blaðið - 08.02.2006, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÖAR 2006 blaöiö
Gluggar • Útihurðar • Sérsmiði
Verðtilboð, upplýsingar
& ráðgjöf
GKGLUGGARaDD
GLUGGAR OG KLÆÐNING ehf.
Völuteig 21,270 Mosfellsbæ
sími: 566 6787, www.gluggar@simnet.is
Hollenska
ríkið skilar
nasistaþýfi
Hollenska ríkið hyggst skila 202
frægum málverkum sem eru
milljóna evra virði til fjölskyldu
listaverkasafnara af gyðingaættum
sem lést á flótta undan nasistum í
seinni heimsstyrjöldinni. Þýskir nas-
istar gerðu safn listaverkasafnarans
Jacques Goudstikkers upptækt eftir
að þeir hernámu Holland árið 1940.
I safninu er meðal annars að finna
verk frægra hollenskra og ítalskra
meistara frá 17. öld svo sem Van
Ruysdael, Van Goyen and Van Dyck.
Ríkið mun ekki bæta þeim
söfnum sem nú geyma verkin þann
mikla skaða sem þau verða fyrir.
Sum verkanna hafa verið til sýnis
í Ríkislistasafninu í Amsterdam.
Að stríði loknu afhentu
bandamenn hollenska ríkinu
hstaverkasafn Goudstikkers.
Sérstök opinber nefnd sem fæst
við mál af þessu tagi mælti nýlega
með því að verkunum verði skilað
til Merei von Saher, tengdadóttur
Goudstikkers. Deilur um verkin
hafa staðið árum saman en hún
fór fyrst fram á að hollenska ríkið
skilaði verkunum árið 1998.
40 verk til viðbótar verða enn
í eigu hollenska ríkisins þar sem
vafi leikur á eignarhaldi þeirra.
Leiðin til framfara á Haiti er löng
René Préval er spáð sigri íforsetakosningunum á Haítí semframfóru ígœr en að öllum lík-
indum mun þurfa að halda aðra umferð. Nýsforseta híða mörg erfið verkefni enda hefur
fátœkt, ofbeldi og ringulreið sett mark sitt á landið á undanförnum árum.
Reuters
Friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna við eftirlit á götu í Gonaives á Haftí. Mikill viðbún-
aður var á vegum Sameinuðu þjóðanna út af forsetakosningum á eyjunni í gær af ótta
við að óaldargengi myndu ráðast gegn kjörstöðum.
átökum óaldargengja og um 2.000
manns hefur verið rænt á sama tíma.
Brýn úrlausnarefni bíða forsetans
Auk þess að koma á friði í landinu
bíða mörg önnur brýn verkefni hins
nýja forseta Haítí. Atvinnuleysi er
um 70%, fátækt mikil, meðalaldur
lágur og aðeins annar hver maður
kann að lesa og skrifa. Alþjóðleg
stórfyrirtæki hafa mörg hver hætt
starfsemi sinni í landinu vegna
ótryggs ástands og um fjórðungur
lögregluliðsins er flæktur í mann-
rán og spillingarmál. Juan Gabriel
Valdes, sérlegur erindreki Samein-
uðu þjóðanna á Haítf, býst við því
að það muni taka samtökin nokkra
áratugi að koma ástandi í landinu í
eðlilegt horf. „Leiðin til framfara er
löng,“ sagði hann í viðtali við BBC.
Verið velkomin
EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR
Garðatorg 3 • 210 Garðabær
Sími.565 6680
íbúar á Haftí binda vonir við að
með forsetakosningunum í gær
verði endi bundinn á þá ringul-
reið sem ríkt hefur í þessu fátæka
ríki síðan Jean Bertrand Aristide,
forseti, flúði land fyrir tæpum
tveimur árum eftir blóðuga
uppreisn.
René Préval, fyrrverandi forseta,
er spáð sigri í kosningunum en hann
er gamall bandamaður Aristides og
gegndi embætti forsætisráðherra í
valdatíð hans. Stuðningur við hann
er mestur í fátækrahverfum höfuð-
borgarinnar Port-au-Prince. „Allir
hérna munu kjósa Préval. Við elskum
hann,“ sagði ungur maður í fátækra-
hverfinu Cité Soleil í viðtali við Reut-
ers-fréttastofuna. íbúar hverfisins
vona að kosningarnar leiði til þess
að atvinnuframboð aukist í landinu
þar sem atvinnuleysi hefúr verið um
70%.
Préval nýtur aftur á móti lítils
stuðnings í röðum efnaðri íbúa eyj-
unnar sem kjósa frekar kaupsýslu-
manninn Charles Henry Baker eða
Leslie Manigat, fyrrverandi forseta.
Fylgi Préval mældist 37% í síðustu
skoðanakönnun fyrir kosningar en
Baker kom á hæla hans með 10% fylgi.
Fái enginn frambjóðendanna í næsta
mánuði helming atkvæða eða meira
verður kosið á milli þeirra sem lentu í
tveimur efstu sætunum.
Endurkoma Aristides
Þrátt fyrir að Aristide sé í útlegð í
Suður-Afríku er hann enn vinsæll
meðal íbúa fátækrahverfanna og Pré-
val nýtur góðs af því. Sumir telja að
ástandið í landinu hafi aðeins versnað
síðan Aristide hraktist í burtu og að
kjör Préval muni greiða götuna fyrir
endurkomu hans.
Préval hefur engu að síður lítið
viljað tjá sig um tengsl sín við forset-
ann fyrrverandi. I viðtali við breska
ríkisútvarpið (BBC) sagði hann að Ar-
istide gæti snúið aftur ef hann kærði
sig um þar sem það samræmdist
stjórnarskránni.
Alda ofbeldis hefur riðið yfir eyj-
una að undanförnu og hafa níu frið-
argæsluliðar Sameinuðu þjóðanna
og fjöldi óbreyttra borgara fallið.
Óaldarflokkar sem tengjast Aristide
standa að ofbeldinu og þegar Préval
var spurður hvort hann myndi koma
lögum yfir þá sagðist hann ætla að
útrýma þeim. Fjölmennt lið her- og
lögreglumanna á vegum Samein-
uðu þjóðanna hefur reynt að halda
uppi lögum og reglu í landinu síðan
Aristide hrökklaðist burtu. Mörg
hundruð manns hafa látið lífið í
Ný sending af kjólum og
öðrum samkvæmisfatnaði
fyrir dömur og herra
Fatalewa