blaðið - 18.01.2006, Síða 12

blaðið - 18.01.2006, Síða 12
12 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 biaðió Nauðsynlegt að moka snjóinn Húseigendur hugsa ekki nógu mikiö um viöhald eigna sinna Gunnar Guðmundsson, múrari, er sérfrœðingur á sviði steypuskemmda og hefur starfað við utanhússviðgerðir í tuttugu ogfimm ár. Snjórinn er mörgum kærkominn. Hann veitir birtu í skammdegið og gerir umhverfið óneitanlega svolítið rómantískara. Ökumenn sikk-sakka á svellinu út á dekkja- verkstæði til að láta vetrardekk undir bílinn - en hvað gera húsejgendur? Snjóþungi, frost og kuldi hafa áhrif á meira en varirnar á okkur, sem þorna nánast alltaf upp við þessar aðstæður. Steypan í hús- unum okkar bregst ekki vel við skyndilegum breytingum í veðri. Frýs og þiðnar til skiptis Ef steypa er í þannig umhverfi að hún frýs og þiðnar til skiptis, er hætta á að hún skemmist. Þar sem steinsteypa er í eðli sínu rakadræg, inniheldur hún nokkurn raka í sér, og þar sem vatn þenst um ca. io% við að breytast í ís, þarf steypa að hafa nægjanlegt holrými til að vatnið geti þanist út án þess að valda steypunni skaða. Ekki ofmikiðvatn Tvennt þarf að koma til, að hol- rými séu til staðar í steypunni og að vatnsinnihald hennar sé ekki yfir þeim mörkun sem holrými eru fyrir. Til að holrými séu til staðar, og nægjanlega dreifð til að þau komi að gagni, þarf að setja loftblendi í steypuna, og það þarf að vera uþb. 5-6% loft í steypu. Einangrið steypuna ef kostur er Til að minnka rakainnihald steypu þarf að minnka vatnsmagnið sem liggur að steypunni eins vel og kostur er. Til dæmis að láta vatn 99........................ Til að minnka raka- innihald steypu þarfað minnka vatnsmagnið sem liggur að steypunni eins vel og kostur er. renna af láréttum flötum s.s. undir gluggum, og minnka rakadrægni hennar sem hægt er að gera með málun, sílanhúðun o.fl. og einnig að hafa vatns hlutfall lágt við blöndun. Þá er ónefnd ein aðferð við að hindra frostskemmdir í steypu, en það er að koma í veg fyrir að hún frjósi, t.d. með því að einanagra byggingarhluta að utan ef þess gefst kostur. ■ Mannifinnst nógu mikilfyrirhöfn að skipta um dekk undir bílnum. Er virkilega nauðsynlegt að moka svalirnar líka um leið ogþað snjóar? „Já, það er algert frumskilyrði. Hús- eigendur eru því miður ekki nógu meðvitaðir um viðhald fasteigna sinna. Þó að húsið líti þokkalega út að utan er ekki hugsað mikið um við- haldið. Fólk hugsar til dæmis ekki út í að losa snjóinn af svölunum, svo hlánar og þá fer allt á flot. Það þarf að hreinsa niðurfallið á svölunum líka. Hella heitu vatni í vatnslása og losa upp klakann. Frostið er nefni- lega versti óvinur steypunnar. Ef það er veila fyrir í plötuskilum, sér- staklega við svalir, þá er ekki gott að snjórinn liggi á þeim og þiðni því þá lekur beint inn í íbúðina og jafn- vel niður í næstu íbúð fyrir neðan. Þá eru skemmdirnar komnar inn í veggina og þar geta þær eyðilagt pípulagnir og fleira. Pípurnar geta færst til og hreinlega farið í sundur og þá ertu kominn með mjög alvar- legar afleiðingar sem eru því miður mjög algengar!” Skemmdirnar geta leynt á sér Segjum sem svo að ég hafi gleymt að moka svalirnar hjá mér og lendi í dæmigerðu tjóni afþeim orsökum. Hvernig bregst ég við? „Viðgerðarmaðurinn kemur á stað- inn og skoðar þetta að utan og innan. Stundum sést ekkert að hús- inu að utan þó að skemmdin komi þaðan. Það eru kannski bara örlítil ummerki um að lekinn sé kominn ( gegn og svo þegar þetta er brotið upp kemur allt í ljós. Skemmdirnar geta verið mismun- andi alvarlegar, en það algengasta er kannski að það hafi lekið lengi í gegnum svalirnar. Svo lengi að það sé komið í gegnum þær. Þá þarf að setja yfirborðsefni til að loka þeim að ofan en það efni er yfirleitt þéttimúr. Þegar lekur með plötuskilum þá þarf að brjóta þau upp og þétta á ný. Það sem er alvarlegra er þegar það er búið að leka svo mikið í gegnum svalirnar að það þarf fjarlægja sval- irnar alveg í burtu og gera upp á nýtt.“ Viðgerðin getur verið kostnaðarsöm Hversu mikiðgetur maður búist við að þurfa að borga fyrir svona viðgerð? Þegar lekur með plötu- skilum þá þarfað brjóta þau upp og þétta á ný. Það sem er alvarlegra er þegar það er búið að leka svo mikið í gegnum svalirnar að það þarffjarlægja svalirnar alveg í burtu og gera upp á nýtt." ,Það er ekki auðvelt að segja þar sem þetta eru oft svo mismunandi alvar- legar skemmdir, en svona aðgerð , eins og að þétta um sex fermetra svalir getur verið frá fimmtíu upp í hundrað þúsund og það myndi vera ágætlega sloppið. En ef þetta snýst um að brjóta niður svalir sem eru orðnar handónýtar þá eru það nokkur hundruð þúsund. í nýlegri húsum eru svalirnar oftast gerðar úr forsteyptum ein- ingum. Þá eru bara plöturnar skrúf- aðar upp og þá er mun minni hætta á skemmdum þar sem svalirnar eru ekkert tengdar inn í vegg. Það er alltaf öruggara og ódýrara að vera með léttar svalir þar sem snjó- þyngslin geta tekið í húsin líka og skemmt þau“ Ekki mála svalagólfið Er eitthvað sérstakt sem maðurgetur gert fleira til að passa svalirnar sínar? „Já, mín reynsla er til dæmis sú að það eigi ekki að mála svalagólf. Steinninn þarf að anda. Oft á tíðum er sett epoxíð málning á þetta sem er alveg þétt og ef hún gefur sig, þá kemur sprunga, vatnið fer undir og beint ofan í steypuna og þaðan kemst vatnið ekkert nema niður. Gufar semsagt ekki upp. Þetta er svipað því að vera með flísalagðar svalir. Svo gefur fúgan sig og hvert fer vatnið þá? Beint ofan í steyp- una...,“ segir fagmaðurinn Gunnar Guðmundsson að lokum. ■ margret@bladid.net TÍSKA& SNYRTING Mánudaginn 23. janúar blaöió 11 . Auglýsendur, upplýsingar veita: margret@bladid.net BlaSid/Steinar Hugl

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.