blaðið - 06.03.2006, Qupperneq 24
36 IDAGSKRÁ
=\
MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 blaðiö
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Enginn getur komið i veg fyrir að þú komir hug-
myndum þínum í verk nema þú sjálf/ur. Ef viljinn
er til staðar og nógu mikill er ekkert meira sem
þarfnema þorið.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
Fáðu sem mest út úr deginum með því að nýta
hann eins vel og mögulegt er. Reyndu að takmarka
allt hálfkák og hafðu alltaf eitthvað að gera. Þú
munt sofa vaert í nótt.
HRAÐI OG SPEWWA
Andrés Magnússo'n
Hér í dvergríkinu hefur mikið verið rætt um fjöl-
miðlun og fjölmiðlaumhverfi hin síðari ár. Og
víst er um það að sjálfsagt slá íslendingar öll met
í fjölmiðlun þegar miðað er við fólksfjölda. Hugs-
anlega þó með undantekningunni Páfagarði
þar sem L’Osservatore Romano kynnir daglega
afstöðu hins góða hirðis pápista og upplagið er
margfalt á við innbyggjarana.
Vandinn er kannski fremur sá að á íslandi ger-
ist sjaldnast nógu mikið af eiginlegum fréttum til
þess að fylla allar síðurnar og sekúndurnar. Þetta
má sjá á síðum þessa blaðs líkt og Morgunblaðs-
ins og Fréttablaðsins þegar það verður einhvern
veginn frétt að jeppinn á Hvammstanga hafi
brunnið. Enn átakanlegra er þó ástandið á DV
þar sem hönnun blaðsins kallar á stórskandal á
hverjum degi og afleiðingin verður sú að ljósi er
brugðið á æ einkennilegri afkima samfélagsins. 1
mestum vanda eru menn þó sjálfsagt á NFS, sem
í gúrkutíð liðinna vikna hefur verið uppnefnd
eða réttnefnd Nýja fuglaflensustöðin til heiðurs
endalausum fréttum af kjúklingakvefi því, sem
manni skilst að sé í þann veginn að gera út við
fugla himinsins og mannkyn sjálfsagt líka.
En síðan kemur að fregnum eins og tíðindum
gærdagsins og þá sér maður allan slagkraftinn
notaðan í einu. Bæði Ríkissjónvarpið og NFS
senda bíla sína niður að þinghúsi og opna í raun
sjónvarpsstöðvar í Templarasundi með engum
fyrirvara. Og þjóðin fær funheitar fréttir beint í
æð.
Þetta er sjálfsagt af hinu góða, þó þessi hraði
og spenna hafi líka sína annmarka. Þannig stýrði
Halldór Ásgrímsson þessari fjölmiðlauppákomu
lystilega líkt og töframaður, hann sýndi okkur
Árna Magnússon, veifaði sprotanum og nýir ráð-
herrar birtust um leið og Árni hvarf. Hins vegar
væri synd að segja að fréttamenn hafi komist
að með einhverjar spurningar, sem máli skiptu.
Um leið og sýningunni lauk tók svo við umræða
á NFS, þar sem spekingar spáðu í spilin, vitandi
nánast ekkert meira en áhorfendur, eins og von
var. Eftir situr spurningin: Er allt sem sýnist?
©Naut
(20. apríl-20. maí)
Stefndu á eitthvaö sem þú þekkir. Alger óvissa er
vissulega spennandi en samt sem áður er gott að
vita af einhverju á leiðarenda, að minnsta kosti þeg-
arleiðin erhálfnuð.
OTvíburar
(21. maí-21. júní)
Taktu af skarið og kláraðu það sem þú hefur sópað
undir teppi undanfarið. Gakktu frá lausum endum
og þá getur þú hætt að láta samviskuna naga þig.
®Krabbi
(22. júní-22. júlO
Itarleg sjálfsyfirheyrsla getur leitt meira i Ijós en
þú vilt. Þú gætir komist að hlutum sem þú jafnvel
vildir ekki vita. Samt sem áður muntu rísa sem
betri manneskja ef rétt er staðið að málunum.
®Ljón
(23. júli- 22. ágúst)
Helltu þér ekki yfir þá sem gera mistök heldur
reyndu að setja þig í þeirra spor. Byrjaðu svo á
hrósi áður en þú kemur með vandlega orðaða at-
hugasemd.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
Undirmeðvitundin hefur ítrekað reynt að koma
skilaboðum til þín um að þú þurfir að endurmeta
ákveðin atriði einkalifsins. Farðu nú að hlusta á
þina innri rödd.
Vog
(23. september-23. október)
Gáta lífsins er eilíf og ómögulegt að komast að end-
anlega svarinu við henni. Þó er hægt að komast
áleiðis að því og batna sem manneskja á leiðinni.
Lukkutalan er42.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Atburðir helgarinnar innihalda staðreyndir sem
þú ættir að vera virkilega stolt/ur af. Haltu áfram á
beinu brautinni og reyndu að takmarka hliðarskref
eftir bestu getu.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Menntun er ávallt af hinu góða og ættir þú að sækj-
ast í hana eftir fremsta megni. Mundu að ekki er
alltaf hægt að sækja menntun i skóla heldur ertu
sífellt að læra.
Steingeit
(22. desember-19. janiiar)
Éljagangur lífsins um helgina hefur heltekið huga
þinn. Þú þarft þó að reisa regnhlífina og klæða þig
til að standa þig í starfi. Ekki láta vinnufélagana
vinnafyrirþig.
Vatnsberi
(20. janúar-1S. febrúar)
Reynsla annarra er sannkölluð himnasending til
þín þegar þú hefur i nógu að snúast. Þú verður að
reiða þig á þetta fólk og treysta dómgreind þess.
Samt skaltu fylgjast ve! með málum.
SJÓNVARPSDA6SKRÁ
SJÓNVARPIÐ
15-35 Helgarsportið
16.00 Ensku mörkin
17-05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Myndasafnið
18.01 Gurra grís (39:52)
18.06 Bú! (3:26)
18.16 Lubbi læknir (1:52)
18.30 Eyðimerkurlíf (1:6) Bresk þátta- röð um þriggja vikna ferðalag átta unglinga í Namibíu.
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19-35 Kastljós
20.25 Átta einfaldar reglur (74:76) (8 Simple Rules)
20.50 Lífið í lággróðrinum (4:5) Bresk- ur náttúrumyndaflokkur þar sem David Attenborough leiðiráhorfend- ur um undraveröld skordýranna.
21.40 Blóðbönd Þáttur um gerð bíó- myndarinnar Blóðbönd eftir Árna Óla Ásgeirsson.
22.00 Tíufréttir
22.25 Lifsháski (31:49) (Lost II)
23.10 Spaugstofan e.
23.35 Ensku mörkin e.
00.30 Kastljós
30.30 Dagskrárlok
SIRKUS
18.30 Fréttir NFS
19.00 (sland í dag
19.30 Fashion Television
20.00 Friends (11:24) (Vinir)
20.30 Kallarnir
21.00 American Idol 5 (15:41)
22.20 American Idol 5 (16:41)
23.10 Smallville e.
23.55 Idol extra 2005/2006 e.
00.25 Friends (11:24)
00.50 Kallarnir e.
STÖÐ2
06.58 (sland í bítið
09.00 Bold and the Beautiful
09.20 Ífínuformi 2005
09.35 Oprah (39:145)
10.20 MySweetFatValentina
11.05 Veggfóður
12.00 Hádegisfréttir
12.25 Neighbours (Nágrannar)
12.50 ífínuformÍ2005
13.05 Handlaginnheimilisfaðir
13.30 Wishful Thinking (Óskhyggja)
15.00 Eldsnöggt með Jóa Fel IV
15.35 0sbournes(6:io)
16.00 Barnatími Stöðvar 2 Shoebox
Zoo, Yoko Yakamoto Toto, Stróri
draumurinn, Kýrin Kolla, Froskafjör
17.20 Bold and the Beautiful
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 The Simpsons 15 (7:22) e.
18.30 Fréttir, íþróttir og veður Fréttir,
íþróttir og veður frá fréttastofu
NFS í samtengdri og opinni dagskrá
Stöðvar 2, NFS og Sirkuss.
19.00 ísland í dag
19.35 Strákarnir
20.05 Grey s Anatomy (18:36) (Lækna-
líf 2) Stemningin getur verið undar-
lega á spítalanum þegar þakkagjörð-
ardagurinn er haldinn hátíðlegur.
20.50 Proof: Prescription For Murder
(2:2) Bönnuð börnum.
22.25 2006 Academy Awards Óskars-
verðlaunin 2006 - samantekt
00.00 Prison Break (5:22) Kellerman og
Hale múta Pope fangelsisstjóra og
Michael kemst að þvi að hann gæti
losna úr fangelsinu fyrr en hann
bjóst við. 2005. Bönnuð börnum.
00.45 Meistarinn (10:21)
01.35 Palmer s Pick Up (Farmurinn)
Léttgeggjuð gamanmynd. Bönnuð
börnum.
03.20 Borderline (Órar) Dramatískur
glæpatryllir.
04.55 The Simpsons 15 (7:22) e.
05.20 Fréttir og fsiand í dag
06.25 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
SKJÁREINN
07.15 6 til sjö e.
08.00 Dr. Phil e.
08.45 Fasteignasjónvarpið e.
16.00 Gametívíe.
16.30 Charmed - lokaþáttur e.
17.15 Dr. Phil
18.00 6 til sjö
19.00 Cheers -10. þáttaröð
19-25 Fasteignasjónvarpið
19.35 Malcolm intheMiddle e.
20.00 TheO.C.
21.00 Survivor: Panama
22.00 C.S.I.
22.50 Sex and the City - 4. þáttaröð
23.20 JayLeno
00.05 Boston Legal e.
00.55 Threshold e.
01.45 Cheers -10. þáttaröð e.
02.10 Fasteignasjónvarpið e.
02.20 Óstöðvandi tónlist
SÝN
18.00 (þróttaspjallið
18.12 Sportið
18.30 US PGATour2oo6
20.00 Skólahreysti 2006
20.45 (tölsku mörkin
21.15 Ensku mörkin
21.45 Spænsku mörkin
22.15 StumptheSchwab
22.45 HM 2002 endursýndir leikir
00.25 Spænski boltinn beint
ENSKIBOLTINN
07.00 Helgaruppgjöre.
08.00 Helgaruppgjöre.
14.00 Middlesbrough - Birmingham frá 04.03
16.00 Man. City - Sunderland frá 04.03
17.55 Þrumuskot.
18.45 Stuðningsmannaþátturinn Lið- ið mitte.
19.50 Wigan-Man. Utd.(b)
22.15 Að leikslokum
23.15 Þrumuskot e.
00.05 Wigan-Man. Utd
STÖÐ2BÍÓ
06.00 Daredevil (Ofurhuginn) Bönnuð
börnum.
08.00 Wild About Harry (Sjónvarpskokk-
urinn)
10.00 Lloyd Gamanmynd fyrir alla fjöl-
skylduna.
12.00 Possession (Heltekin af ást)
14.00 Wild About Harry (Sjónvarpskokk-
urinn)
16.00 Lloyd Gamanmynd fyrir alla fjöl-
skylduna. Leyfð öllum aldurshóp-
um.
18.00 Possession (Heltekin af ást) Leynd-
ardómsfull kvikmynd þar sem ástin
er aldrei langt undan. Aðalhlut-
verk: Gwyneth Paltrow, Aaron Eck-
hart, Jeremy Northam. Leikstjóri:
Neil Labute. 2002. Leyfð öllum
aldurshópum.
20.00 Daredevil (Ofurhuginn) Hasar-
mynd sem vakti mikla athygli. Að-
alhlutverk: Ben Affleck, Jennifer
Garner, Colin Farrell. Leikstjóri:
Mark Steven Johnson. 2003. Bönn-
uð börnum.
22.00 Secret Window (Leyniglugginn)
Verulega hrollvekjandi spennu-
mynd með Johnny Depp byggð á
sögu eftir Stephen King. Depp leik-
ur rithöfund sem er sakaður um rit-
stuld af geðtrufluðum náunga sem
tekur að ofsækja hann. Með önnur
hlutverk fara John Turturro (Barton
Fink) og Maria Bello sem nýverið
var tilnefnd til Golden Globe-verð-
launa fyrir leik sinni í myndinni
History of Violence. Aðalhlutverk:
John Turturro, Johnny Depp, Mar-
ia Bello. Leikstjóri: David Koepp.
2004. Stranglega bönnuð börnum.
00.00 Confidence (Svik) Hörkuspenn-
andi glæpamynd með úrvalsleikur-
um. Aðalhlutverk: Edward Burns,
Rachel Weisz, Morris Chestnut,
Dustin Hoffman, Andy Garcia. Leik-
stjóri: James Foley. 2003. Strang-
lega bönnuð börnum.
02.00 Secret Window (Leyniglugginn)
04.00 Extreme Ops (Öfgasport í Ölp-
unum) Ævintýraleg hasarspennu-
mynd. Aðalhlutverk: Devon Sawa,
Bridgette Wilson, Rupert Graves,
Rufus Sewell. Leikstjóri: Christian
Duguay. 2002. Bönnuðbörnum.
RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 77,5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3- Talstööin 90,9