blaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 19
- + ■
blaðið MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006
ÝMISLEGT I 27
Nýtt stjörnukort í
hverjum mánuði
Stjörnuáhugamenn skoða himingeiminn og miðla þekkingu sinni.
„í hverjum mánuði skoðum við
stjörnurnar og gerum stjörnukort
út frá því sem við sjáum,“ segir
Sævar Helgi Bragason, störnuáhuga-
maður og einn þeirra sem stendur
að vefnum stjornuskodun.is.
Stjörnufræðivefurinn er íslenskur
alfræðivefur um allt sem viðkemur
stjörnufræði. Að honum standa
Sverrir Guðmundsson og Sævar
Helgi Bragason en þeir eru miklir
áhugamenn um stjörnufræði og
hafa báðir kennt fagið, Sverrir í MR
og Sævar í Flensborg.
Stjörnufræðivefur þeirra félaga
hefur vakið mikla athygli og hafa
grunn- og framhaldsskólar notað
hann í fræðslu en efni vefsins er
vel uppsett, skipulagt og auðvelt að
finna þar ýmsar upplýsingar. „Inn
á vefinn setjum við upplýsingar um
geimskot og sögðum frá því þegar
New Horizon hóf ferð sína til Plútó í
síðasta mánuði. Við erum einnig að
selja sjónauka til stjörnuskoðunar í
háum gæðaflokki.“
Sævar segir best að skoða stjörn-
unar í heiðríkju og myrki. „Með sjón-
aukanum getum við séð stjörnur
í okkar sólkerfi eins og t.d. júpíter,
Satúrnus og Mars ásamt skýjum í
lofthjúpnum. Við getum séð hring-
ina og tunglin i kringum Satúrnus
og tungl Júpíters.
Tunglið okkar er líka glæsilegt í
stjörnukíki og það þarf ekki að vera
stór kíkir til að njóta þess.“
510-3700
510-3799
510-3744
510-3737
FRJÁLST
Hægt að sjá sólkerfi myndast
„Ég hef ekki trú á því að kraftar stjarn-
anna hafi áhrif á okkur og stjörnu-
speki fer dálítið í taugarnar á mér,“
segir Sævar og bætir við að hlutirnir
séu skreyttir óþarflega mikið út frá
sjónarhóli stjörnuspekinnar.
Sævar segir ný sólkerfi alltaf að
myndast í himingeimnum og að
slíkt sé hægt að sjá í stjörnukíki. „Ég
held að það sé alveg óumflýjanlegt
að líf finnist á öðrum hnöttum þó
svo ekki sé víst að það sé vitsmuna-
líf. Ég hugsa að það gæti meira að
segja fundist frumstætt líf í okkar
sólkerfi en það er alveg jafn merki-
legt og vitsmunalíf.“ Sævar er nemi
í jarðeðlisfræði í Háskóla Islands og
stefnir að því að læra reikistjörnu-
fræði í framtíðinni.
„Stjörnustöðvar eru á nokkrum
stöðum í heiminum m.a. á 4.200
metra háu fjalli á Big Island í Hawai
eyjaklasanum, á Kanaríeyjum og í
Chile. Besti staðurinn til að skoða
stjörnur er hátt uppi þar sem sjaldan
rignir.“
Stjornduskodun.is er rekin úr
vasa Sævars og Sverris en vefurinn
er hýstur á vísindavefnum og því
sleppa þeir félagar við þann kostnað.
„I framtíðinni stefnum við að því að
bæta vefinn og setja á hann hreyfi-
myndir og skýringamyndir sem
nýst gætu ungum nemendum.“
hugrun@bladid.net
Stjörnuáhugamennirnir Sverrir og Sævar sem starfrækja stjornuskodun.is.
bladió
lUWi
iU'wJa m