blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 27
blaðið MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 FÓLK I 39 Fyrir fólkið i landinu SkjárEinn blés til stórsóknar í síð- asta mánuði þegar hann hleypti af stokkunum nýjum þætti, 6 til sjö, með þeim Felix Bergssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur. „Það hefur gengið prýðilega að koma þáttunum af stað,“ segir Felix. „Við njótum þess að vinna saman og ekki skemmir að vera með Ragn- heiði Thorsteinson sem „pródúsent". Við unnum fyrst saman á RÚV þeg- ar hún var upptökustjóri Stundar- innar okkar þegar við Gunni [Helga- son] sáum um þáttinn." Engir byrjunarörðugleikar? „Jújú, alltaf eitthvað en vonandi er það ekki of áberandi. Við erum svolítið að henda okkur út í djúpu laugina en ég treysti Guðrúnu full- komlega. Hún hefur manna mesta reynslu af svona þáttum.“ H\ernig er að vinna með Guðrúnu? „Frábært. Algjörlega frábært. Við hlæjum mikið. Maður hlakkar til að fara í vinnuna á morgnana. Það er alltaf góð tilfinning.“ Saknarþú Gunna? „Ertu þá að tala um Gunna Helga eða Dr. Gunna? Ég sakna Gunna Helga alltaf þegar við erum ekki að vinna saman. Hins vegar erum við alltaf með eitthvað í gangi og nú erum við að undirbúa nýja plötu og skemmt- anir sumarsins. Það verður ekki leið- inlegt. Ég sakna líka Dr. Gunna en við erum líka að undirbúa verkefni fyrir næsta ár, þannig að hann er ekki langt undan.“ Góð ráð í matargerð 6 til sjö er sannkallaður fjölskyldu- þáttur enda sýndur á besta tíma, annað hvort þegar fjölskyldan er ný- komin heim frá vinnu eða á leið til vinnu á morgnana. „Við ætlum að vera á mannlegu nótunum og skoða það sem viðkem- ur fjölskyldunni og heimilinu, upp- eldið, garðinn, eldhúsið og svo fram- vegis,“ segir Felix. „Þetta á að vera notalegur þáttur og skemmtilegur sem þú getur hugsað þér að hafa í bakgrunninum á meðan fjölskyld- an kemur saman eftir langan vinnu- dag. Við ætlum t.d. að koma með hugmyndir að kvöldmat og bjóða fólki að elda með okkur og svo gef- um við góð ráð. Þátturinn er enn að mótast. Við munum t.d. alltaf undirbúa fína helgarmatinn á fimmtudögum en annað er nokkuð ómótað. Menn verða bara að fylgjast með frá byrj- un.“ Jákvæð samkeppni 6 til sjö ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hann er á sama tíma og eitt helsta sjónvarpsefni Stöðvar 2, kvöldfréttir NFS. „Sam- keppni er bara af hinu góða. Við erum óhrædd og ætlum að marka okkur pláss á sjónvarpsmarkaði.“ Fyrir hverja erþátturinn? „Vonandi alla fjölskylduna. Okkur þætti ekki síður vænt um ef eldra fólk gæti hugsað sér að njóta þátt- arins með okkur. Ég held að þáttur eins og 6 til sjö geti snert við fólki á öllum aldri. Þeir sem vilja koma hugmyndum á framfæri við okkur mega endilega skrifa okkur á 6tilsjo@si.is eða á fel- ix@si.is. Þetta er þáttur um fólkið í landinu og við viljum endilega að það hafi eitthvað um umfjöllunar- efnið að segja.“ Þátturinn er á dagskrá SkjásEins alla virka daga milli klukkan 18 og 19. Hann er svo endursýndur á morgnana fyrir fólk sem er að koma sér til vinnu. Felix Bergsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Ég held að þáttur eins og 6 til sjö geti snert við fólki á öllum aldri Skilafrestur er til 21. mars Allar upplýsingar á Skattframtal 2006 Hægt er að nálgast leiðbeiníngar á neðantöldum stöðum Reykjavfk Skattstofan í Reykjavík Bensínstöðvar í Reykjavík Vesturland Skattstofan á Akranesi Sýslumannsskrifstofur Búðardal, Borgarnesi, Stykkishólmi og Ólafsvik Viðskiptaháskólinn á Bifröst Vestfirðir Skattstofan á (saflrði Sýslumannsskrifstofur í Bolungarvik og Hólmavlk Bæjar- og hreppsskrifstofur Reykhólahrepps, Tálknafjarðarhrepps, Vesturbyggðar, Súðavíkurhreppur og Kaldrananeshrepps Sparisjóður Vestfirðinga; á Bíldudal, Flateyri og Þingeyri Norðurland vestra Skattstofan á Siglufiröi Umboðsmenn: Sigurbjörn Bogason, Sauðárkróki Stefán Hafsteinsson, Blönduósi Páll Sigurðsson, Hvammstanga Norðurland eystra Skattstofan á Akureyri Umboðsmenn, bæjar- og hreppsskrifstofur Austurland Skattstofan á Egilsstöðum Verslunin Kauptún á Bakkafirði og Vopnafirði Essoskálinn á Breiðdalsvlk Samkaup á Djúpavogi Bókhald GG á Fáskrúðsfirði Sýslumannsskristofur Seyðisfirði, Eskifirði, Neskaupsstað og Hornafirði Suðurland Skattstofan á Hellu Bæjar- og hreppsskrifstofur Skaftárhrepps, Ásahrepps, Rangárþings eystra, Gaulverjabæjarhrepps, Hraun- gerðishrepps, Villingarholtshrepps, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, ölfuss, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Bláskógabyggðar Skrifstofa VÍS, Hveragerði, Skrifstofa VlS, Arborg (Selfossi) Vestmannaeyjar Skattstofa og skrifstofa sýslumanns Reykjanes Skattstofan í Hafnarfirði Bæjar- og hreppsskrifstofur Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Grlndavík, Garði, Vogum og Álftanesi Sýslumannsskrifstofur Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík Sparisjóður Hafnarfjarðar Benslnstöðvar I Hafnarfirði, Garöabæ, Kópavogi og á Seltjarnarnesi Leiðbeiníngar hafa nú verið færðar I nýjan búning og eru afar aðgengilegar til uppflettingar og stuðnings við framtalsgerð á vefnum. Því hefur verið dregið úr heimsendingu prentaðra leiðbeininga og aðeins þeir sem töldu fram á pappír í fyrra fá þær sendar heim. Prentaðar leiðbeiningar má nálgast hjá skatt- stjórum, umboðsmönnum þeirra, á ýmsum sýslumanns- og bæjarskrifstofum og á bensín- stöðvum á höfuðborgarsvæöinu (sjá nánar í lista hér að neðan og á rsk.is). Framtalsaðstoð er veitt í síma 511-2250 milli kl. 9 og 16. Frá 15.-31. mars verður sú þjónusta einnig veitt utan dagtíma, þ.e. til kl. 22 á virkum dögum og kl. 12-19 um helgar. Framtal á vefnum hefur verið opnað. Allir eiga að hafa fengið veflykil sendan eða eiga varanlegan veflykil frá fyrri árum. Sækja má um nýjan hafi hann gleymst eða týnst. Ný þjónusta Skattyfirvöld hafa nú opnað fyrir þann möguleika aö flytja skattaupplýsingar raf- rænt úr vefbanka yfir á framtalið. (slands- banki býður sínum viðskiptamönnum upp á þessa þjónustu fyrstur banka, en búist er við að aðrir viðskiptabankar fylgi í kjölfarið. Skattframtöl hafa verið borin út til þeirra sem ekki afþökkuðu framtal á pappír við síðustu framtalsgerð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.