blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaA'lö
10 1 ERLEWÐAR FRÉTTIR
Samræmt göngulag?
Utanríkisráðherrar Kína, Rússlands, Bandaríkjanna, Þýskalands, Bretlands og Frakklands ásamt Javier Solana, talsmanni Evrópusambandsins í utanríkismálum, funduðu í Berlín gær
um kjarnorkuáætlun frana. Á miðvikudag samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun sem hvetur frana til þess að láta af auðgun úrans. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin
mun senda ráðinu skýrslu um viðbrögð þeirra við áiyktuninni eftir þrjátíu daga. Ályktunin er vægasta form aðgerða sem öryggisráðið getur gripið til. Bandaríkin og Evrópusam-
bandið vilja grípa til harðari aðgerða láti stjórnvöld f Teheran ekki af auðgun úrans. Kínverjar og Rússar eru þvi andvígir og vegna andstöðu þeirra var orðalag sem fól í sér hótun um
frekari aðgerðir fellt úr ályktuninni á síðustu stundu.
Rússar íhuga innflutningsbann a vini
Stjórnvöld í Moldóvu og Georgíu
hafa mótmælt harðlega fyrirhuguðu
innflutningsbanni Rússa á léttvíni
frá löndunum tveimur. Heilbrigðisyf-
irvöld í Rússlandi báðu tollayfirvöld
á dögunum að banna innflutning á
vínum frá löndunum sökum þess að
þau uppfylla ekki reglur um hrein-
læti landbúnaðarvara. Þessu þver-
neita Moldóvar og Georgíumenn
og hefur heilbrigðisráðherra þeirra
síðarnefndu boðið rússneskum emb-
ættismönnum að gera prufur á fram-
leiðslunni í öllum vínræktarhéruðum
landsins til þess að sannreyna gæðin.
Innflutningsbannið myndi hafa
miklar efnahagslegar afleiðingar
fyrir löndin tvö en nánast öll vínfram-
leiðsla þeirra er flutt út til Rússlands.
Sumir stjórnmálaskýrendur telja að
fyrirhugað bann sé ekki tilkomið
vegna áhuga Rússa á auknum gæðum
landbúnaðarafurða heldur séu stjórn-
völd í Moskvu að refsa íbúum þess-
ara fyrrverandi sovétlýðvelda fyrir
skort á hollustu. Stjórnvöld í Georgíu
líta í auknum mæli vestur í utanrík-
isstefnu sinni og Rússar og Moldóvar
eiga enn í hörðum deilum vegna
ástandsins í Transnestria-héraði í
Moldóvu. Rússar hafa aukið þrýsting
á ríkin tvö með miklum verðhækk-
unum á því gasi sem þeir flytja til
þeirra. Þetta hefur haft víðtækar
efnahagslegar afleiðingar en áður nið-
urgreiddu Rússar orkuútflutning til
landanna.
Nicotineir HlLYFJA
Hœttum aö reykja í samfélagi á
vefnum þar sem allir fá styrk hver frá
öönjm og enginn þarf aö standa
einn í baráttunni. Meö sameiginlegu
átaki drepum viö í fyrir fullt og allt
Skráöu þig íátakiö á vidbuin.is
Þar er auk þess hœgt aö finna
allar upplýsingar um máliö.
f
r v
mm,
■
Borgaraþing í Tjarnarsalnum
í RáÓhúsi Reykjavíkur, 1. apríl, 2006
Fjölmörg íbúasamtök Reykjavíkur standa saman að borgaraþingi
um borgina okkar laugardaginn 1. apríl og það er ekkert gabb!
Tekin verða fyrir margvísleg efni:
IBUALYÐRÆÐI
REYKJAVÍK í ÖÐRU UÓSI!
UMHVERFI OG SKIPULAG
BORGARHAGFRÆÐIN
BORGARMENNINGIN
UMVHERFI OG VELLÍÐAN
SJÁLFSMYND REYKVÍKINGA
Gauti Kristmannsson
Hrafn Gunnlaugsson
Pétur H. Ármannsson
Porvaldur Gylfason
Porsteinn J. Vilhjálmsson
Kristín Porleifsdóttir
Eggert Pór Bernharðsson
Við þinglok verða pallborðsumræður þar sem formenn íbúasamtaka
og fulltrúar flokkanna sem fram bjóða til borgarstjórnar taka þátt.
Fundarstjóri verður Hildur Helga Sigurðardóttir
Þingið hefst kl. 10 og lýkur kl. 15 og verða bæði kaffi- og hádegishlé.
Með þessu þingi fá Reykvíkingar tækifæri til að móta hugmyndir um borgina sína
og segja forsvarsmönnum sínum frá því á staðnum. Við hvetjum alla sem áhuga hafa
á borginni sem bústað okkar allra til að koma og taka þátt.
Aðgangur er ókeypis.
íbúasamtök Grafarvogs, íbúasamtök Laugardals, íbúasamtök Vesturbæjar,
íbúasamtök 3. hverfis, Samtök um betri byggð.
Múslimar í
meiðyrðamál
mbl.is | Tuttugu og sjö samtök
danskra múslima höfðuðu
meiðyrðamál á hendur rit-
stjórum Jyllens-Posten í gær.
Ákæran er sett fram vegna
birtingar skopmyndanna af
Múhameð spámanni í septem-
ber á síðasta ári. Lögmaður
samtakanna fer fram á 100.000
danskar krónur í bætur vegna
myndbirtinganna. Málið var
höfðað í gær en tvær vikur eru
frá því saksóknari Danmerkur
ákvað að höfða ekki opinbert
mál gegn blaðinu vegna máls-
ins þar sem myndirnar brytu
ekki lög um kynþáttafordóma
eða ærumeiðingar.
Auglýsingadeild 510-3744
blaðið-