blaðið


blaðið - 08.02.2006, Qupperneq 14

blaðið - 08.02.2006, Qupperneq 14
22 I ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 biaöÍA Charlton - Liverpool í kvöld 1 kvöld verður einn leikur í ensku úrvalsdeildinni á dagskrá. Þá mætast á The Valley Charl- ton og Liverpool. Liverpool, sem hefur átt mjög góðu gengi að fagna í vetur, hefur aðeins hikstað í síðustu tveimur deild- arleikjum. Jafntefli á heimavelli gegn Birmingham og svo tap um síðustu helgi fyrir Chelsea. Þetta er nokkuð sem Rafa Benitez, framkvæmdastjóri rauða hers- ins, er ekki sáttur við og hann ætlar sér og sínum mönnum sigur í leiknum í kvöld og ekk- ert annað. Liverpool verður án fyrir- liða síns, Steven Gerrard sem er meiddur, og það má fastlega reikna með að hann leiki heldur ekki með um helgina þegar Li- verpool mætir Wigan. Það er vissulega áhyggjuefni fyrir púlara því Gerrard hefur leikið af stakri snilld í vetur og hefur oftar en ekki drifið sitt lið áfram og halað inn stigum með s t ó r 1 e i k . Framherjar Liverpool hafa ekki verið að gera góða hlutiað und- anförnu.Dji- bril Cisse og Peter C r o u c h _ hafa ekki skorað í síð- ustu sjö deild- arleikjum liðs- ins. Árangur Liverpool á úti- völlum í vetur er: 4 sigurleikir, 4 jafntefli og 3 tapleikir. Markatalan er 12- 10. Liðið er í þriðja sæti, 21 stigi á eftir Chelsea en á tvo leiki til góða. Þá er rauði herinn sex stigum á eftir Man.United sem er í öðru sæti og á Liverpool einnig tvo leiki til góða á þá. Það má segja að aðalkeppnin STORLEIKUR I BEINNI CHALTON - LIVERPOOL MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR KL. 20.00 FRjÁLSI ICELANDAIR FAOU ÞÉR ÁSKRIFT ! í SIMA 800 7000. Á WWW.ENSKI.IS j EOA I NÆSTU VERSLUN SIMANS. ' EfíSHI % B O LT I N A/fBr sé um annað sæti deildarinnar sem og fjórða sætið en fjögur efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Charlton hefur verið eitthvert Steven Gerrard, leikmaður Liverpool. furðulegasta lið úrvalsdeildar- innar í vetur. Liðið fór feyki- vel af stað og var um tíma í öðru til þriðja sæti. Síðan lá leiðin niður á við svo um munaði en undan- farnar vikur hafa verið ansi hreint sveiflu- kenndar. Charlton er óútreiknanlegt í leikjum sínum en liðið er i 13. sæti með 30 stig eða 15 stigum á eftir Liverpool. Charlton hefur unnið 4 leiki gert 2 jafntefli og tapað sex leikjum á heimavelli. Markatalan er 13-16. Á þessu sést hið undarlega gengi Charlton á leiktíð- inni en um tíma var liðið það eina í úrvalsdeildinni sem hafði ekki unnið leik á heimavelli. Hermann Hreiðarsson og félagar fá vissulega verðugan mótherja í kvöld. Sjálfa Evrópumeistarana og ef skjóta ætti á úrslit yrðu þau 1-2 fyrir púlara. Leikurinn verður sýndur á Enska boltanum og hefst klukkan 20. r GETRAUNIR Diddi getspaki spáir í spilin Við hér á Blaðinu verðum með umfjöllun um Evrópuseðilinn í get- raunum á miðvikudögum og eða þriðjudögum það sem eftir lifir leik- tíðar í boltanum. Einnig ætlum við að vera með hugmyndir fyrir ykkur lesendur um á hvað skal tippa á Lengjunni en nýr Lengjuseðill kemur ávallt út á þriðjudögum. Svona lítur þetta út hjá okkur þessa vikuna: Evrópuseðiliinn leikvika 6 Fiorentina-Inter X2 Juventus-Parma 1 Palermo-Lazio 12 Ascoli-Livorno 1x2 Chievo-Sampdoria 1x2 Udinese-Reggina 1 Messina-Siena íx Lecce-Empoli íx Charlton-Liverpool 2 Chelsea-Everton 1 Middlesbro-Coventry 1 Stuttgart-Werder-Bremen 1x2 Gladbach-Schalke 1x2 Sparnaðarkerfi: S-4-4=144 raðir. 1.440 kr. S-4-4-144 er sparnaðarkerfi sem kostar 1.440 krónur og líkurnar á 13 réttum er 11,1%. Þar getur þú þrítryggt 4 leiki og tvítryggt 4 leiki og fest 5 leiki. Þetta myndi kosta 9 sinnum meira á opnum seðli. Til að þetta kerfi gangi upp þarf einn af þrítryggðu leikjunum að fara með jafntefli eða allir með jafntefli. Eitt dæmi af mörgum til að kerfið gangi upp er ef fyrsti þrítryggði leikurinn endar með jafntefli þá verða hinir þrír einnig að enda með jafntefli. Lengjan þessa vikuna hjá Didda getspaka. Öryggið nr.38 Udinesa-Reggina 1 nr.26 Leverkusen-Wolfsburg 1 nr.45 Middlesboro-coventry 1 nr.35 Milan-Trevico 1 nr.44 Chelsea-Everton 1 nr.57 Sacramento Chicago 1 Heildarstuðull 4.45 Ef 1.000 krónur eru lagðar undir og allir leikirnir eru réttir verður vinningsuppæðin 4.450 krónur. Langskotið Nr.31 Fiorentina-Inter 2 Nr.29 Strasbourg-Paris SG 2 Nr.46 Real Zaracoza-Real Madrid 2 Nr.43 Charlton-Liverpool 2 Nr.36 Palermo-Lazio 1 Nr.34 Messina-Siena 1 Heildarstuðull er 49.93 Ef 300 krónur eru lagðar undir og allir leikirnir eru réttir verður vinningsupphæðin þá 14.979 krónur. Rétt er að minna á að allir vinningar í getraunum eru skatt- frjálsir. Gott mál það. Adu fer sennilega til Chelsea Einhver efnilegasti knattspyrnuleik- maður heims í dag er bandaríski pilturinn Freddy Adu. Piltur hefur verið undir smásjá stórliða víðs vegar um heim um langt skeið og þar hefur Manchester United oftar en ekki verið nefnt sem það félag sem væri líklegasti lendingarstaður Adu. í gær gerðist það svo að hið ríka félag Chelsea kom allt í einu upp á borðið og samkvæmt breska blaðinu The Times er talið líklegast til að hreppa þennan ótrúlega leik- mann sem spilar með bandaríska liðinu DC United. í janúarmánuði síðastliðnum lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir Bandaríkin og er búist við að hann verði í leikmannahópi Bandaríkj- anna á HM í Þýskalandi í sumar. Kaupverð Chelsea er talið vera í kringum 5 milljónir sterl- ingspunda, sem er jafn- virði um 550 milljóna ís- lenskra króna. Sú upphæð þykir óvenju lág og er lík- legt að hún verði mun hærri. Freddy Adu er fæddur í Ghana en er banda- rískur ríkisborgari og er búsettur þar. Hann vakti fyrst athygli fyrir einum fjórum árum fyrir ótrúlega hæfileika sína sem og líkamlegan styrk en hann þykir óvenju þrosk- aður leikmaður þótt hann sé aðeins 16 ára. MÍN SKOÐUN ÓLAFUR RAFNSSON FORMAÐUR KKÍ Rekstraríþróttir Isíðasta pistli opnaði ég umræðu um rekstrarforsendur íþrótta- hreyfingarinnar á Islandi undir yfirskriftinni „íþróttarekstur“ þar sem samanburður var gerður á forsendum markmiða íslenskrar íþróttahreyfingar við rekstrarum- hverfi fyrirtækja í viðskiptalífinu. Að þessu sinni er ætlunin að færa umfjöllunina út fyrir landstein- ana þar sem samruni markmiða íþrótta og viðskiptalífs hefur orðið meiri og þar er e.t.v. meira viðeig- andi í sumum tilvikum að fjalla um „rekstraríþróttir“. Það er að verða viðurkennd stað- reynd að víða erlendis þykja mark- mið reksturs íþróttafélaga í mörgum tilvikum nær markmiðum fjárfesta en ólympíuhugsjónarinnar. Nefna má sem dæmi innreið fjárfesta í eignarhald knattspyrnufélaga á Eng- landi. Vissulega má segja að íþrótta- legum árangri fylgi meiri athygli og þar með tekjur, en engu að síður má einnig finna merki þess að ef valið stæði milli fjárhagshagnaðar eða íþróttalegs árangurs þá kynni Mammon að ráða vali. Var David Beckham frekar seldur sem vöru- merki en afreksmaður frá Manc- hester United til Real Madrid? Fyrir 6-7 árum tóku aðstandendur nokkurra stærstu félagsliða Ítalíu, Spánar og Frakklands í körfuknatt- leik sig saman og drógu sig út úr keppni meistaradeildarinnar sem FIBA hafði byggt upp með góðum árangri á árunum þar á undan og stofnuðu sína eigin Evrópudeild undir merkjum ULEB. Ástæðan var einkum óánægja með tekjuskipt- ingu - þeim fannst of mikið renna til uppbyggingarstarfs hreyfingar- innar. Nú er staðan sú að keppni félagsliða í álfunni er klofin og stór- sködduð - hefðbundna körfuknatt- leikshreyfingin hefur orðið af nauð- synlegum tekjum til uppbyggingar grasrótarinnarog ULEB skortir veru- lega úrræði við þróun reglukerfis, dómara o.s.frv. og þurfa að treysta á að sækja sér unga leikmenn til gras- rótar þess áhugamannakerfis sem þeir skildu eftir í sárum. Aöilar innan knattspyrnunnar fylgj- ast vel með þróun mála hjá ULEB I raun var hér um að ræða alvarlegt arðrán skammtímahagsmuna tiltek- inna fjárfesta og eiginhagsmunaað- ila. Þetta kerfi stendur á brauðfótum, ekki síst þar sem verulega skortir á samfélagslegan og pólitískan stuðn- ing. Slíkt fælir öfluga auglýsendur frá og takmarkar langtímasamn- inga. En á sama tíma blæðir hefð- bundna körfuknattleikshreyfingin fyrir fjárskortinn. Ómögulegt er að spá um hver þróun eða niðurstaða verður en miklar viðræður hafa átt sér stað á undanförnum árum - með misjöfnum árangri. Hefur und- irritaður verið þátttakandi í þeirri umræðu innan stjórnar Evrópska körfuknattleikssambandsins. Veit ég að aðilar innan knatt- spyrnuhreyfingarinnar fylgjast vel með þessum málum því ósjaldan hefur skapast orðrómur um hinn svonefnda G14 hóp stærstu félags- liða Evrópu. Líklega hefur þróunin innan ULEB undanfarið fremur fælt félögin frá aðgerðum, auk þess að fjárhagslegur styrkur knatt- spyrnuhreyfingarinnar hefur getað haldið félögunum i núverandi fyrirkomulagi. í Bandaríkjunum er að finna nokkuð athyglisvert samhengi fyr- irtækjareksturs NBA deildarinnar við grasrótarkerfi háskólakörfubolt- ans. Virðist það dæmi ganga furðu- vel upp í þessu landi tækifæranna. NBA liðin eru í sjálfu sér lítið annað en fyrirtæki sem byggja á sérleyfi („franchise") deildarinnar á sama tíma og NCAA háskóladeildin útilokar allar launagreiðslur til leikmanna og gerir jafnvel kröfur um námsárangur þeirra. Talið er að NCAA sé ein af stærstu íþrótta- einingum í heimi að því er varðar fjárhagslega veltu - og er það út af fyrir sig merkileg staðreynd í ljósi umfjöllunar í nýlegum pistli um ofurlaun leikmanna. Fjármunirnir eru nýttir óskertir til uppbyggingar og þróunar - og afleiðingin er rjóm- inn af einni vinsælustu íþróttagrein í heimi. En almennt vil ég ítreka aðvörun- arorð mín um ofuráherslu fjárhags- legs ávinnings umfram íþróttalegan árangur. Tökum öfgakennt dæmi. Segjum sem svo að fjárfestar hefðu keypt íslenska landsliðið í hand- knattleik og í stað þess að tefla fram þjóðarstolti í hverri stórkeppninni á fætur annarri þá myndu „eig- endur“ liðsins kjósa á sama tima að láta eftir sæti sitt til að taka þátt í boðsmóti á Arabíuskaga vegna 50 milljóna króna þátttökugreiðslu þar- lendra olíufursta. Myndi þjóðin sætta sig við það? Varla.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.