blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 27.02.2006, Blaðsíða 22
30IFÓLK MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 2006 blaóiö SMÁ borgarinn AF HAGRÆÐINGU Smáborgarinn sat á skólabekk fyrir nokkrum áratugum og var þá lofað af barna- skólakennara sínum að þegar hann færi út á vinnumarkaðinn yrði meðalvinnutimi ekki nema sex klukkustundir á dag. Smáborgar- inn þyrfti því mest að velta því fyrirsér hvað hann skyldi gera við allan þann frrtíma sem auðvitað yrði í hinni dásamlegu framtíð. Sem barn hafði Smáborgarinn engar áhyggjur af því, nægur var frítíminn þá og engin vandræði að fylla hann af uppátækj- um. Þegar Smáborgarinn óx svo úr grasi og hóf þátttöku á hinum almenna vinnumark- aði var vinnutíminn þó aldrei styttri en átta tímar. Smáborgarinn hugsaði nú að þetta myndi breytast með auknu Evrópu- samstarfi, varla gæti gamli bamaskólakenn- arinn hafa haft rangt fyrir sér. En hvaða samninga sem fsland svo sem undirritaði, aldrei styttist vinnutíminn. Eftir því sem árin færðust yfir Smáborgarann bættust klukkustundirnar í vinnuvikuna. Það sem áður var 40 stunda vinnuvika hljómar nú eins og letilíf enda nemur meðalvinnuvika utan heimilis á fslandi 48,5 stundum hjá körlum og 36,4 hjá konum í dag. Það em 9,5 tímar á dag, að meðaltali, fyrir Smáborg- arann sem vinnur til jafns á við karlmann þrátt fyrir kynið. Eitthvað hefur Smáborgarinn það á til- finningunni að þessi aukni vinnutími Islend- inga standi í beinu sambandi við hið „stór- kostlega" efnahagsundur sem menn geta ekki hætt að dásama og þessa undraverðu dáðadrengi, gullkálfana góðu sem hafið hafa viöskiptavit fslendinga til skýjanna svo aðrar þjóðir horfa með „öfund" til klakans. Eða það má að minnsta kosti lesa úr skrif- um fslendinga um viðbrögð nágrannaþjóð- anna við þessum dásemdarinnar drengjum. Þeir taka hvert fyrirtækið á fætur öðru og kreista úr því hagnaðinn eins og safá úr appelsínu við ærandi fagnaðarlæti þjóðar- innarog hjörtun þrútna afstolti. Smáborgarinn er orðinn svolitið leiður á þessum hástemmda lofsöngi um hag- ræðingarn eistarana enda virðist honum sem aðalsafinn komi úr honum sjálfum. Að smumingin í hagnaði stórfyrirtækjanna sé ekkert annað en síaukið blóð, sviti og tár verkalýðsins sem sífellt er bætt á aukinni vinnu og fleiri vinnutímum fyrir síhækk- andi hagnaðartölur. Að minnsta kosti hefur framtíðarspá gamla barnaskólakennarans lítið ræst og Smáborgarinn aldrei haft nein- aráhyggjuraf þvíhvað hann gerirviðfritfm- ann.Hann erenginn. HVAÐ FINNST ÞÉR? Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður. Eru íslenskir háskólar lélegir?? „Nei íslenskir háskólar eru góðir. En til að þeir fari í fremstu röð í heimin- um þarf að veita til þeirra miklu hærra fjármagni þannig að við stöndum að pari við þá háskóla sem að bestir eru.“ Enginn íslenskur háskóli er meðal þeirra 100 bestu í heiminum er fram kom f ræðu rektors Háskóla fslands við útskrift háskóla- kandídata á laugardaginn. Eminem í aðhaldi Rapparinn kjaftfori Eminem kom sjálfum sér á óvart þegar hann horfði á upptökur af Grammy-verðlaunahátíðinni um daginn. Það var þó ekki frammistaða rapparans sem kom honum á óvart heldur hversu þungur hann er orðinn. „Ég líkist ekkert sjálfum mér,“ galaði Eminem og hringdi strax í stjörnu einkaþjálfarann Todd Barker, sem mun kosta hann um 100.000 krónur á mánuði. Todd þessi er einnig þekktur fyrir að vera maðurinn sem valinn var til að grenna söngkonuna Janet Jackson áður næsta plata hennar kemur út. Stœrðfrœðin of erfið i dag David Beckham hefur aldrei verið talinn vaða í visku og gáfum. Það sannaði sig svo um munar um daginn þegar hann lýsti því yfir að hann gæti ekki hjálpað sex ára syni sínum með heimaverkefni í stærðfræði. „Heimavinna krakkanna er svo erfið í dag,“ sagði Beckham í viðtali við tímaritið Live. „Það er allt öðruvísi en þegar ég lærði stærðfræði, ég bara gat ekki hjálpað honum.“ Beclcham sem vonast til að leiða Englendinga til sigurs á HM í sumar sagðist hafa beðið eiginkonu sína, Victoriu Beckham, að hjálpa syninum í staðinn. Tilnefndir til Nóbelsverðlauna Eftirlaunarolckararnir Sir Bob Geldof og söngvari U2, Bono, eru tilnefndir til Nóbelsverðlauna í ár fyrir störf sín i þágu mannúðarmála. Geldof er tilnefndur fyrir að standa að Live 8 tónleikunum í fyrra en þeir þóttu takast gríðarlega vel og flestir af vinsælustu tónlistarmönnum heimsins komu fram við mikinn fögnuð. Bono er tilnefndur fyrir ýmis störf í þágu góðgerðarmála um allan heim en hann hefur eitt ómældum tíma og fjármagni í baráttu sinni fyrir betri heimi. Orðrómur er um að spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey sé einnig tilnefnd en það hefur ekki fengist staðfest. HEYRST HEFUR... Pó kosninga- baráttan fyrir sveitarstjórnar- kosningarsévarla farin af stað eru stjórnmálatækn- ar Iandsins þegar farnir að huga að þingkosning- um vorið 2007. Prófkjör sjálf- stæðismanna í Suðurkjördæmi gæti t.d. orðið mun líflegra en nokkurn óraði fyrir, því er að Árni Johnsen, sem hrökklaðist af þingi um árið, sé staðráðinn í því að gefa kost á sér og freista þess að hreinsa nafn sitt með þeim hætti... Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eft- ir upplýsingafull- trúa án þess að vitað sé til þess að fararsnið sé á Helga Péturssyni, sem þangað kom úr Ráðhúsinu þegar hann þreyttist á stjórnmálavafstrinu þar. Er þar tiltekið að viðkom- andi þurfi að hafa reynslu af upplýsingagjöf, fjölmiðlun, op- inberri stjórnsýslu og pólitískri ákvörðunartöku. Er talað um að hæfniskröfurnar séu sér- sniðnar að Eiríki Hjálmarssyni, aðstoðarmanni borgarstjóra, og segja sigurvissir sjálfstæðis- menn að flóttinn úr Ráðhúsinu sé hafinn fyrir alvöru... Guðni Ágústsson, landbún- aðarráðherra, skemmti gestum á gala- kvöldi Food and Fun með íslensk- um kímnisögum, þó erlendir gestir muni hafa haft takmarkað gaman af hálftímalöngu erindi Guðna. Mestan hlátur eyjarskeggja vakti saga Guðna af meintri geðveiki Davíðs Oddsonar, en þeir félagar voru samferða á fund um daginn, sem skáldið og stjórnmálaskýrandinn Hall- grímur Helgason lýsti efasemd- um um geðheilbrigði þáverandi forsætisráðherra í Fréttablað- inu. Guðni sagði kollega sínum af innihaldi greinarinnar og svaraði Davíð til: „Nei, sagði hann það strákhelvítið! En það er reyndar rétt að ég hef velt þessu fyrir mér líka...“ Annars hafa Islendingar gert kræsingum erlendu mat- reiðslumeistaranna góð skil og upppantað á öllum veitingastöð- um. Þó menn hafi almennt ver- ið sammála um að íslendingum sé fengur í þessum heimsókn- um voru ekki allir eins sáttir við skammtastærðirnar og ein- hverjir gestir kvörtuðu undan því að fara svangir heim... Djúpt úr iðrum Valhallar heyrast sögur af hreinsun- um að Davíð Oddssyni gengn- um. Segja menn að hin nýja forysta íhaldsins láti ekkert með gamla kjarnann í kringum for- vera Geirs H. Ha- arde. Líkja sumir ástandinu við ein- elti og herma til dæmis að þó Kjartan Gunnars- son sitji enn sem framkvæmda- stjóri flokksins hringi síminn varla lengur og allra síst úr utanríkisráðuneytinu. Velta menn mjög vöngum hvort inn- an Sjálfstæðisflokksins hefjist á ný flokkadrættir á borð við þá, sem voru við það að ganga af honum dauðum áratuginn áður en Davíð kom til sögunnar...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.