blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 11
blaðið MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 ERLENDAR FRÉTTIR I 11 Skopmyndum enn mótmælt í Pakistan Gríðarlegur fjöldi fólks kom saman í borginni Karachi í Pakistan í gærtil að andmæla því að skopmyndir af Múhameð spámanni skyldu birtast í vestrænum fjölmiðlum. Það var danska dagblaðið Jyl- lands-Posten sem fyrst birti myndirnar á Vesturlöndum. Að fundinum stóð stjórnar- andstaðan í Pakistan sem boðar íslamska hreintrúarstefnu og er því andvíg hinni veraldlegu stjórn landsins. Námumenn taldir af í Mexíkó Mbl.is | Sextíu og fimm mexíkóskir námumenn, sem lokuðust inni í námu fyrir níu dögum, eru allir látnir. Að sögn ættingja mannanna skýrðu yfirmenn námufyrirtæk- isins frá þessu á laugardagskvöld. Leit að mönnunum hefur verið hætt af öryggisástæðum. Talið er að gassprenging hafi orðið í námunni í síðustu viku og mennirnir lokuðust inni um 150 metrum undir yfirborði jarðar. Björgunarmenn reyndu að grafa niður til mannanna með því að nota skóflur, haka og berar hendur en þeir óttuðust að stórvirkari verkfæri myndu valda annarri sprengingu. Eiginkona Museveni á þing Mbl.is | Janet Museveni, eigin- kona Yoweri Museveni, nýkjörins forseta Úganda, náði kjöri til setu á þingi landsins í kosningum sem fram fóru í liðinni víku. Janet Museveni er strangkristin og heldur því fram að Guð hafi ætlað henni að sitja á þingi. Hún er fulltrúi Ruhama-kjördæmis í vesturhluta lands- ins. Museveni-hjónin unnu þvi bæði kosningasigur og það á sama degi. Helsti andstæðingur Janet í kosn- ingaslagnum sakaði hana um að ljúga til um menntun sína, hún hefði ekki lokið miðskóla og háskólagráða hennar væri illa fengin. Kosningaeftir- litið sagði það ekki rétt. Janet Museveni hefur lagt alnæmisbaráttunni lið og segir skírlífi bestu leiðina til að koma í veg fyrir smit. Hún stofhaði í fyrra stúlknaklúbb sem þær stúlkur einar hafa aðgang að sem heita því að halda meydómi sínum ffarn að giffingu. Forsetafrúin hefur einnig verið gagnrýnd fýrir að vinna gegn herferðum fýrir því að smokkar séu notaðir í landinu en alnæm- isvandinn er mikill í Úganda.. Haugar&atepll 23. mat www.goddi.is KYNNINGARVERÐ Tveggja m. sturtu- og Baðkar Baðkar tveggja m. Baðkar tveggja m. Baðkartveggja m. baðklefi 135x135x215 cm 148x148x63 cm 184x124x69 cm 150x150x65 cm 150x150x64 cm Kr. 164.000.- Kr. 98.000,- Kr. 188.000.- Kr. 121.000,- Kr. 116.000.- Tveggja manna sturtuklefi 138x88x214 cm Kr. 163.000.- Sturtuklefi 100x85x210 cm Kr. 104.000.- Heitur pottur 220x220x85 cm Kr. 287.000.- Heitur pottur 238x218x100 cm Kr. 338.000.- Baðkar 156x85X63 cm Kr. 86.000.- Sturtuklefi Sturtuklefi Gufuklefi m/ofnl Gufuklefi m/öliu 90x90cm Kr. 30.700.- 90x90cmKr. 28.900.- 160x105x190 cm 180x100x220 cm 100x100 Kr. 32.600.- 100x100 Kr. 31.600.- W- 214.000.- Kr. 251.000.- Auðbrekka19 • 200 Kópavogur • Sími 544 5550 • www.goddi.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.