blaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 20. PEBRÚAR 2006 blaðiö
ALLIR ÁFANGASTAÐIR í EVRÓPU FLUG Q QHf) ÍCELANDAIR M I w • w KR. + Bókaðu á www.icelandair.iswww.icelandair.is
Risatónleikar
Rolling Stones
Talið er að rúmlega milljón manns
hafi safnast saman á Copacabana-
strönd í Ríó í Brasilíu á laugardags-
kvöld þegar hljómsveitin lífseiga
The Rolling Stones hélt þar ókeypis
tónleika. Hljómsveitin lék um 20 lög
á tónleikunum, þar á meðal sígilda
slagareins og Jumpin’ Jack Flash og
Satisfaction.
Þó að tónleikarnir séu með þeim
fjölmennustu sem haldnir hafa
verið í heiminum eru þeir ekki þeir
fjölmennustu tónleikar sem hafa
farið fram á Copacabana-strönd því
að þar hélt Rod Stewart tóneika fyrir
3,5 milljónir manna árið 1994. Sviðið
sem hljómsveitin lék á var á hæð við
sjö hæða hús og lá göngubrú frá því
til hótelsins þar sem hljómsveitin
dvaldi.
Þetta var í fyrsta skipti sem The
Rolling Stones heldur ókeypis tón-
leika í Brasilíu þar sem fáir hafa
efni á því að kaupa miða á tónleika
með alþjóðlegum tónlistarmönnum.
Mikill viðbúnaður var vegna tón-
leikanna og voru meðal annars þús-
undir lögreglumanna á vakt.
Söngvarinn Mick Jagger og gít-
arleikarinn Ron Wood leika fyrir
rúmlega milljón manns á Copaca-
bana-strönd í Brasilíu á laugardag á
einum fjölmennustu tónleikum sem
haldnir hafa verið í heiminum.
ww
- GLERBRAUTIR
FYRIR 8-J2mm GLER
-Engin rafsuða
einfalt og snyrtilegt!
Inni og úti handriða og stiga smíði,
304 og 316 ryðfrítt stól
'ww.aflantskaup. 1
„ Atlantskaup efh. Bæjarflot 6,
ATLANTSKAUP 112Reykjavík S:533-3700.
ísraelsmenn samþykkja
efnahagsþvinganir
, Reuters
Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Israels, og Tzipi Livni, ut-
anríkisráðherra, á ríkisstjórnarfundi í gær þar sem ákveðið var að
hætta mánaðarlegum greiðslum til Palestínumanna.
Ríkisstjórn fsraels samþykkti í gær
að hætta mánaðarlegum greiðslum
sem nema tugum milljóna Banda-
ríkjadala til Palestínumanna, degi
eftir að Hamas-samtökin tóku
við stjórnartaumunum á þingi
Palestínumanna.
fsraelsmenn höfðu varað Palest-
ínumenn við þvi að þeir kynnu að
grípa til refsiaðgerða þegar Hamas-
samtökin tækju við völdum. Sam-
tökin hafa drepið hundruð fsraels-
manna í sjálfsmorðsprengjuárásum
og hafa heitið eyðingu ísraels.
f gær tilnefndu Hamas-samtökin
Ismail Haniyehm, þingmann frá
Gasasvæðinu, sem forsætisráðherra
Palestínumanna. Haniyeh er talinn
leiðtogi borgaralegs arms samtak-
anna og hefur góð tengsl við keppi-
nautana í Fatah-hreyfingunni.
Greiðslurnar nauðsynlegar
Palestínumönnum
fsraelsmenn innheimta um 50 millj-
ónir Bandaríkjadala skattgreiðslur
fyrir Palestínumenn í hverjum mán-
uði. Stjórnvöld í Palestínu þurfa
nauðsynlega á peningunum að
halda til að geta greitt um 140.000
opinberum starfsmönnum laun.
Ráðherrar í ríkisstjórn fsraels
hvöttu jafnframt alþjóðasamfélagið
til að halda aftur af fjárhagsaðstoð
til palestínskra stjórnvalda fyrir
utan mannúðaraðstoð. Þeir hvöttu
þó ekki til róttækari aðgerða svo
sem að einangra Gasaströnd eins
og starfsmenn leyniþjónustunnar
höfðu lagt til.
„Þegar Hamas-samtökin eru
komin með meirihluta á þingi verða
palestínsk stjórnvöld í raun hryðju-
verkastjórnvöld. Það samþykkja f sra-
elsmenn ekki,“ sagði Ehud Olmert,
starfandi forsætisráðherra ísraels,
eftir ríkisstjórnarfund í gær.
Hækka þarf lífeyrisaldur í 85 ár
Bandarískur líffræðingur telur að hækka þurfi ellilífeyrisaldur þar í landi upp í 85 ár fyrir árið 2050 vegna auk-
inna lífslíkna landsmanna. Shripad Tuljapurkar hjá Stanford háskóla spáði því á vísindaþingi í St. Louis í síðustu
viku að meðallífslíkur fólks myndu aukast um eitt ár á hverju ári næstu tvo áratugi. Því mun fylgja mikið álag á
hagkerfi í iðnríkjum ef núverandi ellilífeyrismörk verða ekki hækkuð.
Tuljapurkar heimfærði spá sína um hækkun meðalaldurs upp á fjögur lönd, Bandaríkin, Kína, Svíþjóð og
Indland. Hann komst að þeirri niðurstöðu að í öllum löndunum myndi hækkun meðalaldurs hafa mikil áhrif,
meðal annars á efnahag og lífsstíl fólks.
Tuljapurkar sagði jafnframt að veðlán til 50 eða 75 ára verði hugsanlega algeng í framtíðinni.
Samkvæmt spá Tuljapurkars myndi kostnaður við almannatryggingar og heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum
nærri tvöfaldast á næstu áratugum ef fólk fer áfram á eftirlaun 65 ára. Væru eftirlaunamörkin hins vegar hækkuð
upp í 85 ár myndi kostnaðurinn haldast svipaður og hann er núna.
Tuljapurkar benti jafnframt á að hætta væri á að þróunarlöndin drægjust enn frekar aftur úr iðnríkjunum þar
sem minni líkur væru á hækkun meðalaldurs þar.
Taktu þinn tíma
® _\_íw-:_1 _ _
- með sveigjanlegri tímastjórnun
Sveigjanleiki í starfi eykur framleiðni og starfsánægju Time[care
Fáðu frekari upplýsingarí síma 5 11 10 14, með tölvupósti á timecare@timecare.is
eða á www.timecare.is. Vaktaskipan ehf.