blaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 6
6 I IWNLENDJLR TRÉTTIR MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 blaöið ALLIR AFANGASTAÐIR í EVRÓPU FLUG Q 9(10 ICELANDAIR / 1 w • w KR + Bókaðu á www.icelandair.iswww.icelandair.is Stefna meirihlutans í algjöru öngstræti - segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddvitisjálfstœðismanna. Hann tekur undir meðÁrna Þór Vigfús- syni sem gagnrýnt hefur uppboðsleiðina sem notast var við í lóðaúthlutun í landi Úlfarsárdals. Mikil gagnrýni hefur verið uppi um fýrirkomulag lóðaúthlutana í landi Úlfarsárdals sem fram fór fyrir helgi. Fyrirtækjum var meinað að sækja um einbýlishúsalóðir en það kom á daginn að einn og sami aðilinn var með hæsta tilboðið í 39 af þeim 40 lóðum sem í boði voru. Hann heitir Benedikt Jósepsson og er byggingaverktaki. Árni Þór Vigfússon, borgarfull- trúi VG, sagði í fréttum í gær að sú leið sem meirihlutinn ákvað að farin yrði við úthlutunina, hefði beðið skipbrot. Árni studdi ekki fyr- irkomulagið á sínum tíma þegar það var ákveðið. Steinunn Valdís Óskars- dóttir, borgarstjóri, sagði í fréttum um helgina að farið yrði í það strax eftir helgi að skoða málið. Enn- fremur taldi hún augljóst að farið hefði verið á svig við reglur útboðs- ins. Vilhjálmur Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna, tekur undir með Árna í þessu máli og kallar það hneyksli. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Tólfunum kastað „Lóðauppboð R-listans, undir for- ystu Samfylkingar, sýnir með augljósum hætti í hvers konar öng- stræti stefna meirihlutans í þessum FitFood Heílsusjoppan Tilbúin hollusta til að taka með Margskonar grænmetis- og ávaxta- bakkar, hollustulanglokur, pasta, ávaxtaskyrdrykkir, prótíndrykkir ávextirog grænmeti og margtfleira. Nýbýlavegi 28, Kópavogi, sími 517-0110 avaxtabillinn@avaxtabillinn.is www.avaxtabillinn.is Heimilisvænar oq qómsætar “ FULLELDAÐAR OG TILBÚNAR ) matfiskur APONNUNA .Jr _ EÐAÍOFNINN! - Lostæti með lítilli fyrirhöfn málum er komin,“ segir Vilhjálmur. „Lóðagjöldin hafa hækkað um mörg hundruð prósent og í uppboðinu í landi Úlfarsárdals kastar nú tólf- unum.“ Vilhjálmur bendir á að í desember 1999 hafi lóðagjöld fyrir raðhús og parhús verið 4 milljónir króna en í dag séu þau 12 milljónir. Hið sama má segja um lóðagjöld fyrir einbýlishús en árið 1999 námu gjöldin einnig um fjórum millj- ónum en nú séu þau komin upp f tuttugu milljónir. Almennu launafólki gert ókleift að byggja „Stefna meirihlutans er sú að borgin græði sem mest á lóðasölunni," segir hann. „Samkvæmt þeirra áætl- unum stendur til að borgin hagnist um fimm milljarða á næstu fjórum árum.“ Með þessu segir Vilhjálmur verulegum kostnaði varpað yfir á húsbyggjendur. „Fjölskyldum sem vilja byggja í Reykjavík er það nán- ast ókleift og fyrir almennt launa- fólk er það algjörlega útilokað að fá lóð undir sérbýli vegna gríðarlega hárra lóðagjalda." Tryggja þarf nægt lóðaframboð Að sögn Vilhjálms gera núverandi lóðaskortur í borginni og uppboðs- leið það að verkum að venjulegt fólk hafi ekki ráð á að byggja í borginni. „Við sjálfstæðismenn höfum alltaf sagt að það eigi að tryggja nægt framboð lóða þannig að þeir sem vilji byggja í Reykjavík geti fengið lóð. Þetta er okkar markmið og að því ætlum við að vinna." Vilhjálmur bendir á flótta fólks til annarra sveit- arfélaga sem hann segir vera vegna lóðaskortsins. „Frá árinu 1997 til 2005 hefur börnum á leikskólaaldri í Reykjavík fækkað um 627 sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Á sama tíma hefur börnum í nágrannasveit- arfélögunum fækkað um 400. Þetta tengist allt og við erum að senda fólk hér í burtu.“ Strákarnir okkar kynntir í Newsweek Smáhundar í Mjóddinni Margir lögðu leið sína í Garðheima i Mjóddinni um helgina þegar þar fór fram sýn- ing á smáhundum. Mátti þar sjá marga fallega og sérstaka seppa og mikla ánægju vakti þegar smáhundarnir voru klæddir fatnaði samkvæmt nýjustu hundatfsku. Búið að selja myndina til 15 landa og fleiri myndir í bígerð, m.a. reykvísk hvalahrollvekja íslensku kvikmyndarinnar Strák- arnir okkar er getið með mjög áber- andi hætti í nýjasta tölublaði News- week, eins útbreiddasta fréttarits heims. Að sögn Ingvars Þórðarsonar, annars framleiðanda myndarinnar, mun umfjöllunin vafalaust opna henni margar dyr víða um heim. í Newsweek er fjallað talsvert um kvikmyndaframleiðslu utan Banda- ríkjanna í tengslum við nýafstaðna kvikmyndahátíð í Berlín. Sérstök grein er gerð fyrir fótboltamyndum, sem hafa rutt sér til rúms upp á síðkastið, og m.a. rætt við Róbert Douglas, leikstjóra Strákanna okkar, sem tekur raunar fram að hann hafi gert fótboltamynd án þess að í henni væri fótbolti svo nokkru næmi. Myndin fjallaði um kynhneigð manns og viðbrögð umhverfisins við henni. Með greininni er stór mynd af liðinu í Strákunum okkar, en með fylgir lítil mynd af Pelé. Að sögn Ingvars hjá kvikmynda- félaginu Kisa, sem framleiðir mynd- ina, varð myndinni vel ágengt á kvik- myndahátíðinni í Berlín. „Við erum búnir að selja myndina til 15 landa, þar á meðal stórmarkaða eins og Bandaríkjanna og Þýskalands. Það hjálpar svo ekki aðeins Strákunum okkar, því viðtökurnar hafa líka greitt fyrir erlendri fjármögnun á öðrum verkefnum hjá okkur.“ Tökur á myndinni Astropia hefjast í júní, en einnig er í bígerð hryllingsmynd eftir handriti Sjóns, sem ber hið hrollvekjandi heiti Reykjavik Whale Watching Massacre. Stútur í Hval- fjarðargöngum Mbl.is | Loka þurfti Hvalfjarðargöng- unum til skamms tíma eftir að tvítugur ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók utan í veggklæðn- ingu í göngunum um klukkan 1:40 á aðfararnótt sunnudagsins. Bíllinn skemmdist nokkuð og varð að flytja hann af vettvangi með kranabíl. Lögreglan á Akranesi færði öku- manninn unga á lögreglustöð og tók úr honum blóðsýni en að þvi loknu fékk hann að halda á brott. Jeppi brann á Grenivík Mbl.is | Eldur kom upp í Willys jeppa á bílastæði undir fjallinu Kaldbak í Grenivík í Eyjafirði um hádegisbilið í gær og er hann talinn gjörónýtur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru menn um tvítugt og þrítugt i bílnum og ætluðu þeir að fara á snjósleðum á fjallið. Þegar þeir komu á bílastæðið í Grenivík og stigu út úr bílnum blossaði eldur upp í honum og varð hann alelda á skammri stundu. Talið er að bensínleiðsla hafi farið f sundur undir bílnum með þeim afleiðingum að allt sem í honum var varð eldi að bráð. Bíllinn var um átta til tíu ára gamall og er ljóst að tjónið nemur hundruðum þúsunda. Enn minnkar fylgi framsókn- armanna Mbl.is | Fylgi Framsóknarflokksins mælist 7,1% í skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birti í gær. Hefur fylgi flokksins ekki mælst minna frá kosningunum árið 2003.44,4% þeirra sem þátt tóku sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn væri gengið til kosninga nú. Það er mesta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í könnunum Fréttablaðsins frá því í þingkosningum 2003. Fylgi Samfylkingar mælist 34,4%, Vinstrihreyfingin-grænt framboð mælist með 9,8% fylgi og Frjálslyndi flokkurinn með 3,5% fylgi. Hringt var í 800 manns þann 18. febrúar og skiptust svarendur jafnt milli kynja og hlutfalls- lega milli kjördæma.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.