blaðið


blaðið - 06.03.2006, Qupperneq 13

blaðið - 06.03.2006, Qupperneq 13
blaðið MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MATUR I 13 Vísindi í matargerð Margvíslegar aðferðir í elda- mennsku eiga sínar vísindalegu skír- skotanir. Það að gera lítið gat í eggj- askurnina þeim megin sem eggið er kúptast til að koma i veg fyrir að eggið springi i suðunni á sér sína eðli- legu vísindalegu skýringu þó vissu- lega hafi þessi aðferð þróast af hyggju- viti kokksins. Vísindin útskýra þessa litlu mat- reiðsluaðferð þannig að í þessum kúpta enda eggsins sé innilokað loft. Þegar eggið hitnar í suðunni þá þenst þetta loft út og sprengir skurn- ina. Með því að gera varlega lítið gat í skurnina losnar um loftþrýstinginn því loftið sleppur auðveldlega út. Þar með er engin hætta á því lengur að eggið sprengi skurnina. Ekki gráta elskan mín Svipað þessu gamla húsráði íyrir eggjasuðu eru nokkur um laukskurð. Til að koma í veg fyrir mikið táraflóð þegar laukur er skorinn má til dæmis vera með gleraugu, tyggja á steinselju eða kæla laukinn áður en hann er skorinn. Vísindin segja okkur svo að lauk- frumur innihaldi hátt magn af brennisteinssamböndum sem losna út í andrúmsloftið þegar laukurinn er skorinn. Augun vökna til þess að hreinsa þau svo koma megi í veg fyrir að brennisteinssamböndin skaði augun. Með því að vera með lokuð gleraugu, líkt og sundgleraugu er komið í veg fyrir að efnin komist að augunum. Með því að tyggja stein- selju þegar laukurinn er skorinn súr- efnisbindast brennisteinssamböndin sem breytir uppbyggingu þeirra og gerir þau skaðlaus. Að hafa kveikt á kerti í grennd við laukskurðin gefur sama árangur. Svo má einnig stinga tungunni út um munnvikið þegar laukur er skorinn. Rakinn á tung- unni dregur þá til sín brennisteins- sameindirnar áður en þær berast í augun. NÁMSKEIÐ í MATARGERÐ Viltu verða junk-food að bráó eða sœkja stutt námskeið í matreiðslu ? 100 % nœring fyrir þig og þína. Einföld matargerö, flókin matargerö, kökugerð, ítölsk, frönsk, dönsk, thai, cajun eöa þetta góða íslenska. Eitthvaö fyrir alla konur og karla, yngri sem eldri. Námskeiðið fer fram í Lœkjarskóla Hafnarfirði og byrjar 13. mars 2006. Námskeiðió stendur yfir í 2 vikur. Kennt verður á mán ,þri, fim, kl: 17.00 - 21.00 Verð Kr: 17.500,- 500 króna hráefniskostnaður á dag. Kennari er Jónas Ólafsson Matreiðslumeistari Uppl: í sima 554-5929 eða jonasola@gmail.com ó 3>virvakjot í rauðu ka^rí Fyrir fjóra 450 g Svínalundir, þunnt skornar 400 ml Blue Dragon Coconut Milk 2 msk. Blue Dragon Red Curry Paste 2 msk. Blue Dragon Fish Sauce 1 msk. Blue Dragon Minced engifer 1 msk. Blue Dragon Minced hvítlaukur 1 tsk. Sykur 2 msk. „Groundnut" olía Safi úr hálfu lime y\ð|tiiAð Hitið olíu í woki eöa á pönnu og steikið karrímaukið, engiferið og hvítlaukinn í hálfa mínútu. Bætiö fiskisósunni, limesafanum og sykrinum út í. Látið krauma í 5-6 mínútur. Steikið svínakjötið sér og haldið því heitu. Bætið svínakjötinu út í sósuna og hitið í 3-4 mínútur. Bætið grænmeti saman við ef þess er óskað. Berið strax fram. Gott með Blue Dragon Coconut Rice eða Blue Dragon Yasmine Rice. WK.W0 FJARÐARKAUP FITUBRENNSLA VÖÐVAUPPBYGGING AUKIN ORKA « qes^0* S3 SPORTÞRENN A™ ergóðleið fyrir þá sem vilja styrkja sig til árangurs og auka getu í íþróttum og líkamsrækt Jafnframt fyrir þá sem vilja auka fitubrennslueiginleika líkamans. Hver dagskammtur af S3 Sportþrennu inniheldur 1 fjölvftamíntöflu, 2 L-Kamitíntöflur og eitt hylki af omega-3 fitusýrum. Fjölvítamíntaflan inniheldur ríflega skammta af vítamínum og steinefnum auk króms pikólínats og græns tes sem m.a hafa hlufverki að gegna í orkuframleiðslu og brunagetu líkamans. L-Kamitín er talið hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu vöðva sem og sérstaka eiginleika til fitubrennslu. Króm er talið geta dregið úr sætindalöngun og viðhaldið jafnvægi blóðsykurs íli'kamanum. Pað hefureinnig hlutverki að gegna við uppbyggingu vöðva og getur dregið úr fitusöfnun. Við likamsæfingar og fitubrennslu geta losnað út í líkamann úrgangsefni sem setið hafa í fituvef. Grænt te hefur sterka andoxunareiginleika og er því mikilvægt til að vernda líkamann gegn neikvæðum áhrifum við losun þessara efna og öðrum óæskilegum áhrifum frá umhverfi okkar, s.s. mengun. Omega-3 fitusýrur eru í flokki svokallaðra Iffsnauðsynlegra fitusýra þar sem líkaminn framleiðir þær ekki sjálfur. Pær eru sérstaklega mikilvægar fyrir þá sem skera niður við sig í fituneyslu og neyta ekki nægilegs magns af feitum fiski. www.lysi.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.