blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 31. MARS 2006 blaðiö Hágæða prótein Fáar hitaeiningar Schröder í orku- bransann G e r h a r d Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hefur verið r á ð i n n stjórnar- formaður alþjóðlegs orkufyrir- tækis sem hefur yfir- umsjón með byggingugas- leiðslu frá Rússlandi til Þýskalands. Fyrirtækið er í eigu rússneska fyrirtækisins Gazprom og þýsku fyr- irtækjanna BASF og E.On. Leiðslan mun sinna io% af jarðgasþörf hag- kerfa Evrópusambandsins. Ráðning Schröders þykir í meira lagi umdeil- anleg þar sem að hann barðist hart fyrir að samningar milli þýskra og rússneskra stjórnvalda um bygg- ingu leiðslunnar næðust meðan hann var kanslari. Meðal annars myndaði hann persónulegt vin- áttusamband við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en áhugi hans á verkefninu var nauðsynlegur fyrir framgang þess. Forseti Póllands veitti Jaruzelski heiðursorðu Lech Kaczynski, forseti Póllands, veitti Wojciech Jaruzelski, eina af æðstu viðurkenningum pólska rík- isins á dögunum. Forsetinn verð- launaði hinn aldna herforingja fyrir framúrskarandi föðurlandsást. Allir þeir sem voru fluttir til Síberíu eftir hernám Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni eiga möguleika á að vera tilnefndir til orðunnar og er Jaruzelski í þeim hópi. í fangabúðunum í Síberíu varð Jaruzelski sannfærður kommún- isti og barðist síðar með Sovét- mönnum gegn nasistum í stríðinu. Farsæll ferill innan pólska komm- únistaflokksins fleytti honum á endanum til æðstu metorða. Jaruzelski var aðalritari pólska kommúnistaflokksins og for- sætisáðherra landsins á níunda áratugnum. Hann setti herlög í landinu á sínum tíma og bannaði starfsemi verkalýðsfélagsins Sam- stöðu, sem undir forystu Lech Wa- lesa ruddi lýðræðinu braut í land- inu. Margir Pólverjar líta svo á að Jaruzelski hafi sagt eigin þjóð stríð á hendur með herlögunum. Orðuveitingin hefur vakið mikla furðu í Póllandi og skiptar skoðanir eru um hana. Einnig vekur það furðu að á sama tíma og forsetinn heimilar orðuveiting- una berst tvíburabróðir hans, Ja- roslaw Kaczynski, sem formaður stærsta stjórnmálflokks landsins fyrir þvi að Jaruzelski verði sviptur Lech Kaczynski, forseti Póllands, er hrifnari af Shrek en Jaruzelski þrátt fyrir að hann veitti þeim síðarnefnda orðu eftirlaunum vegna setningar herlaganna. Talsmaður Kaczynski, Maciej Lopinski, hefur afsakað forsetann og sagði á dögunum að forsetinn hafi skrifað undir orðuveitinguna fyrir slysni. Tók hann fram að for- setinn læsi ekki öll þau skjöl yfir sem hann skrifar undir. Jaruzelski fagnar orðuveit- ingunni. 1 viðtali við pólska sjónvarpsstöð í vikunni og sagði hann orðuveitinguna sýna að Lech Kaczynski sé hafinn yfir pólitískar átakalínur í stjórnarathöfnum sínum. Kveikti í sér vegna kjötleysis Sextugur maður í indversku borg- inni Ahmedabad kveikti í sér um helgina eftir að kona hans neitaði að elda kjöt handa honum. Mað- urinn lést á sunnudag af völdum brunasára. Maðurinn, Mithailal Ram Sanji- van, hafði verið atvinnulaus í mörg ár og átti við áfengisvandamál að stríða. Hann bað konu sína um helgina að elda handa sér kjöt en hún neitaði sökum þess hve fjárráð heimilisins væru takmörkuð. Varð Sanjivan svo yfirtekinn af harmi út af þessum tíðindum að hann gekk úr húsi sínu og hellti yfir sig kveiki- lög og kveikti í sér. Skipting Kosovo kemur ekki til greina mbl.is | Albert Rohan, samninga- maður Sameinuðu þjóðanna varð- andi framtíð Kosovo, varaði serb- neska minnihlutann í héraðinu við því í gær að ekki komi til greina að því verði skipt upp. Rohan sagði þetta við lok heimsóknar sinnar til Kosovo, en þriðja umferð samninga- viðræðna um framtíðarstöðu og stjórnskipan héraðsins á að hefjast á mánudag. Rohan áréttaði að réttur Serba í héraðinu verði tryggður og að þeir „eigi að geta stjórnað sinum eigin málum innan lagaumhverfis Kosovo." Hann sagði þetta þó ekki þýða að héraðinu verði skipt þannig upp að hluti þess falli ekki undir eðlilegan laga- og stjórnsýslu- ramma Kosovo. ÍSALKÚNA/ Nú færðu ferskar og fljótlegar tilbúnar á pönnuna eða í ofninn Blaðamanni sleppt ur haldi mannræningja Bandarísku blaðakonunni Jill Caroll var sleppt úr haldi mannræningja í Irak í gær. Caroll, sem starfar fyrir bandaríska blaðið Christian Science Monitor, var rænt í Bagdad þann sjöunda janúar s.l. Hún var á leið að taka viðtal við stjórnmálamanninn Adnan-al Dulaimi þegar ræningj- arnir handsömuðu hana. Túlkur hennar lést í átökunum. Mannræn- ingjarnir skildu Caroll eftir við höfuðstöðvar íslamska-stjórnmála- flokksins í Bagdad. Bandarisk stjórn- völd segja að hersveitir hafi ekki átt þátt í því að hún losnaði úr gíslingu og neita því að lausnargjald hafi verið greitt mannræningjunum. Caroll sagði í fjölmiðlum i gær að mannræningjarnir hafi farið vel með hana og ekki beitt hana of- beldi. Hún sagðist hafa verið geymd í vistlegu herbergi og haft aðgang að hreinlætisaðstöðu. Mannræningjarnir, sem eru liðsmenn Herdeilda hefndarinnar, kröfðust þess að allir kvenfangar í Irak yrðu látnir lausir ellegar myndu þeir myrða blaðakonuna. Gáfu þeir Blaðakonan Jill Caroll. stjórnvöldum frest til 26. febrúar til þess að verða við kröfum þeirra. Ekki var gengið við þeim. Um 230 útlendingum hefur verið rænt í Irak frá þvi að Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra gerðu innrás í landið árið 2003. Um 50 af þeim hafa verið myrtir en ekki er vitað um örlög 90 þeirra. SIAL HITABLÁSARAR Hágæða rafmagns- og steinolíublásarar MURBUÐIN Margar stærðir og gerðir - hagstætt verð Kletthálsi 7-110 Reykjavík Sími 544 5470 ■ www.murbudin.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.