blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 16
161 BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 3.JANÚAR 2006 blaftið 18 létust í 15 banaslysum árið 2005 Samkvæmt upplýsingum frá Um- ferðarstofu létust alls átján manns í umferðarslysum á árinu 2005, en þau voru fimmtán talsins og áttu sér flest stað í dreifbýli. Dregur sam- kvæmt þessu nokkuð úr banaslysum í umferðinni milli ára, því árið 2004 létust 23 í tveimur tugum banaslysa. Að sama skapi dregur nokkuð úr alvarlegum umferðarslysum, en víst er að betur má ef duga skal. „Grœni Bíll" ársins 2006 Tilkynnt verður hvaða bifreið hlýtur titilinn “Græni bíll ársins 2006” á bílasýningunni í Las Vegas, BNA, þann fimmta þessa mánaðar. Að loknu forvali eru fimm bifreiðar í úrslitum að þessu sinni, blend- ingsbílarnir Toyota Higlander, Mercury Mariner, Honda Accord og Civic, auk Lexus RX 40oh. Það er tímaritið „Green Car Journal” sem veitir verðlaunin, en í dómnefnd sitja m.a. kappaksturshetjan Mario Andretti og Jean-Michel Cousteau. Mercedes Benz „rapp- aðasta" vöru- merki árs- ins 2005 Bandarískt markaðssetningarfyrir- tæki hefur tekið sig til og rannsakað hvaða vörumerki var offast rappað um í þarlendum hip-hop lögum á síðasta ári. Trónir þar þýski bíla- framleiðandinn Mercedes-Benz á toppnum, en minnst var á afúrðir hans í rapplögum alls 100 sinnum á síðasta ári. Næst á eftir kemur skóframleiðandinn Nike, sem kom 63 sinnum til tals á árinu. Byggir úttektin á rapplögum sem kom- ust í 100 efstu sætin á Billboard listanum. Aðrar vinsælar bifreiðar í rapplögum voru m.a. Bentley og Rolls Royce, en einnig er vinsælt að rappa um byssu- og áfengistegundir. Ford kynn- ir uppblás- in bílbelti Bandaríski framleiðandinn Ford mun á næstunni kynna nýja bíl- beltatækni hannaða af fyrirtækinu. Felst hún í því að beltin blásast upp við árekstur og vernda þannig stærri svæði líkamans en áður hefur verið. Mun þessi tækni, sem lýst er sem “byltingarkenndri”, m.a. minnka mikið líkur á höfuð- og hálsmeiðslum við bílslys og árekstra. Sjáið myndirnar á www.biiamarkadurinn.is Sm<iiut>€0í 46 S • 7ZÁ/UIW4* c cc7 1 onn ókeypis til heimila og fyrirtækja alla virka daga blaóió 120 ára afmœli bifreiðarinnar senn fagnað Fáfyrirbœri höfðu meiri áhrifá heimsmynd mannsins á 20. öld Þann 29. þessa mánaðar verða liðin nákvæmlega 120 ár frá þvi að Karl Friedrich Benz sótti um einkaleyfi fyrir vélknúnu ökutæki sem hann hafði hannað, en það var það fyrsta sinnar tegundar og markaði nokkur straumhvörf í því hvernig menn komust milli staða. Var umsókn Benz samþykkt í nóvembermánuði sama ár (1886) og hlaut einkaleyf- isnúmerið 374358 frá Þýska ríkinu. Sjálfrennireiðin Benz var þriggja hjóla og fór hraðast 16 km/klst. Hún skar sig nokkuð frá tilraunum sam- tímamanna hans við að nýta vélar- afl sem staðgengil fyrir hross; hann lét sér ekki nægja að bæta sprengi- hreyfli við hefðbundinn hestvagn heldur áttaði hann sig á því að vagn- inn allan þyrfti að hanna með tilliti til hinnar nýtilkomnu vélar. Það var þessi heildstæða hönnun sem tryggði hr. Benz einkaleyfi fyrir fyrsta bílnum og lagði línurnar fyrir næstu 120 árin. Bertha Benz stalst á rúntinn Fyrir árslok 1888 hafði Benz lokið smíði þriggja bifreiða. Vakti þessi fyrsta bifreið heims og nokkra at- hygli er hún var til sýnis á heims- sýningunni í París ári síðar. Mikill áhugi var á fyrirbærinu frá upphafi, en sérstaka athygli vakti er eigin- kona Benz, Bertha Benz, stalst til þess að rúnta 100 km leið sem lá frá Mannheim til Pforzheim með sonum sínum. Hlaut þetta uppátæki frúarinnar mikla umfjöllun og seld- Patent-Motorwagea mit ilurrh IVtrnlrum. lUtuin. X»|>Ma tif. [- 'ímm ufrtik cad'klsobt' pbkite!.] «; BRXZ A Co. Rbeintsohe 0«anetor«n-r»brik Hér sést auglýsing fyrir sjálfrennireið Benz. Hann er þar sagður bæði "nýr" og "praktískur". ust mörg eintök af bílnum í kjölfarið. Bertha tók virkan þátt í prófun bíls- ins er hann var á tilraunastigi og er almennt talin fyrsta manneskjan sem keyrði hann. Árið 1893 kom næsta gerð af sjálf- rennireið frá Benz-verksmiðjunni, var sú fjögurra hjóla og gekk undir nafninu “Victoria”. Festist sú til- högun í sessi og í dag eru flestar bif- reiðar sem framleiddar eru af fjög- urra hjóla gerðinni. Mun ætlun Benz-manna að fagna þessum tímamótum rækilega í Þýskalandi, m.a. með opnun nýs Mercedes-Benz safns í Stuttgart í maímánuði næstkomandi. ■ Það sem almennt er talið fyrsti bíll heims. haukur@vbl.is Tuttugu ár með toppinn niðri Saab bifreiðaframleiðandinn fagnar því um þessar mundir að tveir áratugir eru liðnir síðan fyrsti Saab blæjubíllinn kom af færibandinu. Saab 9-3 Converti- ble 20 Years Edition bíllinn sem sést á myndinni hér að neðan er - eins og nafnið gefur til kynna - sérstök afmælisútgáfa sem Saab hefur framleitt af tilefn- inu. 1 janúar 1986 var sænski framleiðandinn frumkvöðull í því að framleiða hagnýtan, heilsársbíl með mjúku þaki með Saab 900 blæjubílnum. Nýi bíllinn verður til sýnis á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst á morgun. Hinn glæsilega nýja bifreið vísar sterklega til upphaflegu Saab blæjubílanna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.