blaðið - 31.03.2006, Page 6
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaöiö
I IMMLEfffPAR FRETTI______________________
DV-feðgar dæmdir til hárra
peningasekta og refsivistar
Eyjólfur Sveinsson dcemdur /3 mánaðafangelsi, ár skilorðsbundið og 67 milljóna sekt.
Gríðarleg
hækkun fast-
eignamats
Fasteignamat á íbúðum í fjölbýli
hefur hækkað um 68% frá árinu
2002 til dagsins í dag víðast hvar á
höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin
hefur hins vegar orðið ennþá meiri í
sérbýli. Þetta kemur fram í nýrri út-
tekt Alþýðusambands íslands.
Fasteignagjöld skapa grundvöll
fyrir tekjustofn sveitarfélaganna.
Þeim má skipta annars vegar í fast-
eignaskatt og önnur fasteignagjöld
sem eru þjónustugjöld fyrir tiltekna
þjónustu við fasteignaeigendur.
Sex sakborningar í máli, kennt við
Frjálsa fjölmiðlun og forvígismenn
þess, voru sakfelldir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær og dæmdir til
fangelsisvistar og hárra sektar-
greiðslna. Þrír sakborningar voru
á hinn bóginn sýknaðir. Jón H. B.
Snorrason, saksóknari og yfirmaður
efnahagsbrotadeildar, segir að dóm-
urinn hafi verið á þann veg, sem bú-
ast mátti við. „Dómurinn er þungur,
en málið var viðamikið og um háar
fjárhæðir að tefla.“
Þyngsta dóminn hlaut Eyjólfur
Sveinsson, 15 mánaða fangelsi, þar
af 12 skilorðsbundna, og til greiðslu
67 milljóna króna sektar. Faðir hans,
Sveinn R. Eyjólfsson, var á hinn bóg-
inn dæmdur í sex mánaða fangelsi.
skilorðsbundið og 15 milljóna króna
sektar. Marteinn Kristinn Jónasson
var dæmdur í 10 mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og 68,9 milljónir
króna í sekt. Svavar Ásbjörnsson var
dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið
fangelsi, Ómar Geir Þorgeirsson í
4 mánaða skilorðsbundið fangelsi
og 6 milljóna króna sekt og Ólafur
Haukur Magnússon í 4 mánaða skil-
orðsbundið fangelsi og 5,5 milljóna
króna sekt. Karl Þór Sigurðsson,
Sigurður Ragnarsson og Valdimar
Grímsson voru sýknaðir. Ákæru á
hendur Sverri Viðari Haukssyni var
vísað frá dómi.
Lögmenn hinna dæmdu vildu
fara varlega í yfirlýsingar eftir
dómsuppkvaðningu í gær, en töldu
líklegast að málinu yrði áfrýjað til
Hæstaréttar.
Sakborningar í málinu voru 10
og ákært var i samtals níu ákæru-
liðum. í átta tilvikum vegna brots á
lögum um skil á vörslusköttum, en í
einu vegna umboðssvika. Ákært var
vegna brota í starfsemi alls átta fyrir-
tækja sem utan eitt tengdust á einn
eða annan hátt Frjálsri fjölmiðlun
ehf„ sem tekið var til gjaldþrota-
skipta í júlí 2002. Félögin sem um
ræðir hafa öll verið lýst gjaldþrota.
Sveinn Andri Sveinsson, verj-
andi Marteins Kr. Jónassonar, taldi
dóminn nokkuð harkalegan og
fannst héraðsdómur ekki taka til-
lit til þeirra málsbóta sakborninga
að hluti vörsluskatta hefði verið
greiddur, líkt og ný lög leyfðu. Dóm-
urinn leit hins vegar svo á að þær
hefðu ekki verið verulegar.
Jón H. B. Snorrason kvaðst i að-
alatriðum vera ánægður með dóm-
inn, en þó kvað hann sýknu fram-
kvæmdastjóra og stjórnarmanns
vera áhyggjuefni, ábyrgð þeirra og
eftirlitsskylda þyrfti að vera skýr.
Færri selja ung-
lingum tóbak
Verulega hefur dregið úr ólöglegri tób-
akssölu til unglinga í Hafnarfirði sam-
kvæmt könnun sem forvarnarnefnd
Hafnarfjarðar gerði um miðjan mars.
Könnunin var gerð þannig að tveir
15 ára unglingar fóru á sölustaði undir
eftirliti starfsmanna Hafnarfjarða-
bæjar og reyndu að kaupa tóbak.
Heimsóttir voru 23 sölustaðir og af
þeim afgreiddu sjö ungmennin um
tóbak, eða 30%. í svipaðri könnun
sem gerð var í desembermánuði á síð-
asta ári gátu unglingarnir keypt tóbak
á 59% sölustaða og hefur því verulega
dregið úr ólöglegri tóbakssölu.
í fréttatilkynningu frá forvarnar-
nefnd Hafnarfjarðar kom fram að
haft hafi verið samband við heilbrigð-
iseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogs-
umdæmis vegna þeirra staða sem
seldu unglingunum tóbak. Má búast
við því að þeir fái í kjölfarið áminn-
ingu eða verði sviptir leyfi til sölu á
tóbaki eins og lög um tóbaksvarnir
gera ráð fyrir.
Atson seðlaveski til fermingagjafa.
Ókeypis nafngylling fylgir.
Leóuriðjan ehf. Brautarholti 4, sími 561 • 0060
m m m biaoio/bteinar Hugi
Uti að ganga upp a gamla moðinn
Frá því var sagt í vikunni að erlendur uppfinningamaður hafi fundið upp eins „hundafls" farartæki. Þar er hundur nýttur til að knýja
áfram reiðhjól og kunna víst bæði hundur og maður vel við. Þær Brynhildur Þóra og Arndís hafa hinsbvegar af því litlar áhyggjur og þó
önnur þeirra væri á línuskautum var hundinum ekki beitt fyrir, heldur fékk hann að rölta í rólegheitum með.
Oryggi
í hendi
Meö Öryggishnappnum þarf aldrei meira
en EITT handtak til að kalla eftir aöstoð.
1. Þrýst er á Öryggishnappinn.
2. Boð berast til Öryggismiðstöðvarinnar.
3. Talsamband opnast í gegnum hljóðnema
og hátalara.
4. Öryggisvörður með lykla er sendur á staðinn
og/eða viðeigandi læknaþjónusta til aðstoðar.
Oryggishnappur
X
Hringdu núna!
Við erum á vakt allan sólahringinn
530 2400
sls
ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN
Skemmdar-
verk unnin
Skemmdir voru unnar á flutn-
ingabíl sem flytja á stóran tank
eða síló frá Vogum á Vatnsleysu-
strönd upp á Grundartanga.
Slæmt veður síðustu daga hefur
hamlað flutningi á tanknum.
I fyrrakvöld tóku óprúttnir ná-
ungar sig til og brutu þrjár rúður
í bílnum. Veldur það eigendum
miklum vandræðum þar sem
erfitt er að færa bílinn á verk-
stæði til viðgerða. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem skemmdir eru
unnar á farartækjum á þessum
slóðum því samkvæmt upplýs-
ingum frá fyrirtækinu Normu
ehf., sem á bílinn, er þetta í
þriðja skipti sem slíkt gerist við
vélsmiðju fyrirtækisins.
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 530 2400 • WWW.0RYGGI.IS