árinu 2000. Flest auðgunar- brot eiga sér stað á bifreiðastæðum eða um 27% þeirra en um 24% í íbúð- Gamlárskvöld: Flugvél á sveimi í sprengjuregni arhúsnæði. Um 277 kynferðisbrot voru skráð hjá lögreglu sem er um 7% fækkun miðað við meðalfjölda undanfarinna ára. Þá fækkaði til- kynningum vegna nauðgana um 11% en misneytingum fjölgaði hins vegar á sama tíma. í skýrslunni kemur einnig fram að líkamsárásum fækk- aði um 11% miðað við undangengin ár en þau voru alls 217 árið 2004. í heild fækkaði skráðum afbrotum frá árinu 2001 til 2004 um 11%. Áhersla á almennt eftirlit Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn rannsóknardeildar lögregl- unnar í Reykjavík, segir erfitt að draga of margar ályktanir af þess- ari skýrslu en vissulega séu niður- stöður hennar jákvæðar. „Það er að draga úr í heildina. Þeim er að fækka ofbeldistilvikum, innbrotum og auðgunarbrotum yfirleitt. Til- finningin er þessi og fær stuðning í þessum tölum. En það er ekkert víst Blaölö/lngó Skráöum afbrotum fækkaöi um 11% frá 2001 til 2004 samkvæmt skýrslu ríkislögreglu- stjóra. að við hérna í stærsta umdæminu finnum eitthvað sérstaklega fyrir þessum fækkunum.“ Hörður segir margt koma til greina sem hugsan- leg skýring fyrir fækkun afbrota. „Ég get bara svarað fyrir okkur hérna í Reykjavík. Við höfum verið með áherslu á almennt eftirlit vegna innbrota og slíks og við höfum enn- fremur lagt áherslu á að halda uppi eftirliti á götunni með fíkniefna- notkun og verslun. Það er eflaust að skila sér. En þetta eru mörg atriði og það er svo margt sem kemur inn í þetta og því erfitt að benda á eitt- hvað eitt." - Margir þeirra sem litu til himins á miðnætti á gamlárskvöld ráku upp stór augu þegar lítil flugvél sást á sveimi yfir borginni, mitt í sprengjuregninu. Samkvæmt upp- lýsingum frá Flugmálastjórn eru engar sérstakar reglur í gildi fyrir flug á gamlárskvöld og ekki þarf sérstakt leyfi fyrir flugi sem þessu. Hins vegar gilda reglur um nætur- takmarkanir á flugi það kvöld sem önnur. í handbók Flugmálastjórnar segir að flugtök séu bönnuð frá 23:30 - 08:00 nema um sé að ræða neyðar- tilvik. Hjördís Guðmundsdóttir, upp- lýsinga- og kynningafulltrúi Flug- málastjórnar segir að ef reglum sé fylgt og flugvélar fljúgi í þeirri hæð sem þær eiga að fljúga í yfir byggð, sé engin hætta fyrir hendi. Hins vegar geti ákveðin hætta skapast í flugtaki og við lendingar ef skotið er í nágrenni flugvallar. ■ UTSALA GL.I«ILE(ÍITli FATNADl'lí Á (iól)r VKllDI Al.I/r AI> 80«« AFSLÁTTI R VlOIiII) VKI.KO.MIN Sissa Tískuhús Glæsibæ Opiö 10-18.00 virka daga og laugardaga 10-16.00 Sími 5625110 (^) Helðskírt 0 Léttskýjað Skýjað ^ Alskýjað ! Rignlng, HUIsháttar Y'' Rlgnlng > ? Súlð *'T' Snjókoma / T * V Slydda ^ j Snjóél ! Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helslnkl Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublln Glasgow 01 09 02 02 02 -01 -02 02 06 09 12 -09 05 18 -05 04 -05 06 01 14 07 07 eP ’ 0° ' *í v»- ef 5 5 5 0° * -2 1 5 9 5 6 1 5 5 5 Breytileg Veðurhorfur i dag ki: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýstngum frð Veðurstofu Islands ? 9 1°’ / // * * Ámorgun *? -r

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.