blaðið - 06.03.2006, Side 1
Sérblað um
Formúlu 1 íylgir
Blaðinu í dag
SÍÐUR 15TIL23
■ ERLENT
Tony Blair gagn-
rýndur vegna um-
mæla um almættið
Segir að Guð muni dæma
ákvörðun um innrás í frak
■ ÍÞRÓTTIR
Tók Edgar Davids
létt í bekkpressu
Emil Hallfreðsson ræðir um
lífið í atvinnu-
mennskunni
| SÍÐA 30
sphs
550 2000 | www.sph.is
Alltaf að vinna?
Kynntu þér Vildarþjónustu fyrirtækja
Erfðaprinsinn Árni hættir
afskiptum af stjórnmálum
Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, dregur sig út úr stjórnmálum. Jón Kristjánsson
verður félagsmálaráðherra en Siv Friðleifsdóttir kemur í heilbrigðisráðuneytið.
Árni Magnússon, félagsmálaráð-
herra, hyggst hætta afskiptum af
stjórnmálum og mun láta af ráð-
herraembætti og þingmennsku. Jón
Kristjánsson, heilbrigðisráðherra,
mun taka við félagsmálaráðuneyt-
inu, en í stól heilbrigðisráðherra
sest Siv Friðleifsdóttir, þingmaður
og fyrrverandi umhverfisráðherra.
„Ég hef á síðustu vikum farið
í gegnum ákveðið endurmat á
mínu lífi og minni stöðu og tekið
ákvörðun um það að hverfa af
þeim opinbera vettvangi, sem pólit-
íkin er, með þeim atgangi og áreiti,
sem henni fylgir. Ég ákvað fyrir fá-
einum vikum með sjálfum mér og
fjölskyldu minni að fara ekki fram
í næstu kosningum. Þegar þannig
er komið finnst mér heiðarlegast að
standa upp og víkja fyrir fólki, sem
hefur brennandi áhuga á pólitíkinni
og ætlar sér stóra hluti þar,“ sagði
Árni á blaðamannafundi í anddyri
Alþingis eftir þingflokksfund fram-
sóknarmanna, sem boðað var til
með skömmum fyrirvara um fimm-
leytið í gær.
Árni sagði að um persónulega
ákvörðun væri að ræða, sem hann
hefði tekið með hagsmuni sína og
sinna nánustu að leiðarljósi. Eigin-
kona Árna hefur átt við veikindi að
stríða að undanförnu. Árni mun
taka við starfi hjá íslandsbanka
innan skamms.
Brey tingþessi á ráðherraliði Fram-
sóknarflokksins mun eiga sér stað á
ríkisráðsfundi, sem haldinn verður
að Bessastöðum á morgun. Hall-
dór Ásgrímsson, forsætisráðherra,
sagði að heilbrigðisráðuneytið væri
afar krefjandi ráðuneyti og að hann
treysti Siv fyllilega til þess að takast
á við hin brýnu verkefni, sem þar
biðu.
Framsóknarmenn hafa bundið
miklar vonir við Árna Magnússon
og hefur jafnan verið rætt um hann
sem erfðaprins flokksins, sem tekið
fæti við forystu hans þegar Halldór
sgrímsson, formaður Framsóknar-
flokksins, dregur sig í hlé. Við brott-
hvarf hans má ætla að spenna auk-
ist í flokknum á ný um hugsanlega
arftaka Halldórs. Siv Friðleifsdóttir
hefur ekki dregið dul á metnað sinn
í þá veru og sögðu þingmenn flokks-
ins í samtölum við Blaðið í gær að
nú hefði hún fengið kjörið tækifæri
til þess að sýna hvað í henni byggi.
Halldór Ásgrímsson vék óbeint
að þessu á blaðamannafundinum
í gær, sagði að Siv hefði fengið
nokkra hvíld og kæmi hress til
leiks á ný. Öllum væri ljóst að skoð-
anakannanir að undanförnu hefðu
ekki verið framsóknarmönnum
hagfelldar, en þeir ætluðu sér að
gera stóra hluti í kosningunum á
komandi ári.
Árni Magnússon, fráfarandi félagsmálaráðherra, og Halldór Ásgrimsson, forsætisráðherra, ræða við fulltrúa fjölmiðla í Alþingishúsinu síðdegis í gær.
BlaÖið/SteinarHugi
Reynt að
lægja öldur
„Hrókeringar innan Framsókn-
arflokksins hafa legið í loftinu
um nokkurt skeið,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
vinstri grænna um mannabreyt-
ingar í ríkisstjórninni.
„Það er jafnframt ljóst að það
hafa verið viðsjár á framsóknar-
heimilinu. Þetta er kannski til
marks um að það eigi eitthvað að
reyna að lægja öldur og skapa frið-
vænlegra ástand þó það kunni að
vera persónulegar ástæður Árna
sem settu þetta allt af stað.
Svona utan frá séð lítur út
fyrir að sú ráðstöfun Halldórs
Ásgrímssonar á sínum tíma að
setja Siv Friðleifsdóttur, sem er
oddviti flokksins í fjölmennasta
kjördæmi landsins, út úr ríkis-
stjórninni hafi verið ansi dýr-
keypt honum. Ég leyfi mér hins
vegar að efast um að þetta dragi
langt í að leysa hinn mikla vanda
floldcsins,“ segir Steingrímur.
En er erfðaprinsinn búinn að
yfirgefa Framsóknarflokkinn?
„Þetta sýnir hversu varhuga-
verðar bollaleggingar um fram-
tíðarleiðtogaefni stjórnamála-
flokka eru. Ég sá ekki að Guðni
Ágústsson eða Siv myndu taka
því þegjandi að inn kæmi nýr
maður úr spunadoktorahirð Hall-
dórs og yrði sjálfkrafa formaður
án nokkurrar baráttu.“
FRJALS IBUÐALAN
Okkar markmið er aö veita framúrskarandi þjónustu
á sanngjörnum kjörum. Komdu til okkar i Lágmúla
6, hringdu í 540 5000 eöa sendu okkur póst á
frjalsi@frjalsi.is. Viö viljum aö heima sé best!
FRJALSI