blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. AÐSKILIN í ELLINNI Pakka ber forseta íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrir að hafa vakið máls á því hvernig íslendingar kjósa að koma fram við um- talsverðan og afskiptan hluta aldraðs fólks. I liðinni viku var frá því greint að tugir hjóna á fslandi eru aðskildir í ellinni vegna þess að annað hefur fengið vist á stofnun en hitt telst ekki „nógu veikt“ til að fá þar inni. Að auki kom fram að níu hjón eru nú í vist hvort á sinni stofnuninni og fá þar með ekki notið samvista. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir því á laugardag að það væri „óásætt- anleg framkoma við eldri kynslóðina“ að eldri hjón fengju ekki notið ævikvöldsins saman vegna þess að ekki væri unnt að fá þeim vist á sömu stofnun. Nú er það svo að aldraðir á íslandi eru ekki einsleitur hópur. Margir aldraðir búa við góð kjör og gott atlæti. Hins vegar hefur myndast hér á landi forréttindastétt stjórnmálamanna og flokksgæðinga, sem sjálf hefur, af nánast aðdáunarverðu siðleysi, skammtað sér kjör í ellinni langt umfram það, sem alþýða manna nýtur. Vera kann að af þeim sökum sé áhuginn á hlutskipti þeirra, sem ekki teljast til þessa hóps, svo lítill sem raun ber vitni. Ólafur Ragnar Grímsson þarf ekki að kvíða elli- árunum hvað afkomu varðar. Er því ástæða til að þakka honum fyrir að vekja athygli á hvernig komið er fram við hluta þeirra, sem ekki tilheyra forréttindahópnum. Hvernig er unnt að halda uppi vörnum fyrir kerfi, sem skilgreinir aldrað fólk á Islandi sem einn og einsleitan hóp? Hvernig getur dvergþjóð, sem ver fimm þúsund milljónum á ári hverju til að reka utanríkisþjónustu, horft á gamalt fólk gráta í sjónvarpi? Hvernig er komið fyrir kjósendum og lýðræðinu í þessu landi að almenningur skuli sætta sig við svo sturl- aða forgangsröðun? Til eru þeir, sem efasemdir hafa um réttmæti þess að viðhalda embætti forseta Islands. Vísast ræðir þar um jaðarhóp í samfélaginu. Að sönnu hefði Ólafur Ragnar Grímsson mátt tjá sig með enn „afdráttarlausari hætti“, eins og hann myndi trúlega sjálfur orða það, um hlutskipti þess hóps aldraðra á íslandi, sem sætir þeirri meðferð er hér hefur verið leit- ast við að lýsa. Framganga forsetans mun á hinn bóginn reynast haldgóð þeim, sem telja að embættið sé ekki með öllu innihaldslaust og geti gegnt raunverulegu hlutverki í samfélaginu. Nú verður horft til þess hvort for- seti íslands fylgir frumkvæði sínu eftir af eftirtektarverðum þunga eða hvort hér ræðir um enn eina vindhviðuna í umræðu þeirra, sem þiggja há laun fyrir að vilja öðrum vel. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar. Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf áauglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. ENN MEIRI AFSLÁTTUR: 500,1000,2000 OG 3000 KR SLÁR. Ótrúleg verd Komdu og nýttu þér þetta einstaka tækifæri. Sissa Tískuhús Glæsibæ Opid 10-18.00 virka daga og laugardaga 10-16.00 Simi 5625110 blaöi 12 I ÁLIT MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 blaöíö ffNWVfeR í VWpA SrmDfl DG- VfLl tKKi vowr mMFriP oírr. — VZRÞnv tjéTA! IK Rt> Sr4 i, U&VlA jkH&TT/r/ÍLTUfL HVöRT mc,\ nokícuí? vt sír>m kjól Tíl /td ma t Að ala fól DV er óvinsælasta fyrirtæki lands- ins samkvæmt nýlegri könnun sem sagt var frá í síðustu viku. Þarf engan að undra og raunar ekki að búast við mikilli breytingu í þeim efnum þó svo að þeir kumpánar Jónas Kristjánsson og Mikael Torfa- son hafi verið sendir heim. Eftir sitja á blaði þessu nokkrir alræmdir stéttarbræður sem við íslenskir blaðamenn hljótum ár og síð að skammast okkur fyrir. Lítið fer fyrir nýju ritstjórunum á blaði þessu og sennilegast að þeir séu atkvæðalitlir þarna innanborðs. Hitt er dagljóst að Eiríkur Jónsson, Jakob Bjarnar og þeirra líkar ganga þarna lausbeislaðir sem fyrr. Andi Gunnars Smára Egilssonar svífur nú sem fyrr yfir þeim vötnum sem þarna falla fram, mórauð og illa þefjandi. Skömm blaðamannastéttarinnar Ég hef verið spurður,- af hverju ég sé að æsa mig yfir slíkum smá- munum eins og DV? Hvort ég eigi þar einhverra harma að hefna persónulega? Svarið er já. Ég er blaðamaður, bú- inn að tilheyra þeirri stétt manna í á þriðja áratug og það kemur mér við að innan þessarar stéttar séu óvand- aðir menn sem sverta starfsheiður allra blaðamanna. Eftir að ég fyrst gagnrýndi DV menn út af vægast sagt sóðalegum rógburði og lygi um fólk sem býr í Þorlákshöfn, þá hefur það æxlast svo að fjölmargir sem eiga um sárt að binda vegna þessarar blaðaútgáfu hafa haft sam- band við mig. Sögurnar, harmurinn, tilefnislaus mannorðsmorð og ill- girnin, allt er þetta með slíkum ólík- indum að engu tali tekur. Örfáa af þeim sem DV hefur skrifað lygaþvætting um þekki ég persónulega, en til að fyrirbyggja allan misskilning þá get ég varla kallað það að DV hafi skrifað um mig persónulega eða þá sem næst mér standa. Ég tel það ekki með þó að Eiríkur greyið Jónsson hafi nú ný- verið reynt að sparka í mig fyrir það að ég skrolli! Bjarni Harðarson Næst mér heggur ef til vill lyga- frétt af manni sem sagður er hafa fróað sér á torgi í Kaupmannahöfn. Þar þekki ég vel til fjölskyldu manns- ins og veit hve þungbær þessi þvætt- ingur er mörgu af hans góða fólki. Er skiptandi við þá menn? I landinu eru til mörg ódó, ill- menni, fantar og fól. Alls konar róg- berar, lygamerðir og hafa alltafverið. Og það er misskilningur að hægt sé að koma í veg fyrir leiðindin af slíku fólki með opinberum lögum. Það sem við hljótum alltaf að stóla á fyrst og síðast í þessum efnum er siðferðið. Ekki siðferði fanta og vit- leysinga heldur siðferði hinna. Sið- ferði þeirra sem eru í forystu. Útgáfa DV væri ekki merkileg ef að blað þetta væri gefið út af Eiríki Jónssyni og Jakobi Bjarnar persónu- lega. En útgáfan sætir tíðindum fyrir það að vera í hendi eins virt- asta og stærsta fjölmiðlafyrirtækis landsins, 365 miðla. Fyrir skömmu gekk reiðialda yfir þjóðina í kjölfar sorpfrétta af virtum rithöfundi og fræðimanni á Isafirði sem í kjölfar þessara frétta tók eigið líf. Jónas og Mikael voru þá látnir taka pokann sinn en í sama mund kom yfirforstjóri 365 miðla í sjónvarp og lýsti yfir vonbrigðum með að svo vænir menn hafi þurft að taka pokann sinn. Hann er von- andi aleinn viti borinna íslendinga um þessa skoðun. Eigendur 365 miðla sem jafnframt reka besta banka landsins og lang- bestu matvörukeðjuna hljóta að velta því fyrir sér hvort eðlilegt sé að maður með jafn sjaldgæfar og ég vil meina siðlausar meiningarleiðiþetta stóra og mikla menningarfyrirtæki. Við sem erum ósátt við DV hljótum að velta því fyrir okkur hvort við getum sóma okkar vegna verslað við þá menn sem eiga og ala hjá sér fól. Óg siga því daglega að sak- lausum borgurum. Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins Klippt & skoríð Tímalaus frétt... eða þannig, birtist í Fréttablaðinu (liðinni viku, en þar sagði frá því að íslenskur þingmaður hafi á dögunum upplýst sænskar þingkonur um íslenska feðraorlofið undir fyrirsögninni „Eggið kennir hænunni". Svo háttaði hins vegar til að þingmaðurinn var enginn annar en Hjálmar Arnason, en frá því að fréttin var skrifuð hafði hinn ágæti þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins fengið hjartaáfall, rafstuð og hjartaþræðingu, eins og mátti raunar lesa um (sama blaði á öðrum stað. Segja gárungarnir að (Ijósi rafstuðanna hefði fyrirsögnin frekar átt að vera „Spælt egg kennir hænunum". En Hjálmari er vitaskuld óskað góðs bata. Iíslandi í dag á föstudag var að venju fjallað um liðna fréttaviku og voru þeir lllugi Gunnarsson, hugmyndafræð- ingur Sjálfstæðisflokksins, og Páll Ásgeir Ás- geirsson, blaðamaður, gestir þáttarins. Meðal annars var fjallað um hversu afleitlega framsóknarmönnum hefur vegnað í skoðanakönnunum í borginni þráttfyrirað prófkjör þeirra hefði verið með fjörleg- asta móti. Helgi Seljan frétta- maður benti á að listinn væri ekki frágenginn ennþá og t.d. væri ekki Ijóst hvort Óskar Bergsson tæki sæti á honum eða ekki og það gæti truflað fylgismælingar fyrir framsóknar- menn. „Já, Reykvíkingar sitja bara og bíða eftir því," svaraði lllugi án þess að bregða svip. klipptogskorid@vbl.is Vef-Þjóðviljinn (www.andriki.is) vekur athygli á því að Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, hafi verið ófá- anlegur til þess að mæta Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni í Kastljósi Rikissjónvarps- ins um lóðamálið. Fréttablaðið hafi hins vegar ekki átt í vand- ræðum með að ná taliafDegi til að ræða draumahús hans og slökun, en Dagur telur að menn slaki ekki nógsamlega á í öxlunum. „Helsta fréttamálið í nokkra daga er skipulagsklúður í Reykjavik" segir í Vef-Þjóðvilj- anum. „í sömu mund birtir Fréttablaðið tvö við- töl við formann skipulagsráðs borgarinnar. Og spyrhann um pípulagnirog slökunarráð." Dagur gefur vitaskuld þau ráð, sem honum hafa gefist best. Að ypptaöxlum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.