blaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTXR
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaöiö
ALLIR AFANGASTAÐIR I EVROPU
FLUG 19.900
KR.
Bolcaðu á www.icelandair.is
ÍCELANDAIR
www.icelandair.is
Útlendingum
rænt í Nígeríu
Mbl.is | Rúmlega 40 skæruliðar réð-
ust á báta í eigu bandaríska olíufyr-
irtækisins Wilbros við ósa Níger i
námunda við hafnarborgina Warri
í Nígeríu á laugardag og rændu níu
erlendum starfsmönnum fyrirtæk-
isins. Að sögn starfsmanns Wilbros
voru forsvarsmenn þess að vinna að
samningum við olíufélagið Royal
Dutch Shell á svipuðum tíma og
árásin var gerð.
Breska ríkisútvarpið greindi frá
því að Godswill Tamuni, leiðtogi
.Hreyfingar fyrir frelsun ósa Níger“,
hefði lýst yfir stríði gegn erlendum
olíufyrirtækjum og skipað fyrir-
tækjunum að hafa sig á brott fyrir
miðnætti.
Sami skæruliðahópur hefur áður
haft í hótunum við erlend olíufyrir-
tæki sem halda úti starfsemi í Níg-
eríu og hafa m.a. lýst yfir ábyrgð
á því að nema starfsfólk olíufyrir-
tækja á brott og vinna skemmdar-
verk á olíuleiðslum.
Að sögn fréttastofunnar Associ-
ated Press berjast skæruliðarnir
fyrir því að héraðsstjórnir i Nígeríu
fái aukna stjórn yfir olíulindum
landsins.
Fuglaflensa enn ekki
greind í Danmörku
Mbl.is | Niðurstöður úr sýnum úr
hræjum níu svana, fjögurra máva,
þriggja hegra og æðarfugls, sem
fundust m.a. við Borgundarhólm og
á Norður Jótlandi í Danmörku benda
til að enginn fuglanna hafi hvorki
drepist afvöldum H5 afbrigðis fugla-
flensu né annarrar gerðar flensu
sem finnst í fuglum. Sýnin voru
rannsökuð í rannsóknarstofu Mat-
vælaeftirlits Danmerkur í Árósum
á laugardag og fékkst niðurstaðan
á laugardag. Þá er einnig ljóst að 30
svanir, önd og mávur, sem fundust
í vikunni í Danmörku, drápust ekki
heldur úr fuglaflensu.
Preben Willeberg, yfirdýralæknir
í Danmörku, sagði í samtali við
danska dagblaðið Jyllands-Posten
að engu að síður væri mikilvægt
að ekki yrði dregið úr viðbúnaði
til að koma í veg fyrir útbreiðslu
fuglaflensuveirunnar. Sagði hann
jafnframt að þótt sýni úr 47 fuglum
hefðu verið rannsökuð væri ekki
unnt að draga þá ályktun að fugla-
flensa hafi enn ekki borist til
Danmerkur.
Tötvunám í viðurkenndum skóla
- skráðu þig núna í nám hjá tölvuskóla TV
1
Hagnýtt bókhald
Þetta er frábært bókhaldsnám fyrir þá sem vilja ná góðum tökum á
bókhaldi, t.d. sjálfstæða atvinnurekendur og þá sem vinna við bókhald.
Nám sem borgar sig strax!
Helstu kennslugreinar:
• Fjárhagsbókhald
• Helstu lög og reglur um bókhald og skattaskil
• Tölvubókhald
• Uppgjör og skil á virðisaukaskatti
• Afstemmingar
• Undirbúningur uppgjörs og margt fleira
Fullkomið bókhaldskerfi innifalið í verði! Bókhaldskerfið er fyrir einn
notanda sem má nota það í allt að eitt ár, án endurgjalds.
Mjög reyndir bókhaldskennarar.
Lengd: 94 stundir/63 klukkust.
Verð: 99.900 • Allt að 5 ára lán
</)
'
:>
• VR, Efling og flest önnur stéttarfélög styðja félagsmenn sfna til náms hjá okkur
• Afsláttur erveitturtil félaga ÍVR, Eflingu og mörgum öðrum félögum, allt aö 15%
• 30 daga ókeypis símaþjónusta að loknu námi
• Ókeypís forfallatrygging felur f sér að þú getur bætt þér upp veikindi og forföll, innan árs
• Mjög hagstæðlr greiðsluskilmálar
Tölvunám TV til betri verka
- hringdu núna í síma 520 9000
- og skoðaðu www.tv.is til að fá meiri upplýsingar
TOLVU- OG
VERKFRÆÐIMÓNUSTAN
Grensásvegi 16 • 108 Reykjavík ■ Sími 520 9000 • tv@tv.is
Rumsfeld segir áróðurs-
stríðió vera að tapast
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill gangsetja miðstýrða áróð-
ursvél sem hann segir nauðsynlegt að starfi allan sólarhringinn.
Reuters
Hátíð í New Orleans
fbúar í New Orleans fagna fyrsta degi f hinni árlegu Mardi gras-hátfð á laugardag. Borgarbúar láta ekki hörmulegt ástand borgar-
innar eftir hamfarirnar í fyrrahaust aftra sér frá því að halda hátíðina sem markar upphaf páskaföstu.
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, telur að
stjórn George W. Bush, forseta, sé
að tapa áróðursstríðinu gegn al-Qa-
eda-hryðjuverkanetinu og öðrum
óvinum sínum.
Rumsfeld lét þessi orð falla um
helgina og komu þau mörgum á
óvart enda í litlu samræmi við yf-
irlýsingar George W. Bush, forseta,
um velgengni í hnattræna stríðinu
gegn hryðjuverkaógninni.
Rumsfeld sagði nauðsynlegt að
Bandaríkjamenn endurnýjuðu bar-
áttuaðferðir sínar í áróðursstríðinu
í því skyni að ná til almennings
i íslömskum ríkjum. „Óvinirnir"
hefðu náð að „laga sig að“ lögmálum
upplýsingaaldarinnar. Kvaðst Rums-
feld þeirrar hyggju að margir mikil-
vægustu bardagarnir í hryðjuverka-
stríðinu færu nú fram á ritstjórnum
fjölmiðla. Stjórnvöld þyrftu að laga
Donald Rumsfeld
sig að þessari staðreynd og koma á
fót „áróðursvél" sem starfaði allan
sólarhringinn. Yrði þetta ekki gert
myndi illa fara. Stjórnvöld þyrftu að
miðstýra sókn Bandaríkjamanna í
áróðursstriðinu og leitast við að ná
til almennings í íslömskum ríkjum.
Þetta yrði að gerast hratt og örugg-
lega því ella myndu óvinir Banda-
ríkjanna fylla það „tómarúm" sem
skapast hefði.
Ummæli Rumsfelds eru í litlu sam-
ræmi við þau sem George W. Bush
forseti lét falla á föstudagskvöld.
Forsetinn sagði þá í ræðu að Banda-
ríkjamenn mættu ekki láta hug-
fallast sökum erfiðleika í írak. Al-
menningur yrði að gera sér ljóst að
Bandaríkin ættu í stríði. „Við höfum
áður séð hvernig lýðræðið breytir
heiminum,“ sagði Bush. Hann full-
yrti einnig að stríðið gegn hryðju-
verkamönnum al-Qaeda væri árang-
ursríkt. Gangur þess væri hægur en
markviss og Bandaríkjamönnum
hefði tekist að uppræta felustaði ógn-
arverkamanna erlendis.
Umbótaráðherra ítalíu
neyðist til að segja af sér
Klœddist bol með mynd af Múhameð spámanni og var að þeim
sökum gerður ábyrgurfyrir manntjóni í mótmœlum í Líbýu.
Roberto Calderoli, ráðherra umbóta-
mála á Ítalíu, sagði af sér á laugar-
dag eftir að stjórnvöld í Libýu höfðu
sakað hann um að bera ábyrgð á
þvi að a.m.k. 10 manns létu lifið í
óeirðum í landinu.
Calderoli mætti til starfa á ítalska
þinginu á föstudag, klæddur bol
með áprentaðri skopteikningu af
Múhameð spámanni. Þar ræddi
um teikningu eina sem danska dag-
blaðið Jyllands-Posten birt í lok
september í fyrra.
Ákvörðun ráðherrans vakti víða
mikla reiði m.a. í Líbýu. Um 1.000
manns komu saman til mótmæla
við ítölsku ræðismannsskrifstofuna
til að fordæma framgöngu ráðherr-
ans. Lögregla reyndi að dreifa mann-
fjöldanum með því að skjóta viðvör-
unarskotum og beita táragasi. Að
sögn ítalska utanríkisráðuneytisins
kviknaði eldur á neðri hæð hússins
eftir að nokkrir úr hópi mótmælend-
anna komust þar inn. Að minnsta
kosti níu manns létu lífið í átökum
mótmælenda og lögreglu.
Berlusconi krefst afsagnar
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, brást einnig hinn versti við er
hann fregnaði að ráðherrann hefði
skrýðst bol með teikningu af spá-
manninum. Hann krafðist þess að
Calderoli segði af sér.
„Ég hef afhent afsagnarbréf mitt,“
sagði Calderoli í samtali við ítölsku
fréttastofuna ANSA eftir skyndi-
fund með Umberto Bossi, leiðtoga
Norðurbandalagsins, sem Calderoli
er fulltrúi fyrir.
Calderoli er 49 ára og er fjórði
ráðherrann í ríkisstjórn Silvios Berl-
usconis, sem segir af sér á sl. fimm
árum.