blaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 12
12 I BÍLAR
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaöið
Lífsreynsla að eiga marga bila
Ingólfur Júlíusson hefur áttyfir 60 bíla ígegnum œvina ogsegir ekkertgaman íþví að eiga sama bílinn lengi
Óhætt er að segja að Ingólfur Júlí-
usson sé fjölhæfur maður en hann
starfar sem umbrotsmaður og ljós-
myndari, rekur NN Fjölmiðlaþjón-
ustu og leikur á gítar með hinni forn-
frægu pönkhljómsveit Q4U. Það
sem er þó einna athyglisverðast við
Ingólf er að í gegnum ævina hefur
hann átt yfir 60 bíla og má hæglega
telja hann í hópi mestu bílaáhuga-
manna landsins.
„Ég hætti að telja þá þegar þeir
voru komnir í 50, þannig að þeir eru
orðnir eitthvað vel yfir 60 núna. Ég
hef bara rosalega gaman af bílum og
mig hefur í gegnum tíðina langað að
prófa að eiga hinn og þennansegir
Ingólfur hógvær þegar blaðamaður
innir hann eftir ástæðunni fyrir
þessum mikla fjölda. „Mér finnst
bara gaman að skipta. Ef ég sé ein-
hvern gullmola sem ég get fengið
á klink þá bara stekk ég á hann og
spái í hlutunum seinna."
16 ára gamall á BMW
,Fyrsta bílinn eignaðist ég 16 ára
gamall. Það var þriggja ára gamall
BMW sem ég keypti í Hamborg.
Ég bjó í Danmörku á þeim tíma en
flutti hann heim til Islands. Svo
kom ég heim og tók bílpróf, skrúfaði
á hann númer og byrjaði að keyra
hann,“ segir Ingólfur. „Þessi bíll
var svakalega flottur. 520Í með topp-
lúgu og svona. En ég hafði engan
veginn efni á honum. Þegar það átti
að fara að rukka mig um tollinn
þremur mánuðum seinna seldi ég
foreldrum mínum hann og fékk Pe-
ugeotinn þeirra í staðinn," segir Ing-
ólfur þegar hann útskýrir hvernig
boltinn byrjaði að rúlla.
„Peugeot-inum skipti ég síðan
fyrir Chevrolet Camaro sem var al-
veg truflaður bíll. Það var gaman að
vera 17 ára gamall á svoleiðis bíl. Ég
skipti honum þó fljótt fyrir Chevro-
let Van, sem var með innréttingu,
bar og topp steríógræjum,“ segir
Ingólfur.
Rugl að kaupa dýra bfla
Ingólfur segir erfitt að svara því
hver sé uppáhalds bíllinn hans af
öllum sem hann hefur átt. „Ætli það
sé ekki helst Triumph TR7 sem ég
keypti af Gunna vini mínum. Hann
var búinn að breyta honum í rallíbíl
en ég breytti honum aftur í götubíl.
Það er annað hvort hann eða Benz
230E sem ég keypti á 10 þúsund kall
í fyrra. Ég varð reyndar að henda
honum af því að það fór í honum
headpakkningin. En hann var alveg
æðislegur.“
Ingólfur segir að lengst hafi hann
átt bíl í eitt og hálft ár. „Það var Toy-
ota Corolla GTI. Ég ætlaði svo alltaf
að fá mér nýjan Sunny GTI en það
fór út í einhverja vitleysu og varð ekk-
ert af því. En ég sé hann stundum á
götunum og sé alltaf eftir honum,“
segir Ingólfur. „Styst hef ég hins
vegar átt bíl í nokkrar mínútur. Þá
hefur maður keypt bíl á bílasölu og
selt einhverjum öðrum hann strax
og fengið bílinn hans, eða eitthvað
Glæsílegar lermtngarveislur fyrfr Iftla sem stóra hópa,
hvort sem er í salarkynnum okkar eða út í bæ
VEISLUÞJONUSTA
S.555-4477 og 555-185? • gaflinn^gaflinn.is • gaflinn.is
±/>/////(i/>ortj • .s//////'//H///<j/iío/(t • ////<//'(
/<ty//Z//<l/o/'<l • //// /o/'/j • //(//%•//
■%/)<C//.\// //(t(j/)0/'(j % <//<■%•/(</<■//■%// //<,
/(//>(/.%•/'<’////' • ■%■/<•//(//'//</(j/o/'d • .'i/áoa/'/'é/
■%/(>/'// (•/'■%•/// o/ •(/
álíka,“ segir Ingólfur en þvertekur
fyrir að hann hafi verið að braska
með bíla.
„Bílar eru ekki á neinu verði í dag,
það fæst ekkert fyrir þá. Ef að ein-
hver vill hirða þá í staðinn fyrir að
henda þeim þá finnst fólki það bara
mjög gott. Það er bara svo mikið
rugl að kaupa bíla sem eru dýrari
en 100-200 þúsund kall. Ég geri það
aldrei,“ segir Ingólfur.
Dæturnar, konan og Silvía Nótt
í dag á Ingólfur þrjá bíla. „Við konan
eigum Grand Cherokee jeppa og hel-
víti góðan Benz sem ég keypti fyrir
þremur mánuðum. Svo eigum við
gamla Corollu sem ég keypti af vini
mínum á 10 þúsund kall en hann
gengur alveg eins og klukka. Ég
og konan mín vinnum bæði úti á
landi og þurfum að komast úr Vest-
urbænum þannig að við þurfum
að vera á sitthvorum bílnum,“ segir
Ingólfur en þau hjónin starfa í
Kópavogi.
Þrátt fyrir ofangreindar stað-
reyndir segir Ingólfur að bílar séu
ekki helsta áhugamálið sitt. „Nei,
aðaláhugamálin mín eru dætur
mínar tvær, Silvía Nótt og konan
mín,“ segir fjölskyldumaðurinn Ing-
Blallö/Frikkl
ólfur sem ræður sér vart fyrir kæti
um þessar mundir eftir að ljóst varð
að Silvía Nótt fer fyrir hönd Islands
í Eurovision.
Aðspurður hvort ekki hefði verið
hagkvæmara að kaupa sér einn
dýran og góðan bíl og eiga hann
lengi í stað þess að vera alltaf að
skipta spyr Ingólfur á móti: „Hvað
er gaman við það? Það er ekkert
gaman að því. Það er bara góð lífs-
reynsla að eiga marga bíla.“
bjöm@bladid.net
HLÍFÐU BÍLNUM
Eigum ávallt til á lager Ijósahlífar, húddhlífar og gluggavindhlífar
á eftirtaldar gerðir bíla:
Ford ■ Honda ■ Hyundai ■ tsuzu ■ Jeep ■ Kia ■ Land Rover
Mazda ■ Mitsubishi ■ Nissan ■ Peugeot ■ SsangYong ■ Subaru
Suzuki ■ Toyota ■ Volkswagen
ARCTIC
TRUCkS
Kletthálsi 3 I 110 Reykjavlk I Simi 540 4900 \ arctictrucks.is