blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 16
241 HEILSA MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 blaðiö Er þunglyndi eðlilegt? ífebrúarfinna margirfyrir þungri lund, doða ogþreytu. Varla glittir í sumarið við hinn andlega sjóndeildarhring. Innan skynsamlegra marka eru þessar tilfinningar eðlilegar enda ekki hægt að búast við því að við séum uppfull af þrótti og elju allt » árið um kring. Við erum jú hluti af hringrás náttúrunnar líkt og allt annað sem lifir. í gamla daga þótti ekkert óeðlilegt að detta í tímabundið þunglyndi enda var þá ekki búið að finna upp lyf við öllum tilfinningaskalanum líkt og á þessari öld. Nóg var að fara eftir ráðunum sem koma fram í þessari vísu: Eflundin þín erþreytt Þá þessum fylgdu orðum Gakktu með sjó ogsittu við eld r Svo kvað völvanforðum En hvenær er kominn tími til að bregðast við þessum breytingum í lundarfarinu? Hvar á að draga lín- una á milli alvarlegs þunglyndis og skammdegisdoða? Blaðið kom að máli við dr. Rúnar Helga Andrason, sálfræðing, en hann skrifaði ítarlega ' grein um þunglyndi inn á vefsíðuna persona.is. ,Það er eðlilegt að bregðast við áföll- um sem koma upp í lífinu," sagði Rúnar Helgi þegar blaðamaður sló á þráðinn. „Reyndar getur verið mjög misjafnt hvernig fólk tekst á við sorgir sínar og mismunandi hvert ferðalagið í bataferlinu leiðir mann, en það er ekki eðlilegt að það líði margir dagar þar sem manneskjan er þjökuð af sorg, sjái engan tilgang með lífinu og enga leið út úr þessari slæmu líðan. Ef þannig er komið fyrri manni er ráðlagt að leita sér hjálpar." Öllu frestað ,Við getum talað um þrennt sem er einkennandi fyrir þunglyndi: I fyrsta lagi sú tilfinning að þetta ástand, þessi líðan, muni aldrei lag- ast. 1 öðru lagi er sjálfsmyndin nær alltaf afleit - sú tilfinning að mað- ur sé vondur pappír sem á sér ekki viðreisnar von. í þriðja lagi verða dagleg verkefni erfið og jafnvel óyf- irstíganleg. Þetta eru verkefni sem allir verða að takast á við, eins og að borga reikninga, þvo þvott og annað slíkt. Öllu er slegið á frest.“ Helgardrykkja og þunglyndi Rúnar segir að helgardrykkja geti verið ávísun á þunglyndi. Nagalskóli Professionails Viðurkennr nám þar sem nem- cndur útskritast ineð alþjóðlegt diplóma sent gefur þeim at- vinnumöguleika í yfir 60 löndum. Sveigjanlegt nám sem tekur tillit til mismunandi náms- hraða nemenda. Urvcgum nemcndum störf hérlendis og erlendis. Innritun allt árið. Heildverslunin Hjölur, sími 588 8300. Nánari upplýsingar á www.profcssionails.is „Það er mjög slæmt þegar fólk er far- ið að skrimta út vikuna til þess eins að geta lyft sér upp um helgar með því að fá sér í glas. Þetta er ávísun á vítahring sem mjög erfitt getur ver- ið að koma sér út úr. Flestir kannast til dæmis við að finna fyrir svoköll- uðum „móral“ jafnvel þó þeir hafi ekki gert neitt rangt. Að baki þess- ari tilfinningu liggja efnafræðilegar ástæður - áfengi hefur þessi áhrif á heilabúið. Síendurtekin drykkja með endurteknum „móral“ getur leitt til þunglyndis sem síðan vindur upp á sig eins og snjóbolti. Helgardrykkja getur því reynst mörgum illa.“ Gakktu með sjó og sittu við eld 1 vísunni hér að ofan kemur fram að það er gott og gagnlegt að hreyfa sig til að sigrast á þunglyndi. Að ganga með sjó og sitja við eld. Ganga með- fram Ægissíðu og hugleiða andans mál um leið og maður klárar síð- ustu sígarettuna. Þá síðustu áður en breyttur lífsstíll er tekinn upp. Rún- ar Helgi segir þetta hollráð vera hár- rétt. Gildi hreyfingar sé ómetanlegt þegar kemur að því að vinna sig upp úr þunglyndi. „Því meira sem ég hef unnið með )unglyndi því meira legg ég upp úr )ví að virkja fólk. Hreyfing skapar framleiðslu boðefna í heilanum og þessi boðefni létta lundina. Líkt og með efnafræðilegar ástæður þess að áfengisneysla og þunglyndi fara hönd í hönd, þá getur vond sjálfs- mynd og neikvæðar hugsanir í eig- in garð líka haft beinar afleiðingar á heilastarfsemina þannig að vont versnar. Ef maður peppar sig upp á morgnana í stað þess að rífa sig nið- ur þá á maður betri dag i vændum. Ef allt er erfitt í huganum þá verður allt í kringum okkur erfitt. Þetta er hreinlega spurning um að skapa sér jákvætt viðhorf," segir sálfræð- ingurinn Rúnar Helgi Andrason að lokum. Hamraborg 10 • Kópavogi • sími 554-4414 Tryggvagata 28 • Reykjavík • sími 552-5005 www.snyrtistofa.is margret@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.