blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 1
STÓRI Hvaða BÓKAMARKAÐURINN IM M M Perlunni og Akureyri IdM&dl 23. feb. - 5. mars OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 10-18 Bókamarkaður rélags íslenskra bókaútgefenda! Norsk stúlka meistarakokka | SlÐA 6 ■ ÁLIT Skömm blaða- mannastéttarinnar Bjarni Harðarson fjallar um DV | SlÐA 12 ■ MENNING Sígild speki Konfúsíusar | SfÐA 24 Blalit/SleinarHugi Oliver Örn Sigurösson, þriggja ára, var glaður í bragði í gær þegar hann fékk forskot á sæluna. Bolludagurinn er í dag og hefur Oliver Örn ábyggilega flengt foreldra sína rækilega í morgun. Bolludagurinn hefur verið haldinn hér á landi frá því á 19. öld en siðurinn barst hingað með dönskum og norskum bökurum. ■ VERÐLAUN Fá Geldof eða Bono Nóbelinn? Bolla, bolla, bolla! | SfÐA 30 Aukablað um heilsu fylgir Blaðinu i dag |SÍÐUR 13-20 ■ MATUR Höfuðborgarsvæðið meðallestur Fuglabændur óttast ekki hrun Trúa því ekki að neytendur snúi baki við fuglakjöti verði fuglaflensu vart hér á landi. 67,3 53,8 <o 15 _m sx ra 4-» 4-> '<U Samkv. fjölmiölakönnun Gallup janúar 2006 Dregið hefur stórlega úr sölu á fuglakjöti í Frakk- landi eftir að fuglaflensu varð vart á kalkúnabúi þar í landi. Fjölmörg lönd hafa lokað á innflutn- ing á fuglakjöti frá Frakklandi. Framkvæmda- stjóri Nesbúegg ehf. telur ekki ástæðu til að óttast svipaðar afleiðingar hér á landi. Fuglaflensa breiðist út Fuglaflensa hefur fundist víðs vegar í Evrópu og eru menn almennt sammála því að það sé að- eins spurning um t íma hvenær hún berst hingað. Áhrifa flensunnar er þegar tekið að gæta í sölu á fuglakjöti og tengdum afurðum í Evrópu. Nýlega fannst mannskætt afbrigði fuglaflens- unnar á kalkúnabúi í Frakklandi með þeim afleið- ingum að slátra þurfti urn 80% allra fugla þar. I kjölfarið hefur stórlega dregið úr sölu á fuglakjöti þar í landi og hafa yfirvöld í mörgum ríkjum lokað á allan innflutning á fuglakjöti frá Frakklandi. Hefur trú á íslenskum neytendum Stefán M. Símonarson, framkvæmdastjóri Nes- búseggja ehf„ segir fuglabændur hér á landi enn sem komið er vera frekar rólega. Hann segir að ekki hafi verið gripið til sérstakra ráðstafana umfram þær sem nú þegar eru í gildi varðandi rekstur stórra fuglabúa. „Það hafa verið í gildi hér á íslandi í mörg ár nokkuð harðar umgengn- isreglur í kringum stór fuglabú. Það eina sem við getum gert að er að fylgja þeim út í ystu æsar hér eftir sem hingað til.“ Að sögn Stefáns hafa fuglabændur verið í sam- bandi við yfirdýralækni undanfarna mánuði og vikur varðandi viðbrögð við fuglaflensu. „Það yrði að slátra öllum fuglum ef flensunnar yrði vart í búi hér á landi.“ Þá segist Stefán ekki óttast að markaðurinn fyrir fuglakjöt hrynji hér á landi ef upp koma tilvik fuglaflensu. Hann bendir á að séu neytendur rétt upplýstir sé ekki ástæða til að örvænta. „Ég trúi því ekki að íslenskir neytendur láti svona lagað hafa of mikil áhrif á sig eins og gerist stundum er- lendis. Ef fólk fær réttar upplýsingar hef ég þá trú að þetta komi til með að hafa frekar lítil áhrif.“ Humarhúsið • Amtmannstíg 1 • 101 Reykjavík • Sími: 561 3303 • humarhusid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.