blaðið - 18.01.2006, Page 2

blaðið - 18.01.2006, Page 2
2 I ^HÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 bla6Í6 blaði&— Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Þingvellir: Valhöll verði rifin Arkitekt segir húsið þreytt og lúið. Til greina kemur að varðveita upprunalega húsið. Reykjavík: Sérstakt gjald á nagladekk? Vínnuhópur um notkun nagladekkja í Reykjavík skilaði í gær af sér skýrslu til Umhverfis- ráðs borgar- innar. Megin niðurstöður hennar eru þær að aðstæður, þar sem nagladekk hafa kosti umfram aðrar tegundir dekkja séu fremur sjaldgæfar í Reykjavík. Bent er á að slysatíðni hafi ekki auk- ist svo nokkru nemi á stöðum þar sem nagladekk hafi verið bönnuð alfarið eins og í Japan. Hópurinn kemst því að þeirri niðurstöðu að hægt sé að draga verulega úr notkun dekkjanna án þess að öryggi fólks sé stefnt í hættu. Áætlað er að 70% ökutækja í Reykjavík séu búin nagladekkjum á veturnar. Svifrik er vaxandi vandamál í borginni en upspænt malbik er 55% alls svifriks. Samkvæmt skýrslunni þarf að leggja um 10.000 tonn af slitlagi árlega til endurnýjunar gatna. Til- lögur hópsins eru meðal annars þær, að hvatt verði til átaks til þess að minnka nagladekkjanotkun og að upplýsingaherferð verði hrundið af stað. Einnig leggur vinnuhópurinn það til að skoðuð verði takmörkun nagladekkja með einhverjum hætti, til dæmis með gjöldum. ■ Á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun kynnti Halldór Ásgrímsson, forsætis- ráðherra, skýrslu Þorsteins Gunnars- sonar arkitekts og Ríkharðs Krist- jánssonar verkfræðings um ástand Hótels Valhallar á Þingvöllum. I skýrslunni eru hugmyndir þeirra um framtíðarstarfssemi staðarins einnig viðraðar. Skýrsluhöfundar leggja til að Valhöll verði rifin, að fullu eða hluta og að reist verði ný bygging á grunni hennar. Einnig er lagt til að efnt verði til opinnar sam- keppni um hönnun nýs húss þar sem annað hvort verði gert ráð fyrir nýju húsi, eða þá að upprunalegi hluti Valhallar verði varðveittur og byggt verði við hann. Við byggingu nýs húss verði tekið tillit til hins sér- staka gildis sem Þingvellir hafa og að byggingin muni stuðla að ánægju- legri upplifun gesta þjóðgarðsins. Húsið þreytt og lúið Þorsteinn Gunnarsson arkitekt segir að Valhöll sé orðin „ansi þreytt og lúin“ eins og hann orðar það. „Elsti parturinn var byggður 1898 og þá af töluverðum vanefnum. Þá var það á öðrum stað, norðar á völlunum. Síðan var byggt við húsið tvívegis eftir efnum og ástæðum og það síðan dregið á ís á núverandi stað 1929“ Valhöll var síðan enn stækkuð fyrir Alþingishátíðina 1930, að sögn Þorsteins, og síðan hefur verið byggt við húsið í áföngum í gegnum árin.“ Þorsteinn segir Valhöll hafa ákveðið menningarsögulegt gildi. „Húsið er byggt í einkaframtaki nokkurra Reykvíkinga og útaf fyrir sig er framtakið merkilegt. En því miður BlaOil/lngó var þetta ekkert sérstaklega vönduð bygging og búið að tjasla við hana. En annar valkosturinn hjá okkur er sá að það verði viðurkennt að húsið hafi menningarsögulegt gildi ög að aðalbyggingin verði áfram varðveitt.“ ■ FL Group: Launakjör lykilstjórnenda enn glæsilegri en rætt hefur verið Laun framkvœmdastjóranna hœrri en talið var og kaupréttarsamningar eru einkar rausnarlegir. Launakjör æðstu stjórnenda FL Group vöktu mikla athygli eftir að Ragnhildur Geirsdóttir lét af störfum hjá félaginu, en starfsloka- samningur hennar þótti einkar rausnarlegur. Nýlegar ráðningar til félagsins eru hins vegar ekki síður glæsilegar, þegar litið er til launakjara. Eru dæmi um að kaupréttarsamningar gefi mönnum rétt til hlutafjárkaupa upp á 700 milljónir á þremur árum eða tæpar 20 milljónir á mánuði. Þá Opið prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík 28. janúar Björn Ingi í l.sætið er miðað við útboðsgengi í félaginu í nýafstöðnu hlutafjárútboði, en það var 13,6. Gengi félagsins hefur hækkað gríðarlega undanfarna mán- uði og er nú 23,10. í þessu sambandi hefur vakið athygli manna að í hlutafjárútboð- inu á síðasta var gert ráð fyrir að starfsmenn fengju að kaupa 3 millj- arða í félaginu samkvæmt kauprétt- arsamningum, en því var frestað að ráði endurskoðenda. Ekki leið hins vegar á löngu þar til tilkynnt var um fyrrgreinda kaupréttarsamninga lykilstarfsmanna. Þá höfðu bréfin hækkað verulega, en fyrra gengi látið gilda. Launin vanmetin Ekki hafa menn þó aðeins horft til kaupréttarsamninga, heldur eru launin líka rausnarleg. í umræð- unni um áramót var þannig rætt um að sjö framkvæmdastjórar félagsins væru með 22 milljónir króna í laun á ári hver og byggðu menn það á skráningarlýsingu FL Group vegna hlutafjárútboðs í nóvember síðast- liðnum, þar sem fram kom að laun þeirra væru alls 154 milljónir, en við þá útreikninga virðast menn ekki hafa tekið með í reikninginn að fæstir þeirra höfðu starfað hjá félag- inu í meira en hálft ár. Laun þeirra eru þvi líkast til allnokkru hærri. Samkvæmt fyrrnefndri skráning- arlýsingu FL Group fær Hannes Smárason, forstjóri félagsins, um 4 milljónir króna á mánuði í laun, en hann á einnig rétt á verulegum bónusgreiðslum, sem fara eftir ár- angri og afrakstri og geta numið allt að þreföldum árslaunum, eða allt að 144 milljónir króna. Árslaun for- stjórans geta því rokkað frá 48 millj- ónum upp í 192 milljónir á ári. ■ o Heiðskirt 0 Léttskýjað Skýjað Alskýjað í Rigning, lítilsháttar /// Rigning 9 9 Súld Snjókoma 9 * * Slydda Snjóél Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chlcago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 05 12 02 -04 03 03 -13 02 11 09 14 -02 15 15 0 08 -02 -07 04 13 11 10 -2°^ -1° ’b * * * ** *-2° '"// cf // / /// . /// Á morgun Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu íslands ✓ / ✓ / ✓ ✓ "3° / / *

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.